Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Kjartan Kjartansson skrifar 7. janúar 2026 09:55 Tæplega þrjátíu nautgripir voru dauðir í húsi þegar starfsmenn Matvælastofnunar studdir lögreglu fóru í eftirlitsferð á bæ bóndans. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/Vilhelm Nautgripabóndi sem fór svo illa með dýr að tugir þeirra drápust eða voru aflífuð hlaut sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm og er bannað að hafa dýr í umsjá sinni í fimm ár. Bóndinn hirti meðal annars hvorki um að gefa dýrunum vott eða þurrt. Matvælastofnun kærði bóndann til lögreglu í apríl árið 2024 og gaf lögreglustjóri út ákæru á hendur honum fyrir stórfelld brot gegn lögum um velferð dýra í júlí í fyrra. Í tilkynningu stofnunarinnar í fyrra kom fram að lögreglan á Norðurlandi vestra hefði málið til rannsóknar. Bóndanum var gefið að sök að hafa misboðið og vanrækt á stórfelldan hátt umönnunarskyldur sínar með því að tryggja nautgripum sínum ekki aðgang að fóðri eða vatni, tryggja að þeir fengju læknismeðferð eða væru aflífaðir. Þá hafi hann yfirgefið þá í bjargarlausu ástandi. Framferði bóndans er sagt hafa orðið til þess að 29 nautgripir drápust. Þeir fundust dauðir í gripahúsi á bæ bóndans í eftirlitsferð Matvælastofnunar sem lögregla tók þátt í. Í kjölfarið aflífaði Matvælastofnun 21 dýr til viðbótar sem var hýst í gripahúsinu og var í slæmu ástandi. Alls lét stofnunin aflífa eða slátra 49 nautgripi bóndans. Ekki kemur fram í tilkynningu Matvælastofnunar hvaða dómstóll felldi dóminn yfir bóndanum. Engir dómar hafa verið birtir á vef Héraðsdóms Norðurlands vestra, umdæminu þar sem lögreglurannsóknin fór fram, sem passa við lýsingarnar á máli bóndans. Héraðsdómur Norðurlands vestra er þekktur fyrir handahófskennda birtingu dóma. Nýjustu dómarnir á vef dómstólsins eru frá 16. desember. Aðeins átta dómar birtustu á vefnum allt síðasta ár og enginn á sex mánaða tímabili frá lokum mars til loka septembers. Dýraheilbrigði Dómsmál Stjórnsýsla Dýr Nautakjöt Landbúnaður Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Sjá meira
Matvælastofnun kærði bóndann til lögreglu í apríl árið 2024 og gaf lögreglustjóri út ákæru á hendur honum fyrir stórfelld brot gegn lögum um velferð dýra í júlí í fyrra. Í tilkynningu stofnunarinnar í fyrra kom fram að lögreglan á Norðurlandi vestra hefði málið til rannsóknar. Bóndanum var gefið að sök að hafa misboðið og vanrækt á stórfelldan hátt umönnunarskyldur sínar með því að tryggja nautgripum sínum ekki aðgang að fóðri eða vatni, tryggja að þeir fengju læknismeðferð eða væru aflífaðir. Þá hafi hann yfirgefið þá í bjargarlausu ástandi. Framferði bóndans er sagt hafa orðið til þess að 29 nautgripir drápust. Þeir fundust dauðir í gripahúsi á bæ bóndans í eftirlitsferð Matvælastofnunar sem lögregla tók þátt í. Í kjölfarið aflífaði Matvælastofnun 21 dýr til viðbótar sem var hýst í gripahúsinu og var í slæmu ástandi. Alls lét stofnunin aflífa eða slátra 49 nautgripi bóndans. Ekki kemur fram í tilkynningu Matvælastofnunar hvaða dómstóll felldi dóminn yfir bóndanum. Engir dómar hafa verið birtir á vef Héraðsdóms Norðurlands vestra, umdæminu þar sem lögreglurannsóknin fór fram, sem passa við lýsingarnar á máli bóndans. Héraðsdómur Norðurlands vestra er þekktur fyrir handahófskennda birtingu dóma. Nýjustu dómarnir á vef dómstólsins eru frá 16. desember. Aðeins átta dómar birtustu á vefnum allt síðasta ár og enginn á sex mánaða tímabili frá lokum mars til loka septembers.
Dýraheilbrigði Dómsmál Stjórnsýsla Dýr Nautakjöt Landbúnaður Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Sjá meira