„Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2026 16:26 Donald Trump, forseti Bandaríkjana. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um að ríki NATO kæmu Bandaríkjunum til aðstoðar ef Bandaríkjamenn þyrftu nauðsynlega á bandamönnum sínum að halda. Þá segir hann að hvorki Rússar né Kínverjar myndu óttast Atlantshafsbandalagið, ef ekki væri fyrir Bandaríkin. Þetta er meðal þess sem Trump skrifar í færslu á Truth Social, sinn eigin samfélagsmiðil, í dag. Þar fór hann hörðum orðum um NATO, stærði sig af því að hafa stöðvað átta stríð, sem hann hefur ekki gert, og hafa bjargað milljónum mannslífa. Í leiðinni skammaðist hann yfir því að hafa ekki fengið friðarverðlaun Nóbels. Færsla Trumps á Truth Social. Í færslunni, sem gera má ráð fyrir að sé til komin vegna ummæla ráðamanna í Evrópu og annarra að ef Trump reyni að taka Grænland með hervaldi sé úti um NATO, segir Trump að ríki NATO hafi varið allt of litlu til varnarmála áður en hann kom til sögunnar. Ríkin hafi eingöngu varið um tveimur prósentum af landsframleiðslu til varnarmála en verji nú fimm prósentum í málaflokkinn. Trump heldur því einnig fram að ríki NATO hafi ekki greitt reikninga sína, sem hann hefur ítrekað haldið fram áður. Þá segir Trump að ef ekki væri fyrir hann, hefðu Rússar þegar lagt alla Úkraínu undir sig. Hægt er að færa rök fyrir því að Trump hafi í raun staðið í vegi friðar í Úkraínu, með viðleitni hans til að ná fram friði eins hratt og hann getur. Eins og áður segir hefur hann ítrekað gefið til kynna að hann sé líklegur til að þvo hendur sínar alfarið af Úkraínu. Þá hefur hann ekki boðað nýja hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum frá því hann tók við embætti og sú aðstoð sem samþykkt var í forsetatíð Joes Biden er að klárast. Bandaríkjamenn hafa þó áfram aðstoðað Úkraínumenn þegar kemur að njósnum og upplýsingum, eins og upplýsingum um möguleg skotmörk og flutninga rússneskra hermanna. Kvartar yfir friðarverðlaununum Trump kvartaði einnig yfir því að hafa ekki fengið friðarverðlaun Nóbels, eins og hann hefur ítrekað gert. „Munið, einnig, að ég hef einn míns liðs BUNDIÐ ENDA Á ÁTTA STRÍÐ, og Noregur, sem er meðlimur í NATO, ákvað heimskulega að veita mér ekki friðarverðlaun Nóbels. En það skiptir ekki máli. Það sem skiptir máli er að ég hef bjargað milljónum mannslífa.“ Stríðin átta sem Trump segist hafa bundið enda á eru stríðið milli Ísrael og Hamas, Ísrael og Íran, Pakistan og Indlands, Rúanda og Austur-Kongó, Taílands og Kambódíu, Armeníu og Aserbaídsjan, Egyptalands og Eþíópíu og Serbíu og Kósóvó. Í stuttu máli sagt er ekki rétt að hann hafi bundið enda á þessi stríð. Sjá einnig: „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Áttundu átökin sem Trump segist hafa bundið enda á eru átökin milli Ísrael og Hamas. Þó verulega hafi dregið úr átökum á Gasaströndinni og árásum Ísraela þar hafa þær haldið áfram og stór deilumál eru óleyst sem leitt hafa til óvissu um hvort friðurinn muni halda. Serbía og Kósóvó hafa ekki átt í átökum nýlega. Engin átök hafa heldur átt sér stað milli Egyptlands og Eþíópíu, þó ríkin hafi deilt um stíflu sem reist var í Eþíópíu, ofarlega í Nílará. Leiðtogar Rúanda og Austur-Kongó hafa skrifað undir samkomulag um að binda enda á átökin milli Kongó og uppreisnarmanna sem studdir eru af Rúanda. Átökin hafa þó aldrei verið stöðvuð að nokkru leyti en uppreisnarmennirnir tilkynntu til að mynda í morgun að þeir hefðu hernumið nýja borg í Austur-Kongó. Átökin milli Taílands og Kambódíu hófust aftur í fyrra og standa enn yfir. Efast um stuðning frá NATO Trump skrifar einnig, í hástöfum, að Rússar og Kínverjar myndu alls ekki óttast NATO án Bandaríkjanna. Við það bætir hann að hann efist um að bandalagsríki Bandaríkjanna myndu koma Bandaríkjunum til aðstoðar ef Bandaríkjamenn þyrftu nauðsynlega á þeim að halda. „…OG ÉG EFA AÐ NATO YRÐI TIL STAÐAR FYRIR OKKUR EF VIÐ ÞYRFTUM NAUÐSYNLEGA Á ÞEIM AÐ HALDA.“ Hann sagði „alla“ vera heppna að hann hefði endurbyggt bandaríska herinn á sínu fyrsta kjörtímabili og væri enn að bæta hann. „Við munum alltaf vera til staðar fyrir NATO, jafnvel þó þeir verði ekki til staðar fyrir okkur. Ákvæði stofnsáttmála NATO um sameiginlegar varnir hefur einu sinni verið virkjað. Það var eftir árásirnar á Tvíburaturnana og varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í september 2001. Þá gerðu Bandaríkjamenn innrás í Afganistan, þar sem leiðtogar al-Qaeda, sem gerðu árásirnar, héldu til. Ríki NATO tóku þátt í þeirri innrás og sömuleiðis í innrásinni í Írak árið 2003. Þá kom NATO að þessum tveimur óvinsælu stríðum í gegnum árin og misstu fjölmarga hermenn. Bandaríkin Donald Trump NATO Tengdar fréttir Vill senda danska hermenn til Grænlands Fyrrverandi ráðherra í dönsku ríkisstjórninni vill senda hermenn til Grænlands til að senda Bandaríkjastjórn skilaboð. Ekkert lát er á ásælni bandarískra ráðamanna í danska yfirráðasvæðið í opinberum yfirlýsingum þeirra. 7. janúar 2026 14:50 Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á samfélagsmiðlinum Truth Social í gær að stjórnvöld í Venesúela myndu afhenda Bandaríkjunum hráolíu að andvirði tveggja milljarða dala. 7. janúar 2026 06:39 Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Donald Trump Bandaríkjaforseti og ráðgjafar hans hafa rætt hverjir möguleikar þeirra séu varðandi innlimun Grænlands. Einn af möguleikunum sé að nota bandaríska herinn. 6. janúar 2026 22:17 „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, veltir vöngum yfir því af hverju kjósendur í Bandaríkjunum væru ekki ánægðari með störf Repúblikana. Í ávarpi til þingmanna flokksins í dag nefndi hann einnig að hætta við þingkosningar í haust en sagðist ekki vilja segja það, því þá yrði hann kallaður einræðisherra. 6. janúar 2026 17:01 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem Trump skrifar í færslu á Truth Social, sinn eigin samfélagsmiðil, í dag. Þar fór hann hörðum orðum um NATO, stærði sig af því að hafa stöðvað átta stríð, sem hann hefur ekki gert, og hafa bjargað milljónum mannslífa. Í leiðinni skammaðist hann yfir því að hafa ekki fengið friðarverðlaun Nóbels. Færsla Trumps á Truth Social. Í færslunni, sem gera má ráð fyrir að sé til komin vegna ummæla ráðamanna í Evrópu og annarra að ef Trump reyni að taka Grænland með hervaldi sé úti um NATO, segir Trump að ríki NATO hafi varið allt of litlu til varnarmála áður en hann kom til sögunnar. Ríkin hafi eingöngu varið um tveimur prósentum af landsframleiðslu til varnarmála en verji nú fimm prósentum í málaflokkinn. Trump heldur því einnig fram að ríki NATO hafi ekki greitt reikninga sína, sem hann hefur ítrekað haldið fram áður. Þá segir Trump að ef ekki væri fyrir hann, hefðu Rússar þegar lagt alla Úkraínu undir sig. Hægt er að færa rök fyrir því að Trump hafi í raun staðið í vegi friðar í Úkraínu, með viðleitni hans til að ná fram friði eins hratt og hann getur. Eins og áður segir hefur hann ítrekað gefið til kynna að hann sé líklegur til að þvo hendur sínar alfarið af Úkraínu. Þá hefur hann ekki boðað nýja hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum frá því hann tók við embætti og sú aðstoð sem samþykkt var í forsetatíð Joes Biden er að klárast. Bandaríkjamenn hafa þó áfram aðstoðað Úkraínumenn þegar kemur að njósnum og upplýsingum, eins og upplýsingum um möguleg skotmörk og flutninga rússneskra hermanna. Kvartar yfir friðarverðlaununum Trump kvartaði einnig yfir því að hafa ekki fengið friðarverðlaun Nóbels, eins og hann hefur ítrekað gert. „Munið, einnig, að ég hef einn míns liðs BUNDIÐ ENDA Á ÁTTA STRÍÐ, og Noregur, sem er meðlimur í NATO, ákvað heimskulega að veita mér ekki friðarverðlaun Nóbels. En það skiptir ekki máli. Það sem skiptir máli er að ég hef bjargað milljónum mannslífa.“ Stríðin átta sem Trump segist hafa bundið enda á eru stríðið milli Ísrael og Hamas, Ísrael og Íran, Pakistan og Indlands, Rúanda og Austur-Kongó, Taílands og Kambódíu, Armeníu og Aserbaídsjan, Egyptalands og Eþíópíu og Serbíu og Kósóvó. Í stuttu máli sagt er ekki rétt að hann hafi bundið enda á þessi stríð. Sjá einnig: „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Áttundu átökin sem Trump segist hafa bundið enda á eru átökin milli Ísrael og Hamas. Þó verulega hafi dregið úr átökum á Gasaströndinni og árásum Ísraela þar hafa þær haldið áfram og stór deilumál eru óleyst sem leitt hafa til óvissu um hvort friðurinn muni halda. Serbía og Kósóvó hafa ekki átt í átökum nýlega. Engin átök hafa heldur átt sér stað milli Egyptlands og Eþíópíu, þó ríkin hafi deilt um stíflu sem reist var í Eþíópíu, ofarlega í Nílará. Leiðtogar Rúanda og Austur-Kongó hafa skrifað undir samkomulag um að binda enda á átökin milli Kongó og uppreisnarmanna sem studdir eru af Rúanda. Átökin hafa þó aldrei verið stöðvuð að nokkru leyti en uppreisnarmennirnir tilkynntu til að mynda í morgun að þeir hefðu hernumið nýja borg í Austur-Kongó. Átökin milli Taílands og Kambódíu hófust aftur í fyrra og standa enn yfir. Efast um stuðning frá NATO Trump skrifar einnig, í hástöfum, að Rússar og Kínverjar myndu alls ekki óttast NATO án Bandaríkjanna. Við það bætir hann að hann efist um að bandalagsríki Bandaríkjanna myndu koma Bandaríkjunum til aðstoðar ef Bandaríkjamenn þyrftu nauðsynlega á þeim að halda. „…OG ÉG EFA AÐ NATO YRÐI TIL STAÐAR FYRIR OKKUR EF VIÐ ÞYRFTUM NAUÐSYNLEGA Á ÞEIM AÐ HALDA.“ Hann sagði „alla“ vera heppna að hann hefði endurbyggt bandaríska herinn á sínu fyrsta kjörtímabili og væri enn að bæta hann. „Við munum alltaf vera til staðar fyrir NATO, jafnvel þó þeir verði ekki til staðar fyrir okkur. Ákvæði stofnsáttmála NATO um sameiginlegar varnir hefur einu sinni verið virkjað. Það var eftir árásirnar á Tvíburaturnana og varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í september 2001. Þá gerðu Bandaríkjamenn innrás í Afganistan, þar sem leiðtogar al-Qaeda, sem gerðu árásirnar, héldu til. Ríki NATO tóku þátt í þeirri innrás og sömuleiðis í innrásinni í Írak árið 2003. Þá kom NATO að þessum tveimur óvinsælu stríðum í gegnum árin og misstu fjölmarga hermenn.
Bandaríkin Donald Trump NATO Tengdar fréttir Vill senda danska hermenn til Grænlands Fyrrverandi ráðherra í dönsku ríkisstjórninni vill senda hermenn til Grænlands til að senda Bandaríkjastjórn skilaboð. Ekkert lát er á ásælni bandarískra ráðamanna í danska yfirráðasvæðið í opinberum yfirlýsingum þeirra. 7. janúar 2026 14:50 Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á samfélagsmiðlinum Truth Social í gær að stjórnvöld í Venesúela myndu afhenda Bandaríkjunum hráolíu að andvirði tveggja milljarða dala. 7. janúar 2026 06:39 Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Donald Trump Bandaríkjaforseti og ráðgjafar hans hafa rætt hverjir möguleikar þeirra séu varðandi innlimun Grænlands. Einn af möguleikunum sé að nota bandaríska herinn. 6. janúar 2026 22:17 „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, veltir vöngum yfir því af hverju kjósendur í Bandaríkjunum væru ekki ánægðari með störf Repúblikana. Í ávarpi til þingmanna flokksins í dag nefndi hann einnig að hætta við þingkosningar í haust en sagðist ekki vilja segja það, því þá yrði hann kallaður einræðisherra. 6. janúar 2026 17:01 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Vill senda danska hermenn til Grænlands Fyrrverandi ráðherra í dönsku ríkisstjórninni vill senda hermenn til Grænlands til að senda Bandaríkjastjórn skilaboð. Ekkert lát er á ásælni bandarískra ráðamanna í danska yfirráðasvæðið í opinberum yfirlýsingum þeirra. 7. janúar 2026 14:50
Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á samfélagsmiðlinum Truth Social í gær að stjórnvöld í Venesúela myndu afhenda Bandaríkjunum hráolíu að andvirði tveggja milljarða dala. 7. janúar 2026 06:39
Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Donald Trump Bandaríkjaforseti og ráðgjafar hans hafa rætt hverjir möguleikar þeirra séu varðandi innlimun Grænlands. Einn af möguleikunum sé að nota bandaríska herinn. 6. janúar 2026 22:17
„Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, veltir vöngum yfir því af hverju kjósendur í Bandaríkjunum væru ekki ánægðari með störf Repúblikana. Í ávarpi til þingmanna flokksins í dag nefndi hann einnig að hætta við þingkosningar í haust en sagðist ekki vilja segja það, því þá yrði hann kallaður einræðisherra. 6. janúar 2026 17:01