Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar 8. janúar 2026 07:02 Í vor eru mikilvægar kosningar um framtíð Reykjavíkurborgar og þann 24. janúar fer fram prófkjör hjá Samfylkingunni. Ég heiti Bjarnveig Birta og býð mig fram í 3. sæti í prófkjöri Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Ég er 33 ára rekstrarstjóri, þriggja barna móðir úr Grafarvogi og sigraði í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks sem fram fór í vetur. Ég er stolt af því að vera efsti fulltrúi á blaði fyrir ungt fólk en hundruð ungmenna greiddu mér atkvæði. Nú stefni ég í borgarstjórn – þar sem ég verð öflugur fulltrúi úthverfanna og ungs fólks. Ég ólst upp í Breiðholti með foreldrum mínum sem voru 16 ára þegar þau áttu mig. Við bjuggum í verkamannabústöðum hjá ömmu minni á meðan foreldrar mínir unnu láglaunastörf og sóttu sér menntun. Ég hef því alltaf gert mér grein fyrir mikilvægi þess að samneyslan sé sterk og að kerfið grípi fólk þegar það þarf á því að halda. Ég ætla að berjast fyrir barnafjölskyldur Sem þriggja barna móðir þekki ég af eigin raun þær áskoranir sem barnafjölskyldur í borginni standa frammi fyrir. Á íbúðamarkaði, í leikskólum og í brasinu frá degi til dags. Ég veit hvað þarf til að auðvelda daglega lífið og ég ætla að berjast fyrir barnafjölskyldur í borgarstjórn. Byggjum meira og hraðar. Sköpum rétta hvata fyrir verktaka og tryggjum fjölbreytt framboð af húsnæði svo að barnafjölskyldur geti komið þaki yfir höfuðið og stækkað við sig þegar þörf er á. Við fjölskyldan búum til að mynda fimm í 77 fermetrum. Bilið milli fæðingarorlofs og leikskólavistar er óviðunandi fyrir foreldra, sérstaklega þá sem þurfa að vinna mikið og eru með minna milli handanna. Bætum starfsaðstæður í skólunum okkar, lögfestum leikskólastigið og stöndum með foreldrum. Horfumst í augu við áskoranir foreldra í daglega lífinu. Tökum ábyrgð á umferðinni með því að ráðast í Sundabraut og hraða Borgarlínu. Styrkjum íþróttafélögin svo þau geti boðið foreldrum ódýrari tómstundir fyrir börnin. Betri rekstur og skýr forgangsröðun Sem rekstrarstjóri hjá nýsköpunarfyrirtækinu Tulipop hef ég reynslu af því að passa upp á hverja krónu og velta við öllum steinum í rekstrinum. Tulipop er nýsköpunarfyrirtæki sem framleiðir hágæðaefni fyrir börn á íslensku. Ég veit hvað þarf til að láta dæmið ganga upp. Það er ekki hægt að fara í öll verkefni, markaðsherferðir og vöruþróanir. Verum óhrædd við að forgangsraða verkefnum eftir mikilvægi. Á sama tíma þarf að tryggja að forgangsröðun skili árangri með því að auka eftirlit með framgangi mála. Fjármagnið á að nýtast þar sem það raunverulega hefur áhrif. Hjá borginni eru ferlar orðnir flóknir og skriffinnska mikil. Það verður að vinda ofan af þessari þróun í þágu skilvirkni og velferðar borgarbúa. Þá þarf að endurskoða tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Það er mikilvægt að Reykjavík geti staðið undir nauðsynlegri þjónustu við borgarbúa og líka tryggt sjálfbæran rekstur. Í góðri samvinnu við ríkið mætti styrkja fjárhag borgarinnar. Ég elska úthverfin okkar Sem Breiðhyltingur sem býr núna í Grafarvogi þá get ég með sanni sagt að ég elska úthverfin okkar. Og ég vil beita mér fyrir því að Samfylkingin verði sterk í öllum hverfum borgarinnar og vinni að því að gera þau líflegri og eftirsóknarverðari. Styrkjum hverfin með því að bæta grænu svæðin með leikvöllum og gróðri og efla þjónustu í nærumhverfi. Sköpum hvata til að hefja fjölbreyttan rekstur inni í hverfunum. Lyftum sérkennum hverfanna og menningu. Einföldum lífið í úthverfunum með því að fjölga leiðum Strætó og gera hann ókeypis fyrir börn undir 18 ára. Samfylking til sigurs í vor Samfylkingin getur unnið glæsilegan sigur í borgarstjórnarkosningum vor. Jafnaðarstefnan stendur fyrir sínu og margt hefur gengið vel. En við þurfum ný augu, skýra forgangsröðun og fólk sem þekkir vandamálin af eigin raun. Ég býð fram krafta mína til að gera góða borg enn betri. Ég hvet alla til að skrá sig í Samfylkinguna og kjósa í prófkjörinu 24. janúar. Ég óska eftir þínum stuðningi í 3. sæti. Kjósum Birtu í borgina! Höfundur er frambjóðandi