Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. janúar 2026 09:12 JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, heimsótti Grænland í mars í fyrra. AP/Jim Watson Áfram halda ráðamenn í Washington að ítreka ósk sína um að eignast Grænland. Nú síðast JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sem fór nokkuð hörðum orðum um Danmörku í viðtali við Fox News í nótt. Líkt og Trump-stjórnin hefur gert áður gagnrýnir Vance Dani fyrir að hafa staðið illa að vörnum Grænlands undanfarin ár. Vance segir Trump vera tilbúinn til að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ til að tryggja hagsmuni Bandaríkjanna. Í viðtalinu við Fox ræðir Vance vendingar undanfarinna daga og reynir að rökstyðja aðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela um helgina. Þá var einnig vikið að Grænlandi í viðtalinu og Vance var spurður um áform Bandaríkjanna þar. „Forsetinn mun taka endanlega ákvörðun um það,“ svaraði Vance, spurður hversu langt bandarísk stjórnvöld væru tilbúin að ganga í þeim efnum. Hann endurtók sömu tugguna um að Grænland væri nauðsynlegt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna, og raunar alls heimsins. Rökstyður öryggishlutverkið en ekki nauðsyn yfirráða á Grænlandi Fólk þurfi að mati Vance að átta sig á því að til að tryggja varnarinnviði gegn skotflaugaárásum þurfi að reiða sig á Grænland. „Guð forði okkur frá því, en ef Rússar, Kínverjar eða einhverjir myndu senda kjarnorkusprengju í átt að okkar heimsálfu eða Evrópu, þá gegnir Grænland lykilhlutverki í vörnum gegn því. Svo maður spyr sig, hefur Evrópa og hafa Danir staðið sig almennilega í því að tryggja öryggi Grænlands og sjá til þess að það geti haldið áfram að gegna þessu öryggishlutverki fyrir heiminn og gegn loftárásum, þá er svarið nei. Þau hafa ekki gert það,“ sagði Vance. Þótt það sé ekkert nýtt að Bandaríkin ásælist Grænland, þá hafa aðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela um helgina sett ítrekuð ummæli Bandaríkjastjórnar þar um í nokkuð annað og samhengi, sem vakið hefur nokkurn ugg bæði Dana og Grænlendinga líkt og rakið var í kvöldfréttum Sýnar í gær. Vance fullyrðir um leið í viðtalinu við Fox að Danir hafi vanfjármagnað varnir Grænlands og hafi ekki staðið sig vel í að verja landið sjálft. Hann rökstyður þó ekki í viðtalinu hvers vegna það skipti máli að Bandaríkin fari sjálf með yfirráð á Grænlandi til að tryggja varnir þess. Dönsk stjórnvöld hafa verið bæði viljug og opin fyrir því að Bandaríkin auki umsvif sín á Grænlandi, í samstarfi við yfirvöld ríkjanna væri þess óskað, en innan varnarsamnings ríkjanna rúmast nokkuð víðtækar heimildir Bandaríkjamanna til hernaðaruppbyggingar á Grænlandi, líkt og New York Times fjallar til að mynda um í dag. „Gáfuleg hegðun“ fyrir 25 árum komi ekki í veg fyrir „eitthvað heimskulegt“ nú Vance aftur á móti segir Dani vera fasta í fortíðinni. Þeir segist hafa verið góðir bandamenn Bandaríkjanna í gegnum tíðina og hafi stutt þá meðal annars í síðari heimsstyrjöldinni og í baráttunni gegn hryðjuverkum. „Og við erum þakklát fyrir það, við elskum að eiga þessa bandamenn að. En þótt þú hafir gert eitthvað gáfulegt fyrir 25 árum þá er ekki þar með sagt að þú gerir ekki eitthvað heimskulegt núna. Og forseti Bandaríkjanna er að segja mjög skýrt: „Þið eruð ekki að standa ykkur vel hvað varðar Grænland. Við ætlum að tryggja hagsmuni Bandaríkjanna.“ Og ég held að forsetinn sé tilbúinn að ganga eins langt og nauðsynlegt er til að tryggja að svo verði,“ sagði Vance. Bandaríkin Grænland Danmörk Öryggis- og varnarmál Donald Trump Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Í viðtalinu við Fox ræðir Vance vendingar undanfarinna daga og reynir að rökstyðja aðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela um helgina. Þá var einnig vikið að Grænlandi í viðtalinu og Vance var spurður um áform Bandaríkjanna þar. „Forsetinn mun taka endanlega ákvörðun um það,“ svaraði Vance, spurður hversu langt bandarísk stjórnvöld væru tilbúin að ganga í þeim efnum. Hann endurtók sömu tugguna um að Grænland væri nauðsynlegt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna, og raunar alls heimsins. Rökstyður öryggishlutverkið en ekki nauðsyn yfirráða á Grænlandi Fólk þurfi að mati Vance að átta sig á því að til að tryggja varnarinnviði gegn skotflaugaárásum þurfi að reiða sig á Grænland. „Guð forði okkur frá því, en ef Rússar, Kínverjar eða einhverjir myndu senda kjarnorkusprengju í átt að okkar heimsálfu eða Evrópu, þá gegnir Grænland lykilhlutverki í vörnum gegn því. Svo maður spyr sig, hefur Evrópa og hafa Danir staðið sig almennilega í því að tryggja öryggi Grænlands og sjá til þess að það geti haldið áfram að gegna þessu öryggishlutverki fyrir heiminn og gegn loftárásum, þá er svarið nei. Þau hafa ekki gert það,“ sagði Vance. Þótt það sé ekkert nýtt að Bandaríkin ásælist Grænland, þá hafa aðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela um helgina sett ítrekuð ummæli Bandaríkjastjórnar þar um í nokkuð annað og samhengi, sem vakið hefur nokkurn ugg bæði Dana og Grænlendinga líkt og rakið var í kvöldfréttum Sýnar í gær. Vance fullyrðir um leið í viðtalinu við Fox að Danir hafi vanfjármagnað varnir Grænlands og hafi ekki staðið sig vel í að verja landið sjálft. Hann rökstyður þó ekki í viðtalinu hvers vegna það skipti máli að Bandaríkin fari sjálf með yfirráð á Grænlandi til að tryggja varnir þess. Dönsk stjórnvöld hafa verið bæði viljug og opin fyrir því að Bandaríkin auki umsvif sín á Grænlandi, í samstarfi við yfirvöld ríkjanna væri þess óskað, en innan varnarsamnings ríkjanna rúmast nokkuð víðtækar heimildir Bandaríkjamanna til hernaðaruppbyggingar á Grænlandi, líkt og New York Times fjallar til að mynda um í dag. „Gáfuleg hegðun“ fyrir 25 árum komi ekki í veg fyrir „eitthvað heimskulegt“ nú Vance aftur á móti segir Dani vera fasta í fortíðinni. Þeir segist hafa verið góðir bandamenn Bandaríkjanna í gegnum tíðina og hafi stutt þá meðal annars í síðari heimsstyrjöldinni og í baráttunni gegn hryðjuverkum. „Og við erum þakklát fyrir það, við elskum að eiga þessa bandamenn að. En þótt þú hafir gert eitthvað gáfulegt fyrir 25 árum þá er ekki þar með sagt að þú gerir ekki eitthvað heimskulegt núna. Og forseti Bandaríkjanna er að segja mjög skýrt: „Þið eruð ekki að standa ykkur vel hvað varðar Grænland. Við ætlum að tryggja hagsmuni Bandaríkjanna.“ Og ég held að forsetinn sé tilbúinn að ganga eins langt og nauðsynlegt er til að tryggja að svo verði,“ sagði Vance.
Bandaríkin Grænland Danmörk Öryggis- og varnarmál Donald Trump Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira