Inga vill skóla með aðgreiningu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. janúar 2026 14:00 Inga Sæland mætti í Kryddsíldina á gamlársdag. Vísir/Anton Brink Verðandi mennta- og barnamálaráðherra talar fyrir aðgreindum skólum í þágu barna sem hafa ekki íslensku að móðurmáli, skólar án aðgreiningar séu börn síns tíma. Hún vill líta til Finnlands til að bæta íslenska menntakerfið sem hafi brugðist bæði nemendum og kennurum. „Skóli án aðgreiningar er ekki eitthvað sem hugnast mér í dag. Það var fallegt, það var falleg hugsjón þegar það var sérstaklega verið að líta til fatlaðra og jaðarsettra barna sem höfðu ekki fengið að sitja í almennum bekkjum. Þetta er í mínum huga barn síns tíma. Aðstæðurnar gjörólíkar,“ segir Inga Sæland. Hún tekur við embætti mennta- og barnamálaráðherra á ríkisráðsfundi sem fer fram seinna í dag. Hún tekur við af Guðmundi Inga Kristinssyni sem sagði af embætti vegna veikinda. Hún ræddi embættistökuna og hennar helstu áherslumál í Sprengisandi í morgun. Hún vill innleiða álíkt kerfi og hún kom á í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu þar sem áherslan er á fá mál í senn og þau unnin í spretthópum. „Ég sé fyrir mér samtal, ég sé fyrir mér vinnuhópa þar sem allir koma að og við deilum heilum eins og við mögulega getum. Hver og einn setur sitt á borðið, þar sem við getum náð einhverjum samnefnara eins og við gerðum til dæmis í sambandi við húsnæðispakkann með öllum hagaðilum sem þar voru með okkur í vinnustofu,“ segir Inga. „Fyrst og síðast þá vil ég taka utan um börnin sem eru ekki talandi íslenska tungu og gefa þeim kost á að læra íslensku algjörlega. Í hálft ár, í heilt ár inni í skólanum sínum, svo lengi sem þurfa þykir, þar til þau eru komin með vellíðan til að stíga inn í bekkinn með öllum hinum.“ Ekki kennurum að kenna Inga telur að menntakerfið hafi brugðist, ekki einungis nemendum heldur einnig kennarastéttinni. Hún bendir á að árið 2016 hafi um 21 til 24 prósent drengja verið nánast ólæsir að lokinni grunnskólagöngu en í dag sé hlutfallið 46 til 47 prósent. „Ég vil segja strax að ég er hreinlega frekar að rétta fram hendurnar og biðja sveitarfélögin okkar og kennarasamfélagið og alla að aðstoða við að breyta kerfi sem hefur brugðist algjörlega hvað þetta varðar,“ segir hún. Inga segist hafa orðið vör við gagnrýni kennara og segir það misskilning að hún hafi gefið í skyn að versnandi lesskilningur sé kennurum að kenna. „Þetta er bara alrangt. Aldrei. Það er kerfið sem hefur brugðist. Kerfið hefur líka brugðist kennurunum okkar, margir kennarar eru að bugast.“ Það sé til að mynda vegna þess að töluverður fjöldi barna tali ekki íslensku. „Við verðum líka að átta okkur á því að við getum ekki haldið áfram að búa svo stórum skólum og með mjög þunga nemendur að því leyti að við erum að fá hundruð ungra barna inn í menntakerfið okkar hér sem að eru ekki talandi íslenska tungu. Þau eru bara inni í almennum bekk með öðrum börnum og kennararnir eru hreinlega að bugast margir hverjir undan álagi þegar þeir koma heim eftir erfiðan og strangan vinnudag. Allir vilja gera sitt besta og þarna vil ég virkilega eiga samtal.“ Horfir til Finnlands Inga segist vilja horfa til Finnlands, sem hafi tekið skarpa beygju fyrir þó nokkrum árum þegar afar slæm staða var í menntakerfinu ytra. Leitað hafi verið til helstu sérfræðinga. „Þar er meira horft á barnið sem einstakling heldur en sem heild í einhverju boxi þar sem allir eiga nánast að vera eins. Þar er lögð sérstök áhersla á gleði og hjálp við barnið strax til þess að læra að lesa og finna sig öruggan í bekknum sínum. Það er meiri leikur, útivera og lestur,“ segir hún. „Þar er ekki verið að bæta á barnið landafræði, sögu og öðrum tungumálum þegar það er ekki læst og annað slíkt. Þetta hefur verið mikið og stórt samstarfsverkefni við foreldra og finnska samfélagið.“ Henni líst einnig afar vel á verkefnið Kveikjum neistann en unnið er eftir leiðbeiningum þess meðal annars í Lindaskóla og í Vestmannaeyjum. Risastórt og krefjandi embætti Inga tekur fram að ekki sé vaninn að stjórnarformenn stjórnarflokka taki að sér embætti mennta- og barnamálaráðherra en sammælst hafi verið um mikilvægi þess að leggja aukna áherslu á málefni ráðuneytisins. „Þess vegna, má segja að þegar Guðmundur Ingi stígur til hliðar vegna veikinda, að þá var ákveðið, og eins og ég segi með ákveðnum söknuði auðvitað í það dásamlega ráðuneyti sem ég var að vinna í, þá veit ég að við mér tekur annað.“ Ráðuneytið sé risastórt og krefjandi en hún taki samt sem áður við þeim verkefnum með tilhlökkun. Samt sem áður fylgi því ákveðin sorg að yfirgefa félags- og húsnæðismálaráðuneytið þar sem hún hefur starfað frá síðustu kosningum. Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Skóli án aðgreiningar er ekki eitthvað sem hugnast mér í dag. Það var fallegt, það var falleg hugsjón þegar það var sérstaklega verið að líta til fatlaðra og jaðarsettra barna sem höfðu ekki fengið að sitja í almennum bekkjum. Þetta er í mínum huga barn síns tíma. Aðstæðurnar gjörólíkar,“ segir Inga Sæland. Hún tekur við embætti mennta- og barnamálaráðherra á ríkisráðsfundi sem fer fram seinna í dag. Hún tekur við af Guðmundi Inga Kristinssyni sem sagði af embætti vegna veikinda. Hún ræddi embættistökuna og hennar helstu áherslumál í Sprengisandi í morgun. Hún vill innleiða álíkt kerfi og hún kom á í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu þar sem áherslan er á fá mál í senn og þau unnin í spretthópum. „Ég sé fyrir mér samtal, ég sé fyrir mér vinnuhópa þar sem allir koma að og við deilum heilum eins og við mögulega getum. Hver og einn setur sitt á borðið, þar sem við getum náð einhverjum samnefnara eins og við gerðum til dæmis í sambandi við húsnæðispakkann með öllum hagaðilum sem þar voru með okkur í vinnustofu,“ segir Inga. „Fyrst og síðast þá vil ég taka utan um börnin sem eru ekki talandi íslenska tungu og gefa þeim kost á að læra íslensku algjörlega. Í hálft ár, í heilt ár inni í skólanum sínum, svo lengi sem þurfa þykir, þar til þau eru komin með vellíðan til að stíga inn í bekkinn með öllum hinum.“ Ekki kennurum að kenna Inga telur að menntakerfið hafi brugðist, ekki einungis nemendum heldur einnig kennarastéttinni. Hún bendir á að árið 2016 hafi um 21 til 24 prósent drengja verið nánast ólæsir að lokinni grunnskólagöngu en í dag sé hlutfallið 46 til 47 prósent. „Ég vil segja strax að ég er hreinlega frekar að rétta fram hendurnar og biðja sveitarfélögin okkar og kennarasamfélagið og alla að aðstoða við að breyta kerfi sem hefur brugðist algjörlega hvað þetta varðar,“ segir hún. Inga segist hafa orðið vör við gagnrýni kennara og segir það misskilning að hún hafi gefið í skyn að versnandi lesskilningur sé kennurum að kenna. „Þetta er bara alrangt. Aldrei. Það er kerfið sem hefur brugðist. Kerfið hefur líka brugðist kennurunum okkar, margir kennarar eru að bugast.“ Það sé til að mynda vegna þess að töluverður fjöldi barna tali ekki íslensku. „Við verðum líka að átta okkur á því að við getum ekki haldið áfram að búa svo stórum skólum og með mjög þunga nemendur að því leyti að við erum að fá hundruð ungra barna inn í menntakerfið okkar hér sem að eru ekki talandi íslenska tungu. Þau eru bara inni í almennum bekk með öðrum börnum og kennararnir eru hreinlega að bugast margir hverjir undan álagi þegar þeir koma heim eftir erfiðan og strangan vinnudag. Allir vilja gera sitt besta og þarna vil ég virkilega eiga samtal.“ Horfir til Finnlands Inga segist vilja horfa til Finnlands, sem hafi tekið skarpa beygju fyrir þó nokkrum árum þegar afar slæm staða var í menntakerfinu ytra. Leitað hafi verið til helstu sérfræðinga. „Þar er meira horft á barnið sem einstakling heldur en sem heild í einhverju boxi þar sem allir eiga nánast að vera eins. Þar er lögð sérstök áhersla á gleði og hjálp við barnið strax til þess að læra að lesa og finna sig öruggan í bekknum sínum. Það er meiri leikur, útivera og lestur,“ segir hún. „Þar er ekki verið að bæta á barnið landafræði, sögu og öðrum tungumálum þegar það er ekki læst og annað slíkt. Þetta hefur verið mikið og stórt samstarfsverkefni við foreldra og finnska samfélagið.“ Henni líst einnig afar vel á verkefnið Kveikjum neistann en unnið er eftir leiðbeiningum þess meðal annars í Lindaskóla og í Vestmannaeyjum. Risastórt og krefjandi embætti Inga tekur fram að ekki sé vaninn að stjórnarformenn stjórnarflokka taki að sér embætti mennta- og barnamálaráðherra en sammælst hafi verið um mikilvægi þess að leggja aukna áherslu á málefni ráðuneytisins. „Þess vegna, má segja að þegar Guðmundur Ingi stígur til hliðar vegna veikinda, að þá var ákveðið, og eins og ég segi með ákveðnum söknuði auðvitað í það dásamlega ráðuneyti sem ég var að vinna í, þá veit ég að við mér tekur annað.“ Ráðuneytið sé risastórt og krefjandi en hún taki samt sem áður við þeim verkefnum með tilhlökkun. Samt sem áður fylgi því ákveðin sorg að yfirgefa félags- og húsnæðismálaráðuneytið þar sem hún hefur starfað frá síðustu kosningum.
Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira