Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2026 09:31 Michael Keane fær hér rauða spjaldið eftir að dómarinn fór í skjáinn til að skoða betur hártog miðvarðarins. Getty/Chris Brunskill Everton endaði leikinn á níu vellinum þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. David Moyes knattspyrnustjóri Everton var æfur yfir að hans mati „fáránlegri“ ákvörðun sem leiddi til þess að Michael Keane var rekinn af velli fyrir að toga í hár Tolu Arokodare. Everton-leikmennirnir Michael Keane og Jack Grealish fengu báðir rauða spjaldið í lokakafla leiksins þar sem botnlið Wolves, sem virðist örugglega fallið, var hársbreidd frá því að stela sigrinum í blálokin. Lítið benti þó til þeirrar dramatíkur og ringulreiðar framan af leik. Tvö rauð spjöld á síðustu sjö mínútunum Allt breyttist þegar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma þegar Keane fékk beint rautt spjald eftir langa íhlutun myndbandsdómara (VAR) í kjölfar samstuðs í loftinu við Tolu Arokodare, þar sem varnarmaðurinn virtist hafa togað í hár framherja Wolves. Grealish fylgdi honum svo af velli eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald fyrir mótmæli en Grealish klappaði þá kaldhæðnislega fyrir einni ákvörðun dómarans sem gaf hinum seinna gula fyrir það og það með rautt. Klippa: Rauða spjald Michael Keane á móti Úlfunum Moyes var líklega alveg jafn svekktur yfir því hvernig lið hans hleypti neðsta liði deildarinnar aftur inn í leikinn þegar hinn átján ára gamli Matheus Mane skoraði í öðrum leiknum í röð, en hann beindi spjótum sínum samt að dómurunum. „Þetta er ekki ofbeldisfullt“ „Þetta er ekki ofbeldisfullt, þetta er ekki harkalegt og þetta er ekki viljandi, þannig að allt þetta sem ég hef sagt þýðir að þetta hefði ekki átt að vera rautt spjald,“ sagði Moyes eftir að lið hans missti af tækifæri til að komast þremur stigum frá fjórða sætinu í deildinni. „Mér fannst þetta virkilega slök ákvörðun að senda hann til að skoða skjáinn til að byrja með. Það var togað í hárið á [Marc] Cucurella [af João Neves í úrslitaleik HM félagsliða] – ofbeldisfull hegðun, viljandi athæfi, ekkert vandamál með það,“ sagði Moyes „En þetta gerðist í leiknum, þegar bolti kom upp og nema þú hafir spilað leikinn skilurðu þetta kannski ekki. Ég hef verið miðvörður og það er engin leið að ég sé að stökkva til að ná hærra en stór miðherji og hugsa: ‚Já, og á meðan ég stekk hærra en hann ætla ég að toga í hárið á honum.‘“ Þekkir engan á þessari plánetu „Ég þekki engan á þessari plánetu sem er nógu góður til að hugsa þannig þegar hann stekkur upp. Mér fannst þetta fáránleg ákvörðun hjá dómaranum, en enn frekar hjá VAR. Mér fannst fáránleikinn koma frá VAR,“ sagði Moyes. Klippa: Rauða spjald Jack Grealish á móti Úlfunum „Þetta getur ekki verið ofbeldisfull hegðun. Ég skil bara ekki hvernig þetta réttlætir brottvísun. Af hverju ætti þetta að vera rautt spjald á meðan við látum annað afskiptalaust? Fáránlegt, vonlaust,“ sagði Moyes. Moyes var ekki jafn málglaður um skapofsa Grealish, sem mun þynna enn frekar þunnan leikmannahóp hans þar sem Keane er nú í þriggja leikja banni. Aðspurður hvort þetta væri eitthvað sem hann þyrfti að taka á, ekki aðeins með leikmanninum heldur einnig með restinni af hópnum, bætti hann við: „Ég er þegar búinn að því,“ sagði Moyes. Hér fyrir ofan má sjá þessi tvö rauðu spjöld. Enski boltinn Everton FC Wolverhampton Wanderers Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Leik lokið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Sjá meira
Everton-leikmennirnir Michael Keane og Jack Grealish fengu báðir rauða spjaldið í lokakafla leiksins þar sem botnlið Wolves, sem virðist örugglega fallið, var hársbreidd frá því að stela sigrinum í blálokin. Lítið benti þó til þeirrar dramatíkur og ringulreiðar framan af leik. Tvö rauð spjöld á síðustu sjö mínútunum Allt breyttist þegar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma þegar Keane fékk beint rautt spjald eftir langa íhlutun myndbandsdómara (VAR) í kjölfar samstuðs í loftinu við Tolu Arokodare, þar sem varnarmaðurinn virtist hafa togað í hár framherja Wolves. Grealish fylgdi honum svo af velli eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald fyrir mótmæli en Grealish klappaði þá kaldhæðnislega fyrir einni ákvörðun dómarans sem gaf hinum seinna gula fyrir það og það með rautt. Klippa: Rauða spjald Michael Keane á móti Úlfunum Moyes var líklega alveg jafn svekktur yfir því hvernig lið hans hleypti neðsta liði deildarinnar aftur inn í leikinn þegar hinn átján ára gamli Matheus Mane skoraði í öðrum leiknum í röð, en hann beindi spjótum sínum samt að dómurunum. „Þetta er ekki ofbeldisfullt“ „Þetta er ekki ofbeldisfullt, þetta er ekki harkalegt og þetta er ekki viljandi, þannig að allt þetta sem ég hef sagt þýðir að þetta hefði ekki átt að vera rautt spjald,“ sagði Moyes eftir að lið hans missti af tækifæri til að komast þremur stigum frá fjórða sætinu í deildinni. „Mér fannst þetta virkilega slök ákvörðun að senda hann til að skoða skjáinn til að byrja með. Það var togað í hárið á [Marc] Cucurella [af João Neves í úrslitaleik HM félagsliða] – ofbeldisfull hegðun, viljandi athæfi, ekkert vandamál með það,“ sagði Moyes „En þetta gerðist í leiknum, þegar bolti kom upp og nema þú hafir spilað leikinn skilurðu þetta kannski ekki. Ég hef verið miðvörður og það er engin leið að ég sé að stökkva til að ná hærra en stór miðherji og hugsa: ‚Já, og á meðan ég stekk hærra en hann ætla ég að toga í hárið á honum.‘“ Þekkir engan á þessari plánetu „Ég þekki engan á þessari plánetu sem er nógu góður til að hugsa þannig þegar hann stekkur upp. Mér fannst þetta fáránleg ákvörðun hjá dómaranum, en enn frekar hjá VAR. Mér fannst fáránleikinn koma frá VAR,“ sagði Moyes. Klippa: Rauða spjald Jack Grealish á móti Úlfunum „Þetta getur ekki verið ofbeldisfull hegðun. Ég skil bara ekki hvernig þetta réttlætir brottvísun. Af hverju ætti þetta að vera rautt spjald á meðan við látum annað afskiptalaust? Fáránlegt, vonlaust,“ sagði Moyes. Moyes var ekki jafn málglaður um skapofsa Grealish, sem mun þynna enn frekar þunnan leikmannahóp hans þar sem Keane er nú í þriggja leikja banni. Aðspurður hvort þetta væri eitthvað sem hann þyrfti að taka á, ekki aðeins með leikmanninum heldur einnig með restinni af hópnum, bætti hann við: „Ég er þegar búinn að því,“ sagði Moyes. Hér fyrir ofan má sjá þessi tvö rauðu spjöld.
Enski boltinn Everton FC Wolverhampton Wanderers Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Leik lokið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Sjá meira