Erlent

Trump í­hugar í­hlutun í Íran

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Trump segir að mögulega verði þeir að grípa inn í áður en fundur með Íran fer fram.
Trump segir að mögulega verði þeir að grípa inn í áður en fundur með Íran fer fram. Getty/Joe Raedle

Bandaríkjamenn íhuga nú afskipti af ólgunni í Íran þar sem átökin á mili stjórnvalda og mótmælenda verða sífellt blóðugri.

Mótmælin hafa nú staðið í á þriðju viku og segja mannréttindasamtök að um 500 mótmælendur hafi verið drepnir og um fimmtíu lögreglu- eða hermenn. Heimildir Breska ríkisútvarpsins herma síðan að tala látinna gæti verið mun hærri.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur þegar hótað því að grípa inn í með einhverjum hætti. Trump sagði í gær að ráðamenn í Íran hafi hringt í sig og beðið um samningfund. Forsetinn segir þó vel geta farið svo að Bandaríkjaher grípi inn í áður en til slíks fundar geti komið.

Írönsk stjórnvöld kalla mótmælendurna skemmdarvarga og hafa hvatt stuðningsmenn klerkastjórnarinnar til að mótmæla mótmælendunum í dag mánudag. Þá hefur ríkisstjórnin lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna þeirra her- og lögreglumanna sem fallið hafa í átökum síðustu daga gegn „Bandaríkjunum og Ísrael,“ eins og það er orðað, en klerkastjórnin kennir þeim um að kynda undir óánægjubálið í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×