í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Í vor eru mikilvægar kosningar um framtíð Reykjavíkurborgar og þann 24. janúar fer fram prófkjör hjá Samfylkingunni. Ég heiti Bjarnveig Birta og býð mig fram í 3. sæti í prófkjöri Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Ég er 33 ára rekstrarstjóri, þriggja barna móðir úr Grafarvogi og sigraði í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks sem fram fór í vetur. Ég er stolt af því að vera efsti fulltrúi á blaði fyrir ungt fólk en hundruð ungmenna greiddu mér atkvæði. Nú stefni ég í borgarstjórn – þar sem ég verð öflugur fulltrúi úthverfanna og ungs fólks. Ég ólst upp í Breiðholti með foreldrum mínum sem voru 16 ára þegar þau áttu mig. Við bjuggum í verkamannabústöðum hjá ömmu minni á meðan foreldrar mínir unnu láglaunastörf og sóttu sér menntun. Ég hef því alltaf gert mér grein fyrir mikilvægi þess að samneyslan sé sterk og að kerfið grípi fólk þegar það þarf á því að halda. Ég ætla að berjast fyrir barnafjölskyldur Sem þriggja barna móðir þekki ég af eigin raun þær áskoranir sem barnafjölskyldur í borginni standa frammi fyrir. Á íbúðamarkaði, í leikskólum og í brasinu frá degi til dags. Ég veit hvað þarf til að auðvelda daglega lífið og ég ætla að berjast fyrir barnafjölskyldur í borgarstjórn. Byggjum meira og hraðar. Sköpum rétta hvata fyrir verktaka og tryggjum fjölbreytt framboð af húsnæði svo að barnafjölskyldur geti komið þaki yfir höfuðið og stækkað við sig þegar þörf er á. Við fjölskyldan búum til að mynda fimm í 77 fermetrum. Bilið milli fæðingarorlofs og leikskólavistar er óviðunandi fyrir foreldra, sérstaklega þá sem þurfa að vinna mikið og eru með minna milli handanna. Bætum starfsaðstæður í skólunum okkar, lögfestum leikskólastigið og stöndum með foreldrum. Horfumst í augu við áskoranir foreldra í daglega lífinu. Tökum ábyrgð á umferðinni með því að ráðast í Sundabraut og hraða Borgarlínu. Styrkjum íþróttafélögin svo þau geti boðið foreldrum ódýrari tómstundir fyrir börnin. Betri rekstur og skýr forgangsröðun Sem rekstrarstjóri hjá nýsköpunarfyrirtækinu Tulipop hef ég reynslu af því að passa upp á hverja krónu og velta við öllum steinum í rekstrinum. Tulipop er nýsköpunarfyrirtæki sem framleiðir hágæðaefni fyrir börn á íslensku. Ég veit hvað þarf til að láta dæmið ganga upp. Það er ekki hægt að fara í öll verkefni, markaðsherferðir og vöruþróanir. Verum óhrædd við að forgangsraða verkefnum eftir mikilvægi. Á sama tíma þarf að tryggja að forgangsröðun skili árangri með því að auka eftirlit með framgangi mála. Fjármagnið á að nýtast þar sem það raunverulega hefur áhrif. Hjá borginni eru ferlar orðnir flóknir og skriffinnska mikil. Það verður að vinda ofan af þessari þróun í þágu skilvirkni og velferðar borgarbúa. Þá þarf að endurskoða tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Það er mikilvægt að Reykjavík geti staðið undir nauðsynlegri þjónustu við borgarbúa og líka tryggt sjálfbæran rekstur. Í góðri samvinnu við ríkið mætti styrkja fjárhag borgarinnar. Ég elska úthverfin okkar Sem Breiðhyltingur sem býr núna í Grafarvogi þá get ég með sanni sagt að ég elska úthverfin okkar. Og ég vil beita mér fyrir því að Samfylkingin verði sterk í öllum hverfum borgarinnar og vinni að því að gera þau líflegri og eftirsóknarverðari. Styrkjum hverfin með því að bæta grænu svæðin með leikvöllum og gróðri og efla þjónustu í nærumhverfi. Sköpum hvata til að hefja fjölbreyttan rekstur inni í hverfunum. Lyftum sérkennum hverfanna og menningu. Einföldum lífið í úthverfunum með því að fjölga leiðum Strætó og gera hann ókeypis fyrir börn undir 18 ára. Samfylking til sigurs í vor Samfylkingin getur unnið glæsilegan sigur í borgarstjórnarkosningum vor. Jafnaðarstefnan stendur fyrir sínu og margt hefur gengið vel. En við þurfum ný augu, skýra forgangsröðun og fólk sem þekkir vandamálin af eigin raun. Ég býð fram krafta mína til að gera góða borg enn betri. Ég hvet alla til að skrá sig í Samfylkinguna og kjósa í prófkjörinu 24. janúar. Ég óska eftir þínum stuðningi í 3. sæti. Kjósum Birtu í borgina! Höfundur er frambjóðandi í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun