Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar 4. janúar 2026 08:02 Covid-19 veirufaraldurinn, sem hófst árið 2019, hafði ýmsar breytingar í för með sér. Vissar aðgerðir íslenskra stjórnvalda voru harðlega gagnrýndar, einkum fyrir að fela pólitískar ákvarðanir á bak við ráðleggingar sérfræðinga. Mörkin milli faglegs mats og pólitískra ákvarðana urðu við það óljós. Spurningar vöknuðu því um lýðræðislega ábyrgð og valdaskiptingu á tímum neyðarástands. Samt sem áður hafa kannanir sýnt að traust landsmanna til íslenskra heilbrigðisyfirvalda hafi ekki minnkað. Sú þróun hefur þó orðið að vaxandi tortryggni hefur gert vart við sig gagnvart bólusetningum, einkum bólusetningum barna. Þetta er afar hættuleg þróun. Á Íslandi er tíðni ungbarnadauða mjög lág, eða um 1,6 dauðsföll á hverjar 1.000 lifandi fæðingar samkvæmt tölum frá árinu 2024. Þetta er bæði með því lægsta í heiminum og lægra en meðaltal margra þróaðra landa, þar á meðal Norðurlandanna. Hverju er það að þakka? Íslenska heilbrigðiskerfið Þrátt fyrir úrtölur og kvartanir er íslenska heilbrigðiskerfið meðal þess besta sem gerist í heiminum. Íslenskir heilbrigðisstarfsmenn eru almennt vel menntaðir og flestir íslenskir sérfræðilæknar og margir hjúkrunarfræðingar fá sína framhaldmenntun erlendis, jafnvel við bestu mennta- og heilbrigðisstofnanir í heimi. Hlutverk heilbrigðiskerfisins er ekki einungis að lækna, heldur einnig að líkna sjúkum og fyrirbyggja veikindi og slys. Bólusetningar gegna þar afar mikilvægu hlutverki, sérstaklega bólusetningar barna. Í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum hafa því miður heyrst raddir sem mæla gegn bólusetningum barna, jafnvel gegn hugsanlega banvænum sjúkdómum, svo sem kíghósta, barnaveiki, stífkrampa, Haemophilus influenzae af gerð b (Hib), mænusótt og pneumókokkum. RS-veirusjúkdómurinn (RSV) Á sama hátt hafa ýmsir leikmenn, og jafnvel einstaka læknar, efast um gildi forvarna gegn RSV, jafnvel á þeim forsendum að ekki sé um banvænan sjúkdóm að ræða og að mótefnagjöf gegn RSV geti haft ýmsar aukaverkanir í för með sér. Sannleikurinn er hins vegar sá að ung börn og fyrirburar, sem smitast af RSV, geta verið í bráðri lífshættu og veldur sjúkdómurinn árlega dauða hundruða þúsunda ungra barna um allan heim. RSV er ein algengasta ástæðan fyrir innlögnum á sjúkrahús víða um heim, og Ísland er þar engin undantekning og hér á landi veldur sjúkdómurinn ómældum þjáningum hjá bæði börnum og eldra fólki einkum hjá þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og skert ónæmiskerfi, af hvaða orsökum sem er. Þá er ótalið það vinnutap og sá gífurlegi kostnaður sem sjúkdómnum fylgir. Lág dánartíðni barna hér á landi er fyrst og fremst að þakka góðum aðstæðum, markvissum forvarnaraðgerðum, svo sem bólusetningum og hæfu, vel menntuðu heilbrigðisstarfsfólki en ekki því að ofangreindir sjúkdómar geti ekki verið banvænir. Forvarnir gegn RS-veirusjúkdómnum Frá haustinu 2025 hefur hér á landi verið boðið upp á einstofna mótefni (monóklónal mótefni) gegn RSV sem má gefa hraustum börnum frá fæðingu og til sex mánaða aldurs sem og börnum á fyrsta og öðru æviári, ef alvarleg undirliggjandi heilsufarsvandamál auka hættu á alvarlegri RSV-sýkingu. Lyfið Beyfortus® (nirsevimab) verður notað hér á landi á RSV-tímabilunum 2025–2026 og 2026–2027 til að draga úr innlögnum, veikindum og fylgikvillum RSV-sýkinga hjá ungum börnum. Þar að auki stendur til boða bólusetning mæðra á meðgöngu með lyfinu Abrysvo®, sem leiðir til myndunar mótefna hjá móður sem berast til barnsins yfir fylgjuna. Rannsóknir hafa sýnt að tíðni aukaverkana, t.d. ofnæmisviðbragða við lyfinu, er mjög lág einkum þar sem það er yfirleitt aðeins gefið einu sinni. Algengasta aukaverkunin er væg hitahækkun, eða að lyfið hafi ekki haft tilætluð áhrif. Fullyrða má því að bólusetning gegn RSV sé örugg og geti dregið úr líkum á alvarlegum og langvinnum veikindum hjá ungum börnum. Lokaorð Allir foreldrar sem láta sig varða heilsu og velferð barna sinna eru eindregið hvattir til að fylgja ráðleggingum Landlæknis og Sóttvarnalæknis um forvarnir gegn RSV og öðrum hættulegum veirusjúkdómum, sem nefndir hafa verið hér að framan. Ráðlagðar bólusetningar barna eru lífsnauðsynlegar og geta komið í veg fyrir alvarleg og langvinn veikindi. Fátt er erfiðara fyrir foreldra og heilbrigðisstarfsfólk en að horfa upp á alvarleg veikindi barna, ekki síst veikindi sem valda öndunarerfiðleikum og sem hægt er að fyrirbyggja með einföldum forvörnum, svo sem bólusetningum. Höfundur er læknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlíus Valsson Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Covid-19 veirufaraldurinn, sem hófst árið 2019, hafði ýmsar breytingar í för með sér. Vissar aðgerðir íslenskra stjórnvalda voru harðlega gagnrýndar, einkum fyrir að fela pólitískar ákvarðanir á bak við ráðleggingar sérfræðinga. Mörkin milli faglegs mats og pólitískra ákvarðana urðu við það óljós. Spurningar vöknuðu því um lýðræðislega ábyrgð og valdaskiptingu á tímum neyðarástands. Samt sem áður hafa kannanir sýnt að traust landsmanna til íslenskra heilbrigðisyfirvalda hafi ekki minnkað. Sú þróun hefur þó orðið að vaxandi tortryggni hefur gert vart við sig gagnvart bólusetningum, einkum bólusetningum barna. Þetta er afar hættuleg þróun. Á Íslandi er tíðni ungbarnadauða mjög lág, eða um 1,6 dauðsföll á hverjar 1.000 lifandi fæðingar samkvæmt tölum frá árinu 2024. Þetta er bæði með því lægsta í heiminum og lægra en meðaltal margra þróaðra landa, þar á meðal Norðurlandanna. Hverju er það að þakka? Íslenska heilbrigðiskerfið Þrátt fyrir úrtölur og kvartanir er íslenska heilbrigðiskerfið meðal þess besta sem gerist í heiminum. Íslenskir heilbrigðisstarfsmenn eru almennt vel menntaðir og flestir íslenskir sérfræðilæknar og margir hjúkrunarfræðingar fá sína framhaldmenntun erlendis, jafnvel við bestu mennta- og heilbrigðisstofnanir í heimi. Hlutverk heilbrigðiskerfisins er ekki einungis að lækna, heldur einnig að líkna sjúkum og fyrirbyggja veikindi og slys. Bólusetningar gegna þar afar mikilvægu hlutverki, sérstaklega bólusetningar barna. Í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum hafa því miður heyrst raddir sem mæla gegn bólusetningum barna, jafnvel gegn hugsanlega banvænum sjúkdómum, svo sem kíghósta, barnaveiki, stífkrampa, Haemophilus influenzae af gerð b (Hib), mænusótt og pneumókokkum. RS-veirusjúkdómurinn (RSV) Á sama hátt hafa ýmsir leikmenn, og jafnvel einstaka læknar, efast um gildi forvarna gegn RSV, jafnvel á þeim forsendum að ekki sé um banvænan sjúkdóm að ræða og að mótefnagjöf gegn RSV geti haft ýmsar aukaverkanir í för með sér. Sannleikurinn er hins vegar sá að ung börn og fyrirburar, sem smitast af RSV, geta verið í bráðri lífshættu og veldur sjúkdómurinn árlega dauða hundruða þúsunda ungra barna um allan heim. RSV er ein algengasta ástæðan fyrir innlögnum á sjúkrahús víða um heim, og Ísland er þar engin undantekning og hér á landi veldur sjúkdómurinn ómældum þjáningum hjá bæði börnum og eldra fólki einkum hjá þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og skert ónæmiskerfi, af hvaða orsökum sem er. Þá er ótalið það vinnutap og sá gífurlegi kostnaður sem sjúkdómnum fylgir. Lág dánartíðni barna hér á landi er fyrst og fremst að þakka góðum aðstæðum, markvissum forvarnaraðgerðum, svo sem bólusetningum og hæfu, vel menntuðu heilbrigðisstarfsfólki en ekki því að ofangreindir sjúkdómar geti ekki verið banvænir. Forvarnir gegn RS-veirusjúkdómnum Frá haustinu 2025 hefur hér á landi verið boðið upp á einstofna mótefni (monóklónal mótefni) gegn RSV sem má gefa hraustum börnum frá fæðingu og til sex mánaða aldurs sem og börnum á fyrsta og öðru æviári, ef alvarleg undirliggjandi heilsufarsvandamál auka hættu á alvarlegri RSV-sýkingu. Lyfið Beyfortus® (nirsevimab) verður notað hér á landi á RSV-tímabilunum 2025–2026 og 2026–2027 til að draga úr innlögnum, veikindum og fylgikvillum RSV-sýkinga hjá ungum börnum. Þar að auki stendur til boða bólusetning mæðra á meðgöngu með lyfinu Abrysvo®, sem leiðir til myndunar mótefna hjá móður sem berast til barnsins yfir fylgjuna. Rannsóknir hafa sýnt að tíðni aukaverkana, t.d. ofnæmisviðbragða við lyfinu, er mjög lág einkum þar sem það er yfirleitt aðeins gefið einu sinni. Algengasta aukaverkunin er væg hitahækkun, eða að lyfið hafi ekki haft tilætluð áhrif. Fullyrða má því að bólusetning gegn RSV sé örugg og geti dregið úr líkum á alvarlegum og langvinnum veikindum hjá ungum börnum. Lokaorð Allir foreldrar sem láta sig varða heilsu og velferð barna sinna eru eindregið hvattir til að fylgja ráðleggingum Landlæknis og Sóttvarnalæknis um forvarnir gegn RSV og öðrum hættulegum veirusjúkdómum, sem nefndir hafa verið hér að framan. Ráðlagðar bólusetningar barna eru lífsnauðsynlegar og geta komið í veg fyrir alvarleg og langvinn veikindi. Fátt er erfiðara fyrir foreldra og heilbrigðisstarfsfólk en að horfa upp á alvarleg veikindi barna, ekki síst veikindi sem valda öndunarerfiðleikum og sem hægt er að fyrirbyggja með einföldum forvörnum, svo sem bólusetningum. Höfundur er læknir
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun