Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar 2. janúar 2026 10:31 Það er gríðarlegur fjöldi ungmenna týnd í sófanum heima hjá sér. Finnur ekki tilgang og flýr tilveruna, einangrar sig og líðanin er vond. Þegar ég lít til baka á líf mitt, get ég ekki verið nægilega þakklátur fyrir þau tækifæri sem lífið, samfélagið og fjölskylda mín hefur veitt mér. Ég var svo heppinn að hafa áhuga á íþróttum og æfði og spilaði fótbolta og handbolta eins og svo margir. Ég hlakkaði til að mæta á æfingar og hitta vini mína, ég hlakkaði til að keppa við önnur lið, ég kynntist stoltinu að fara í búninginn og spila með félögum mínum fyrir félagið okkar. Ég lærði að sigra og ég lærði að taka ósigrum, ég lærði að rífast, ég lærði að standa saman með liðsfélögum mínum, ég lærði að fórna mér fyrir félagann og ég lærði listina að standa saman í blíðu og stríðu. Ég eignaðist vini fyrir lífstíð, ég fékk að upplifa það að vera partur af heild, að vera partur af einhverju stærra en ég. Þarna myndaðist vinátta sem mun vara lífið á enda. Fræ samfélagsauðs míns var lagður og nú á sextugsaldri get ég sagt með vissu að það er fátt dýrmætara en tengsl mín við alla þá sem ég kynntist í gegnum skipulagt íþróttastarf. En það eru ekki allir eins og ég. Það hafa ekki allir áhuga á að puða og púla, eltandi bolta alla daga. Ég vann lengi með ungu fólki í starfsendurhæfingu. Ungu fólki sem samfélagið gleymdi eftir skólaskylduna, krakkar um tvítugt sem höfðu týnst í sófanum heima hjá sér. Skjól getur breyst í fangelsi ef maður fer ekki út á meðal fólks í raunheimum og æfir félagsfærni sína, samskiptafærni og samvinnu. Þegar maður er tvítugur og hefur sett líf sitt á pásu í fimm ár, þá hefur fjórðungur ævinnar skundað hjá. Það er stór hluti ævinnar. Þessi hópur stækkar, því miður. Með hverju ári sem líður í sófanum verður erfiðara að finna tilgang sinn og ástríðu. Með hverju árinu aukast líkurnar á því að þessi einangrun muni hafa varanleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu viðkomandi. Hvert er hlutverk íþróttafélaga? Er það að búa til afreksíþróttafólk í fótbolta og handbolta? Er það að vera vettvangur heilbrigðs æskulýðsstarfs? Er það að koma íþróttafélaginu í fremstu röð alþjóðlega, sækja þar mikla peninga og vera stolt félagsmanna? Hver og einn hefur sína skoðun á því en íþróttafélög hafa alltaf verið mikilvægur hluti hvers samfélags, hlúð að ungu fólki og verið vettvangur þar sem ungt fólk lærir samvinnu og samkeppni, vinátta mótast og þroskast og þar sem ungt fólk fær tækifæri til að vera partur af einhverju stærra en það sjálft. Íþróttafélög landsins byggjast upp á sjálfboðastarfi félagsmanna. Félagsmenn sem einu sinni voru börn og ungmenni sem fengu tækifæri til að dafna og þroskast innan síns félags og vilja gefa til baka og finnst fátt betra en að sjá félagið sitt vaxa og dafna. Íþróttafélagið er líka vettvangur til að hitta gamla félaga og njóta þess að bralla og bardúsa með sínum gömlu vinum. Þetta er í raun hornsteinn í lífi margra. Hugsið ykkur hvað það væri magnað ef íþróttafélögin gætu verið þessi hornsteinn í lífi ungmenna sem finna sig í rafíþróttum. Vissulega hefur verið reynt að koma þessu inn hjá íþróttafélögum með misjöfnum árangri. Kannski hefði mátt markaðssetja þetta betur. Ég er þess fullviss að með góðri samvinnu sveitarfélaga og íþróttafélaga megi stíga inn í þennan vanda. Það að gefa fleirum tækifæri til að iðka sína íþrótt innan íþróttahreyfingarinnar mun gefa týndu börnunum möguleika á því að sá fræjum samfélagsauðs á sama hátt og aðrir. Að fá að iðka sitt áhugamál undir styrkri stjórn þjálfara þar sem líkamlegt og andlegt heilbrigði er í hávegum haft, þar sem liðsandinn ríkir og tækifærið til að vera hluti af einhverju stærra en maður sjálfur er í boði, að upplifa tilgang, að finna sjálfan sig, að fíla sjálfan sig í stað þess að týna sjálfum sér og tilgangi sínum, gleði og tilhlökkun. Ég er þess fullviss að íþróttafélög landsins muni spila stórt hlutverk í því að brjóta vítahring tilgangsleysis og aðgerðaleysis týndu barnanna okkar. Tilgangur íþróttafélaga hefur aldrei verið meiri í lífi allra ungmenna. Nú þarf pólitíkin í Hafnarfirði að taka boltann og vinna stefnu til að ná betur utan um þennan hóp. Byrjunin er kannski að kanna með markvissari hætti hvar áhuginn liggur og mæta þeim þar. Aðgerðaleysi gagnvart þessum hópi er amk ekki í boði. Ég mun á næstunni leggja fram tillögu að starfshópi til að finna leiðir til að koma betur til móts við þennan sí stækkandi hóp. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Það er gríðarlegur fjöldi ungmenna týnd í sófanum heima hjá sér. Finnur ekki tilgang og flýr tilveruna, einangrar sig og líðanin er vond. Þegar ég lít til baka á líf mitt, get ég ekki verið nægilega þakklátur fyrir þau tækifæri sem lífið, samfélagið og fjölskylda mín hefur veitt mér. Ég var svo heppinn að hafa áhuga á íþróttum og æfði og spilaði fótbolta og handbolta eins og svo margir. Ég hlakkaði til að mæta á æfingar og hitta vini mína, ég hlakkaði til að keppa við önnur lið, ég kynntist stoltinu að fara í búninginn og spila með félögum mínum fyrir félagið okkar. Ég lærði að sigra og ég lærði að taka ósigrum, ég lærði að rífast, ég lærði að standa saman með liðsfélögum mínum, ég lærði að fórna mér fyrir félagann og ég lærði listina að standa saman í blíðu og stríðu. Ég eignaðist vini fyrir lífstíð, ég fékk að upplifa það að vera partur af heild, að vera partur af einhverju stærra en ég. Þarna myndaðist vinátta sem mun vara lífið á enda. Fræ samfélagsauðs míns var lagður og nú á sextugsaldri get ég sagt með vissu að það er fátt dýrmætara en tengsl mín við alla þá sem ég kynntist í gegnum skipulagt íþróttastarf. En það eru ekki allir eins og ég. Það hafa ekki allir áhuga á að puða og púla, eltandi bolta alla daga. Ég vann lengi með ungu fólki í starfsendurhæfingu. Ungu fólki sem samfélagið gleymdi eftir skólaskylduna, krakkar um tvítugt sem höfðu týnst í sófanum heima hjá sér. Skjól getur breyst í fangelsi ef maður fer ekki út á meðal fólks í raunheimum og æfir félagsfærni sína, samskiptafærni og samvinnu. Þegar maður er tvítugur og hefur sett líf sitt á pásu í fimm ár, þá hefur fjórðungur ævinnar skundað hjá. Það er stór hluti ævinnar. Þessi hópur stækkar, því miður. Með hverju ári sem líður í sófanum verður erfiðara að finna tilgang sinn og ástríðu. Með hverju árinu aukast líkurnar á því að þessi einangrun muni hafa varanleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu viðkomandi. Hvert er hlutverk íþróttafélaga? Er það að búa til afreksíþróttafólk í fótbolta og handbolta? Er það að vera vettvangur heilbrigðs æskulýðsstarfs? Er það að koma íþróttafélaginu í fremstu röð alþjóðlega, sækja þar mikla peninga og vera stolt félagsmanna? Hver og einn hefur sína skoðun á því en íþróttafélög hafa alltaf verið mikilvægur hluti hvers samfélags, hlúð að ungu fólki og verið vettvangur þar sem ungt fólk lærir samvinnu og samkeppni, vinátta mótast og þroskast og þar sem ungt fólk fær tækifæri til að vera partur af einhverju stærra en það sjálft. Íþróttafélög landsins byggjast upp á sjálfboðastarfi félagsmanna. Félagsmenn sem einu sinni voru börn og ungmenni sem fengu tækifæri til að dafna og þroskast innan síns félags og vilja gefa til baka og finnst fátt betra en að sjá félagið sitt vaxa og dafna. Íþróttafélagið er líka vettvangur til að hitta gamla félaga og njóta þess að bralla og bardúsa með sínum gömlu vinum. Þetta er í raun hornsteinn í lífi margra. Hugsið ykkur hvað það væri magnað ef íþróttafélögin gætu verið þessi hornsteinn í lífi ungmenna sem finna sig í rafíþróttum. Vissulega hefur verið reynt að koma þessu inn hjá íþróttafélögum með misjöfnum árangri. Kannski hefði mátt markaðssetja þetta betur. Ég er þess fullviss að með góðri samvinnu sveitarfélaga og íþróttafélaga megi stíga inn í þennan vanda. Það að gefa fleirum tækifæri til að iðka sína íþrótt innan íþróttahreyfingarinnar mun gefa týndu börnunum möguleika á því að sá fræjum samfélagsauðs á sama hátt og aðrir. Að fá að iðka sitt áhugamál undir styrkri stjórn þjálfara þar sem líkamlegt og andlegt heilbrigði er í hávegum haft, þar sem liðsandinn ríkir og tækifærið til að vera hluti af einhverju stærra en maður sjálfur er í boði, að upplifa tilgang, að finna sjálfan sig, að fíla sjálfan sig í stað þess að týna sjálfum sér og tilgangi sínum, gleði og tilhlökkun. Ég er þess fullviss að íþróttafélög landsins muni spila stórt hlutverk í því að brjóta vítahring tilgangsleysis og aðgerðaleysis týndu barnanna okkar. Tilgangur íþróttafélaga hefur aldrei verið meiri í lífi allra ungmenna. Nú þarf pólitíkin í Hafnarfirði að taka boltann og vinna stefnu til að ná betur utan um þennan hóp. Byrjunin er kannski að kanna með markvissari hætti hvar áhuginn liggur og mæta þeim þar. Aðgerðaleysi gagnvart þessum hópi er amk ekki í boði. Ég mun á næstunni leggja fram tillögu að starfshópi til að finna leiðir til að koma betur til móts við þennan sí stækkandi hóp. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun