Stjórn Maduro situr sem fastast Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. janúar 2026 19:15 Delcy Rodríguez starfandi forseti Venesúela er til vinstri og Vladimir Padrino varaforseti til hægri, íklæddur herbúningi. AP Venesúelski herinn hefur viðurkennt valdatöku Delcy Rodríguez sem starfandi forseta landsins. Hún var varaforseti, fjármálaráðherra og olíumálaráðherra í valdatíð Maduro. Því er ekki ljóst hvaða breytingar, ef einhverjar, árás Bandaríkjanna kemur til með að hafa á stjórnarfar í Venesúela. Bandamenn Maduro hafa enn töglin og hagldirnar í stjórn landsins. Fyrr í kvöld greindi Vladimir Padrino varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Maduro frá því að venesúelski herinn styddi Delcy Rodríguez varaforseta og viðurkenndi hana sem starfandi leiðtoga landsins. Þetta gerði Vladimir í sérstöku ávarpi þess efnis í ríkissjónvarpi Venesúela. Margt á huldu um samskipti leiðtoganna Hann sagði herinn hafna algjörlega „mannráni“ Bandaríkjanna á leiðtoga landsins og sagði það vott um heigulshátt. Einnig sagði hann stóran hluta varðliði Maduro hafa verið drepið „í köldu blóði“ af Bandaríkjaher og að það hafi samanstaðið bæði af hermönnum og óbreyttum borgurum. New York Times greindi frá því fyrr í dag að íbúðablokk hefði orðið fyrir flugskeyti og að á fimmta tug hefðu særst eða látist, en ekki er vitað hvort það hafi verið skotmark loftárásarinnar eða þá hvort það hafi haft eitthvað hernaðarlegt mikilvægi. Sjá einnig: Segjast bæði hafa tekið við völdum Þrátt fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar Trump um að hann fari nú með völdin í Venesúela er ekki ljóst hvernig samskiptum Delcy Rodríguez starfandi forseta við Bandaríkjastjórn hefur verið háttað, eða þá hvort þau hafi einhver verið yfirhöfuð. Í ljósi þessa er sömuleiðis óljóst hvaða breytingar árásir Bandaríkjanna muni hafa á stjórnarfar Venesúela, ef einhverjar. Nánustu bandamenn Maduro teknir við Delcy Rodríguez var fyrir árásina nánasti samstarfsmaður Nicolás Maduro forseta, fjármálaráðherra og olíumálaráðherra. Lykilbandamenn Maduro í varnarmálaráðuneytinu, innanríkisráðuneytinu og fleirum eru sitja sömuleiðis enn sem fastast. Bandaríkjaher hefur enga viðveru í landinu heldur. Sé miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja er áhrifamáttur Trump og ráðherra hans í stjórnarmálum Venesúela helst sálfræðilegur. Enda hafa allir háttsettir inann venesúelska hersins og stjórnkerfisins séð myndir af fyrrum leiðtoga sínum um borð bundnum í bandarískri herþotu. Maduro var valdamesta tannhjólið í harðstjórn Venesúela en þeir eru nógir sem fýsir að taka við keflinu og hvort ótti þeirra við að mæta sömu örlögum og forveri þeirra dugi á eftir að koma í ljós. Venesúela Bandaríkin Donald Trump Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Fyrr í kvöld greindi Vladimir Padrino varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Maduro frá því að venesúelski herinn styddi Delcy Rodríguez varaforseta og viðurkenndi hana sem starfandi leiðtoga landsins. Þetta gerði Vladimir í sérstöku ávarpi þess efnis í ríkissjónvarpi Venesúela. Margt á huldu um samskipti leiðtoganna Hann sagði herinn hafna algjörlega „mannráni“ Bandaríkjanna á leiðtoga landsins og sagði það vott um heigulshátt. Einnig sagði hann stóran hluta varðliði Maduro hafa verið drepið „í köldu blóði“ af Bandaríkjaher og að það hafi samanstaðið bæði af hermönnum og óbreyttum borgurum. New York Times greindi frá því fyrr í dag að íbúðablokk hefði orðið fyrir flugskeyti og að á fimmta tug hefðu særst eða látist, en ekki er vitað hvort það hafi verið skotmark loftárásarinnar eða þá hvort það hafi haft eitthvað hernaðarlegt mikilvægi. Sjá einnig: Segjast bæði hafa tekið við völdum Þrátt fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar Trump um að hann fari nú með völdin í Venesúela er ekki ljóst hvernig samskiptum Delcy Rodríguez starfandi forseta við Bandaríkjastjórn hefur verið háttað, eða þá hvort þau hafi einhver verið yfirhöfuð. Í ljósi þessa er sömuleiðis óljóst hvaða breytingar árásir Bandaríkjanna muni hafa á stjórnarfar Venesúela, ef einhverjar. Nánustu bandamenn Maduro teknir við Delcy Rodríguez var fyrir árásina nánasti samstarfsmaður Nicolás Maduro forseta, fjármálaráðherra og olíumálaráðherra. Lykilbandamenn Maduro í varnarmálaráðuneytinu, innanríkisráðuneytinu og fleirum eru sitja sömuleiðis enn sem fastast. Bandaríkjaher hefur enga viðveru í landinu heldur. Sé miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja er áhrifamáttur Trump og ráðherra hans í stjórnarmálum Venesúela helst sálfræðilegur. Enda hafa allir háttsettir inann venesúelska hersins og stjórnkerfisins séð myndir af fyrrum leiðtoga sínum um borð bundnum í bandarískri herþotu. Maduro var valdamesta tannhjólið í harðstjórn Venesúela en þeir eru nógir sem fýsir að taka við keflinu og hvort ótti þeirra við að mæta sömu örlögum og forveri þeirra dugi á eftir að koma í ljós.
Venesúela Bandaríkin Donald Trump Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira