Sport

„Við tókum ekki mikið frí“

Stefán Marteinn Ólafsson skrifar
Danielle Rodriguez (t.h) og Helena Rafnsdóttir (t.v)
Danielle Rodriguez (t.h) og Helena Rafnsdóttir (t.v) Anton Brink/Vísir

Njarðvík vann gríðarlega öflugan og öruggan 31 stigs sigur á liði KR 106-75 þegar þessi lið mættust í toppslag Bónus deild kvenna í IceMar höllinni í kvöld. 

„Við þurftum á þessu að halda“ sagði Helena Rafnsdóttir eftir sigurinn gegn KR í kvöld. 

„Við erum búnar að koma alltof flatar í marga leiki og í dag sýndum við bara hvernig við getum verið“

Fyrir þessa umferð deildu liðin toppsæti deildarinnar með 18 stig en Njarðvík sitja nú einar á toppnum eftir stórsigur kvöldsins.

„Þetta sýnir hversu jöfn þessi deild er og það skiptir bara máli að koma tilbúnar í leiki þar sem hver sem er getur unnið“

Njarðvík fór inn í jólafríið með tapleik á bakinu svo það hefur verið margt að fara yfir í fríinu.

„Við tókum ekki mikið frí, það er bara svoleiðs. Við ætluðum að vinna þennan leik“

Njarðvík var með yfirhöndina allan leikinn og spilaði virkilega vel.

„Mér fannst við fylgja planinu okkar. Við vorum góðar varnarlega og við spiluðum vel saman. Við fundum opnu skotin og það bara skipti máli“

Aðspurð hvar sigur í uppgjöri toppliðna gæfi liðinu var svarið einfalt.

„Mjög mikið. Þetta var mjög mikilvægur sigur“ sagði Helena Rafnsdóttir að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×