Enski boltinn

Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Semenyo er af afrískum uppruna eins og einn besti leikmaður í sögu Manchester City.
Semenyo er af afrískum uppruna eins og einn besti leikmaður í sögu Manchester City.

Antoine Semenyo hefur skrifað undir samning hjá Manchester City til ársins 2031 en hann kemur til félagsins frá Bournemouth. 

City greiðir um 65 milljónir punda fyrir Semenyo, sem gerir hann að dýrasta leikmanni í sögu Bournemouth, samkvæmt BBC.

Ganverjinn Semenyo mun klæðast treyju númer 42 hjá Manchester City, eins og Fílabeinsstrendingurinn Yaya Toure gerði á sínum tíma. Semenyo var númer 24 hjá Bournemouth en Josko Gvardiol á þá treyju hjá City. 

Ferli hans hjá Bournemouth lauk með besta hætti en Semenyo skoraði seint sigurmark á afmælisdegi sínum í 3-2 sigri gegn Tottenham í fyrradag.

Hann skoraði fjögur mörk í síðustu sex leikjum sínum fyrir Bournemouth og er með alls tíu mörk í tuttugu leikjum, sem gerir hann að þriðja markahæsta manni ensku úrvalsdeildarinnar á eftir Erling Haaland (20) og Igor Thiago (16).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×