Erlent

Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Gera má ráð fyrir að þeir allra ríkustu ferðist um í einkaþotum.
Gera má ráð fyrir að þeir allra ríkustu ferðist um í einkaþotum. Getty

Það tók ríkasta eina prósentið í heiminum tíu daga að klára „kolefniskvótann“ sinn fyrir allt árið. Þeir sem eru í hópi 0,1 prósents ríkustu í heimi tóku einungis þrjá daga.

Þetta kemur fram í nýrri greiningu Oxfam sem The Guardian greinir frá. Hugtakið kolefniskvóti nær yfir magn kolefnis sem hver einstaklingur getur losað á sama tíma og hnattrænni hlýnun sé haldið innan við 1,5 gráður líkt og Parísarsamkomulagið segir til um.

Þeir sem yrðu fyrir mestu skaðlegu áhrifum kolefnislosunarinnar séu hins vegar þeir sem búa í lág- og meðaltekjulöndum, til að mynda frumbyggjahópar og konur. Talið er að efnahagslegt tjón á heimsvísu árið 2050 geti numið allt að sjö billjörða íslenskra króna.

Í greiningu Oxfam segir að þeir ríku beri ekki einungis ábyrgð á mestri kolefnislosun heldur fjárfesta þeir einnig í miklum mæli í mengandi iðnaði. Til þess að ná viðmiðum Parísarsamkomulagsins þurfi þeir ríkustu í heimi að draga úr losun sinni um 97 prósent fyrir árið 2030.

Kallað er eftir því að bresk yfirvöld hækki skatta þeirra ríkustu auk þess sem skattur verði lagður á umframhagnað jarðefnaeldsneytisfyrirtækja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×