Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar 2. janúar 2026 16:00 Grein 2 af 3, andsvar við viðtali biskups á Eyjunni birt í DV 24-28 desember 2025. Í fimmta hluta viðtalsins segir biskup eitthvað sem hljómar í fyrstu bæði eðlilegt og jafnvel léttandi: „Nú geti biskup einbeitt sér að því sem biskup á að gera – kristninni.“ Skipulagið er skýrt. Framkvæmdasvið annars vegar, þjónustan hins vegar. Biskupinn laus við daglegan rekstur, laus við það sem áður tók orku. Og maður finnur hvernig andrúmsloftið breytist í samtalinu. Eins og eitthvað hafi loksins smollið á sinn stað. Og samt… hér þarf að stoppa og spyrja. Ekki af illvilja. Heldur vegna þess að þetta er mjög guðfræðilegt augnablik – jafnvel þótt það sé kynnt sem skipulagsmál. Því spurningin er ekki hvort biskup eigi að vera laus við fjármálin. Spurningin er: Hvað þýðir það að „einbeita sér að kristninni“? Og hver skilgreinir það? Þegar skipulag verður guðfræðilegt Skipulag er aldrei hlutlaust. Þegar stofnun skiptir sér í svið, þá er hún ekki bara að hagræða. Hún er að segja: Hvað er mikilvægt og hvað ekki. Þetta er kjarninn, hitt er umgjörð. Frú biskup er sett fram sem sú er annast „alla þjónustu í landinu“. Framkvæmdastjóri og stjórn sjá um fjármál. Hljómar skynsamlega. En þá kemur setning í viðtalinu: „Mér finnst ég hafa gott rými til að einbeita mér að því sem biskup á að gera.“ Og hér þarf að spyrja – ekki með ásökun, heldur með alvöru: Hvað er það sem biskup á að gera? Að vera sýnilegur? Vera ínáanlegur og í forsvari? Halda utan um þjónustu? Vera sameiningartákn? Eða er biskup fyrst og fremst vörður við hlið — ekki gestgjafi í sal? Eða er það eitthvað annað? Þegar orðræða verður mynstur Hér er eitt sem vert er að nefna, ekki sem skoðun heldur sem greining. Undanfarið hef ég, með kerfisbundinni greiningu yfirfarið helstu stefnugögn Þjóðkirkjunnar sjálfrar… Gögn eins og fræðslustefnu, kærleiksþjónustu, siðareglur og stefnumótun — og borið orðræðuna saman við fjórar helstu játningar kirkjunnar: Postullegu-, Níkeu- Aþanasíusar- og Ágsborgarjátninguna. Mynstrið er óþægilega skýrt: Eftir því sem textarnir verða „samræðulegri“, „gildi-miðaðri“ og lagaðir að samtímanum. Þá hverfa kjarnahugtök játninganna smám saman úr þungamiðju málsins — synd, kross, endurlausn, upprisa, dómsdagur og endurkoma Krists. Þetta eru ekki jaðarhugmyndir heldur burðarstoðir trúarinnar. Játningunum er ekki hafnað, heldur settar til hliðar, eins og fjölskyldubiblían upp í hillu — falleg, virðuleg og sjaldan opnuð… nema kanski við útför. Og þegar kirkja hættir að tala játningarlega, fer hún að hugsa sem stofnun: Halda utan um ferla, gildi og samræðu — minna að bera fram boðskap sem krefst viðbragðs. Þar verður kirkjan „relevant“ á kostnað þess að vera trúföst. Í næstu grein verður þetta ekki lengur spurning um tón eða orðalag, heldur hvort játningar kirkjunnar standi enn — eða hvort þær hafi verið færðar upp í hillu sem fornminjar. Jesús notaði aldrei orðið „þjónusta“ svona Þegar maður les guðspjöllin er eitt sláandi: Jesús talar lítið um skipulag – en mikið um ábyrgð… lítið um hlutverk – en mikið um trúmennsku. Og þegar hann talar um leiðtoga, notar hann ekki stjórnunarhugtak heldur myndlíkingu. Hann talar um ráðsmann. Ráðsmaðurinn í Lúkas 16 – og af hverju sagan er óþægileg Jesús segir dæmisögu um mann sem settur var yfir eigur annars. Svo kemur setningin sem stingur: „Gjör reikningsskil ráðsmennsku þinnar.“ Þetta er ekki fjármáladæmisaga. Þetta er embættisdæmisaga. Ráðsmaðurinn hafði umboð – ekki eignarhald. Hann hafði aðgang – ekki rétt til að breyta eðli þess sem honum var trúað fyrir. Jesús hrósar honum ekki fyrir siðferðið. Hann afhjúpar vitundina: Ráðsmaðurinn veit að reikningsskil eru fram undan. Þess vegna segir Jesús: „Það sem hátt er að dómi manna, er viðurstyggð í augum Guðs.“ (Lúk 16:15) Síðan kemur spurningin sem beinist ekki að peningum – heldur trúmennsku: „Ef þér reynist ekki trúir í því sem annars er, hver trúir yður þá fyrir því sem yðar er?“ (Lúk 16:12) „Kristnin“ – er það innihald eða orð? Þegar biskup segir að hún geti nú einbeitt sér að kristninni, þá er sanngjarnt að spyrja: Er kristnin eitthvað sem við mótum, eða eitthvað sem við tökum við? Er hún verkefni, eða arfur? Er hún sveigjanleg stefna, eða afhent trú? „…í eitt skipti fyrir öll“, Hér fer umræðan aðeins úr almennri orðræðu yfir í málfræði og texta. En ef við missum merkingu orðsins „í eitt skipti fyrir öll“, þá missum við allt og rétt kirkjunnar til að kalla eitthvað óbreytanlegt. Í Júdasarbréfinu… Þegar Júdas… hálfbróðir Jesú skrifar. Þá notar hann ekki rómantískt orðalag heldur málfræði sem útilokar þróunarsinnaða endurútgáfu. Hann segir: „Mér var ríkt í huga að rita yður um sameiginlegt hjálpræði vort. En nú kemst ég ekki hjá því að skrifa og hvetja yður…“ [Það hafði eitthvað gerst] (Júd 1:3) Og síðan kemur sprengjan: „…að þér skylduð berjast fyrir þeirri trú, sem heilögum hefur í eitt skipti fyrir öll verið í hendur seld.“ Í grísku stendur bókstaflega: „…hinni eitt skipti fyrir öll afhentu trú til hinna heilögu“ Lykilorðið: ἅπαξ (hapax) þýðir ekki bara „eitt skipti…“ í merkingunni tímasetning, heldur: Eitt skipti og endanlega, fullkomlega, án heimildar til breytinga. Þetta er lögfræði- og sáttmálalegt orð, ekki frásagnarlegt. Sama orð er notað t.d. í Hebreabréfinu og víðar um fórn Jesú Krists í eitt skipti fyrir öll. (Hebr 7:27, 9:12, 26, 28, 10:2, 10, 1Pét 3:18, Róm 6:10) Sagnmyndin: παραδοθείσῃ (paradotheisē) Þetta er: lýsingarháttur, þátíð, mið-/þolmynd. Sem þýðir: Trúin var afhent, ekki smíðuð, ekki þróuð, ekki uppfærð. Og hver afhenti hana? Guð sjálfur (ónefndur gerandi = guðleg athöfn). Júdas segir: τῇ πίστει — (Greinir + nafnorð) hinni ákveðnu, afmörkuðu trú. Þetta er hlutlæg trú (the faith), ekki trúartraust einstaklings. Júdas er að segja: Trúin sem kirkjan lifir af er ekki í stöðugri mótun, né endurskoðun, ekki háð nýjum túlkunarlyklum hvers tíma, heldur var hún fullgerð og endanlega afhent heilögum — og það er sú trú sem ber að varðveita og berjast fyrir. Og það sem var afhent er ekki safn gilda eða opið samtal — heldur krossinn sjálfur: Staðganga Jesú, uppgjör, náð, dómur, upprisa og von um endurkomu Jesú Krists. Það er þetta sem kirkjan er ráðsmaður yfir — ekki skilgreinandinn. Þess vegna notar hann strax á eftir hernaðarmál: ἐπαγωνίζεσθαι — berjast, verja, standa vörð. Verja það sem má ekki breytast. Afleiðingin Það er því ekki til guðfræðilegt umboð til að: „aðlaga kjarna hennar að samtímanum“ – „uppfæra boðskapinn“ – „endurskilgreina það sem áður var afmarkað“. Þú mátt útskýra trúnna betur… verja hana betur… mátt lifa trúnni skýrar. En þú mátt ekki endurafhenda hana í nýrri útgáfu… bara varðveita trúnna. Sjálfbirgingskapur – ekki skapgerð, heldur embættisvilla Í Títusarbréfi kemur skilyrði sem sjaldan er predikað: „Biskup á að vera ráðsmaður Guðs, ekki sjálfbirgingur.“ (Tít 1:7) Orðið sem notað er þar er authadēs. Það merkir ekki „leiðinlegur“ eða „ráðríkur“. Það merkir: – sá sem lætur ekki leiðrétta sig – sá sem treystir eigin mati meira en því sem honum var trúað fyrir – sá sem hegðar sér eins og eigandi, ekki ráðsmaður. Þetta er ekki sálfræðilegt vandamál. Þetta er embættisvandamál. Sjálfbirgingur er því ekki persónueinkenni. Heldur valdastaða. Og birtist þegar: – túlkun verður lokavaldið – orðalag fer að ráða merkingu – „við höfum tekið ákvörðun“ kemur í stað „svona stendur ritað í Biblíunni “ Þegar embættið verður öruggt – og boðskapurinn mýkist Það er eitthvað mjög mannlegt sem gerist þegar kerfi verður stöðugt. Þegar fjármál eru í skorðum. Þegar árekstrar minnka. Þegar hlutverk skýrast. Þá verður líka freisting. Freistingin er ekki að afneita sannleikanum heldur að mýkja hann, svo hann passi í rýmið sem er orðið þægilegt. Páll þekkti þessa freistingu. Því honum hafði verið trúað fyrir fagnaðarerindinu. (1.Þess 2:4, Gal 2:7) „Ef ég væri enn að þóknast mönnum, þá væri ég ekki þjónn Krists.“ (Gal 1:10) Og hann tengir þetta beint við embættið: „Ef ég er enn að prédika umskurn… þá væri hneyksli krossins tekið burt.“ (Gal 5:11) Athugaðu: krossinn hverfur ekki. Hann er tekinn burt úr forgangi – með mýkingu. Ráðsmaður sem gleymir að hann á ekki húsið Þegar biskup talar um að geta einbeitt sér að kristninni, þá er spurningin ekki hvort hún meinar vel. Það er augljóst að hún gerir það. Spurningin er heldur ekki hvort þjónustan sé mikilvæg. Spurningin er hvort það sem er þjónustað sé krossinn sem hneyksli — eða kristni sem hughreystandi rými. Spurningin er þessi: Er kristnin skilgreind sem það sem sameinar – eða það sem frelsar? Því það eru tvær útgáfur af „þjónustu“: 1.Þjónusta sem huggar 2. Þjónusta sem leiðir til iðrunar, vonar og eftirvæntingar Sú fyrri fyllir kirkjur. Sú síðari breytir lífum. Kristnin sameinar aðeins raunverulega þegar hún hefur fyrst frelsað. Jesús bauð aldrei fólki inn í rými þar sem enginn þyrfti að deyja — hann kallaði fólk inn í líf þar sem sjálfið yrði ekki lengur Drottinn. Og Jesús sagði aldrei að allir myndu finna sig heima. Hann sagði: „…Hver sem vill fylgja mér, afneiti sjálfum sér, taki kross sinn og fylgi mér.“ (Matt 16:24) „Þung er þessi ræða…” (Jóh 6:60) Þetta er ekki ný saga. Þegar Jesús talaði skýrt, ekki í umbúðum heldur í innihaldi, sögðu menn: „Þung er þessi ræða…“ Jesús mildaði ekki orð sín. Hann spurði einfaldlega: „Hneykslar þetta yður?“ og minnti á kjarna málsins: „Orðin sem ég hef talað til yðar, þau eru andi og þau eru líf.“ Afleiðingin er sögð án tilfinningasemi: „Upp úr þessu hurfu margir af lærisveinum hans frá og voru ekki framar með honum.“ Jesús elti þá ekki. Hann breytti ekki orðunum til að halda þeim. Hann sneri sér að þeim tólf og spurði: „Ætlið þér að fara líka?“ Þá svaraði Pétur ekki með stefnu eða samræðu, heldur með játningu: „Herra, til hvers ættum vér að fara? Þú hefur orð eilífs lífs.“ Pétur svaraði ekki með því sem hélt fólki, heldur með því sem hélt lífi. Þar skiljast leiðir — ekki milli þeirra sem skilja allt og þeirra sem skilja ekki, heldur milli þeirra sem vilja mýkja orðin og þeirra sem treysta þeim. Höfundur er guðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Grein 2 af 3, andsvar við viðtali biskups á Eyjunni birt í DV 24-28 desember 2025. Í fimmta hluta viðtalsins segir biskup eitthvað sem hljómar í fyrstu bæði eðlilegt og jafnvel léttandi: „Nú geti biskup einbeitt sér að því sem biskup á að gera – kristninni.“ Skipulagið er skýrt. Framkvæmdasvið annars vegar, þjónustan hins vegar. Biskupinn laus við daglegan rekstur, laus við það sem áður tók orku. Og maður finnur hvernig andrúmsloftið breytist í samtalinu. Eins og eitthvað hafi loksins smollið á sinn stað. Og samt… hér þarf að stoppa og spyrja. Ekki af illvilja. Heldur vegna þess að þetta er mjög guðfræðilegt augnablik – jafnvel þótt það sé kynnt sem skipulagsmál. Því spurningin er ekki hvort biskup eigi að vera laus við fjármálin. Spurningin er: Hvað þýðir það að „einbeita sér að kristninni“? Og hver skilgreinir það? Þegar skipulag verður guðfræðilegt Skipulag er aldrei hlutlaust. Þegar stofnun skiptir sér í svið, þá er hún ekki bara að hagræða. Hún er að segja: Hvað er mikilvægt og hvað ekki. Þetta er kjarninn, hitt er umgjörð. Frú biskup er sett fram sem sú er annast „alla þjónustu í landinu“. Framkvæmdastjóri og stjórn sjá um fjármál. Hljómar skynsamlega. En þá kemur setning í viðtalinu: „Mér finnst ég hafa gott rými til að einbeita mér að því sem biskup á að gera.“ Og hér þarf að spyrja – ekki með ásökun, heldur með alvöru: Hvað er það sem biskup á að gera? Að vera sýnilegur? Vera ínáanlegur og í forsvari? Halda utan um þjónustu? Vera sameiningartákn? Eða er biskup fyrst og fremst vörður við hlið — ekki gestgjafi í sal? Eða er það eitthvað annað? Þegar orðræða verður mynstur Hér er eitt sem vert er að nefna, ekki sem skoðun heldur sem greining. Undanfarið hef ég, með kerfisbundinni greiningu yfirfarið helstu stefnugögn Þjóðkirkjunnar sjálfrar… Gögn eins og fræðslustefnu, kærleiksþjónustu, siðareglur og stefnumótun — og borið orðræðuna saman við fjórar helstu játningar kirkjunnar: Postullegu-, Níkeu- Aþanasíusar- og Ágsborgarjátninguna. Mynstrið er óþægilega skýrt: Eftir því sem textarnir verða „samræðulegri“, „gildi-miðaðri“ og lagaðir að samtímanum. Þá hverfa kjarnahugtök játninganna smám saman úr þungamiðju málsins — synd, kross, endurlausn, upprisa, dómsdagur og endurkoma Krists. Þetta eru ekki jaðarhugmyndir heldur burðarstoðir trúarinnar. Játningunum er ekki hafnað, heldur settar til hliðar, eins og fjölskyldubiblían upp í hillu — falleg, virðuleg og sjaldan opnuð… nema kanski við útför. Og þegar kirkja hættir að tala játningarlega, fer hún að hugsa sem stofnun: Halda utan um ferla, gildi og samræðu — minna að bera fram boðskap sem krefst viðbragðs. Þar verður kirkjan „relevant“ á kostnað þess að vera trúföst. Í næstu grein verður þetta ekki lengur spurning um tón eða orðalag, heldur hvort játningar kirkjunnar standi enn — eða hvort þær hafi verið færðar upp í hillu sem fornminjar. Jesús notaði aldrei orðið „þjónusta“ svona Þegar maður les guðspjöllin er eitt sláandi: Jesús talar lítið um skipulag – en mikið um ábyrgð… lítið um hlutverk – en mikið um trúmennsku. Og þegar hann talar um leiðtoga, notar hann ekki stjórnunarhugtak heldur myndlíkingu. Hann talar um ráðsmann. Ráðsmaðurinn í Lúkas 16 – og af hverju sagan er óþægileg Jesús segir dæmisögu um mann sem settur var yfir eigur annars. Svo kemur setningin sem stingur: „Gjör reikningsskil ráðsmennsku þinnar.“ Þetta er ekki fjármáladæmisaga. Þetta er embættisdæmisaga. Ráðsmaðurinn hafði umboð – ekki eignarhald. Hann hafði aðgang – ekki rétt til að breyta eðli þess sem honum var trúað fyrir. Jesús hrósar honum ekki fyrir siðferðið. Hann afhjúpar vitundina: Ráðsmaðurinn veit að reikningsskil eru fram undan. Þess vegna segir Jesús: „Það sem hátt er að dómi manna, er viðurstyggð í augum Guðs.“ (Lúk 16:15) Síðan kemur spurningin sem beinist ekki að peningum – heldur trúmennsku: „Ef þér reynist ekki trúir í því sem annars er, hver trúir yður þá fyrir því sem yðar er?“ (Lúk 16:12) „Kristnin“ – er það innihald eða orð? Þegar biskup segir að hún geti nú einbeitt sér að kristninni, þá er sanngjarnt að spyrja: Er kristnin eitthvað sem við mótum, eða eitthvað sem við tökum við? Er hún verkefni, eða arfur? Er hún sveigjanleg stefna, eða afhent trú? „…í eitt skipti fyrir öll“, Hér fer umræðan aðeins úr almennri orðræðu yfir í málfræði og texta. En ef við missum merkingu orðsins „í eitt skipti fyrir öll“, þá missum við allt og rétt kirkjunnar til að kalla eitthvað óbreytanlegt. Í Júdasarbréfinu… Þegar Júdas… hálfbróðir Jesú skrifar. Þá notar hann ekki rómantískt orðalag heldur málfræði sem útilokar þróunarsinnaða endurútgáfu. Hann segir: „Mér var ríkt í huga að rita yður um sameiginlegt hjálpræði vort. En nú kemst ég ekki hjá því að skrifa og hvetja yður…“ [Það hafði eitthvað gerst] (Júd 1:3) Og síðan kemur sprengjan: „…að þér skylduð berjast fyrir þeirri trú, sem heilögum hefur í eitt skipti fyrir öll verið í hendur seld.“ Í grísku stendur bókstaflega: „…hinni eitt skipti fyrir öll afhentu trú til hinna heilögu“ Lykilorðið: ἅπαξ (hapax) þýðir ekki bara „eitt skipti…“ í merkingunni tímasetning, heldur: Eitt skipti og endanlega, fullkomlega, án heimildar til breytinga. Þetta er lögfræði- og sáttmálalegt orð, ekki frásagnarlegt. Sama orð er notað t.d. í Hebreabréfinu og víðar um fórn Jesú Krists í eitt skipti fyrir öll. (Hebr 7:27, 9:12, 26, 28, 10:2, 10, 1Pét 3:18, Róm 6:10) Sagnmyndin: παραδοθείσῃ (paradotheisē) Þetta er: lýsingarháttur, þátíð, mið-/þolmynd. Sem þýðir: Trúin var afhent, ekki smíðuð, ekki þróuð, ekki uppfærð. Og hver afhenti hana? Guð sjálfur (ónefndur gerandi = guðleg athöfn). Júdas segir: τῇ πίστει — (Greinir + nafnorð) hinni ákveðnu, afmörkuðu trú. Þetta er hlutlæg trú (the faith), ekki trúartraust einstaklings. Júdas er að segja: Trúin sem kirkjan lifir af er ekki í stöðugri mótun, né endurskoðun, ekki háð nýjum túlkunarlyklum hvers tíma, heldur var hún fullgerð og endanlega afhent heilögum — og það er sú trú sem ber að varðveita og berjast fyrir. Og það sem var afhent er ekki safn gilda eða opið samtal — heldur krossinn sjálfur: Staðganga Jesú, uppgjör, náð, dómur, upprisa og von um endurkomu Jesú Krists. Það er þetta sem kirkjan er ráðsmaður yfir — ekki skilgreinandinn. Þess vegna notar hann strax á eftir hernaðarmál: ἐπαγωνίζεσθαι — berjast, verja, standa vörð. Verja það sem má ekki breytast. Afleiðingin Það er því ekki til guðfræðilegt umboð til að: „aðlaga kjarna hennar að samtímanum“ – „uppfæra boðskapinn“ – „endurskilgreina það sem áður var afmarkað“. Þú mátt útskýra trúnna betur… verja hana betur… mátt lifa trúnni skýrar. En þú mátt ekki endurafhenda hana í nýrri útgáfu… bara varðveita trúnna. Sjálfbirgingskapur – ekki skapgerð, heldur embættisvilla Í Títusarbréfi kemur skilyrði sem sjaldan er predikað: „Biskup á að vera ráðsmaður Guðs, ekki sjálfbirgingur.“ (Tít 1:7) Orðið sem notað er þar er authadēs. Það merkir ekki „leiðinlegur“ eða „ráðríkur“. Það merkir: – sá sem lætur ekki leiðrétta sig – sá sem treystir eigin mati meira en því sem honum var trúað fyrir – sá sem hegðar sér eins og eigandi, ekki ráðsmaður. Þetta er ekki sálfræðilegt vandamál. Þetta er embættisvandamál. Sjálfbirgingur er því ekki persónueinkenni. Heldur valdastaða. Og birtist þegar: – túlkun verður lokavaldið – orðalag fer að ráða merkingu – „við höfum tekið ákvörðun“ kemur í stað „svona stendur ritað í Biblíunni “ Þegar embættið verður öruggt – og boðskapurinn mýkist Það er eitthvað mjög mannlegt sem gerist þegar kerfi verður stöðugt. Þegar fjármál eru í skorðum. Þegar árekstrar minnka. Þegar hlutverk skýrast. Þá verður líka freisting. Freistingin er ekki að afneita sannleikanum heldur að mýkja hann, svo hann passi í rýmið sem er orðið þægilegt. Páll þekkti þessa freistingu. Því honum hafði verið trúað fyrir fagnaðarerindinu. (1.Þess 2:4, Gal 2:7) „Ef ég væri enn að þóknast mönnum, þá væri ég ekki þjónn Krists.“ (Gal 1:10) Og hann tengir þetta beint við embættið: „Ef ég er enn að prédika umskurn… þá væri hneyksli krossins tekið burt.“ (Gal 5:11) Athugaðu: krossinn hverfur ekki. Hann er tekinn burt úr forgangi – með mýkingu. Ráðsmaður sem gleymir að hann á ekki húsið Þegar biskup talar um að geta einbeitt sér að kristninni, þá er spurningin ekki hvort hún meinar vel. Það er augljóst að hún gerir það. Spurningin er heldur ekki hvort þjónustan sé mikilvæg. Spurningin er hvort það sem er þjónustað sé krossinn sem hneyksli — eða kristni sem hughreystandi rými. Spurningin er þessi: Er kristnin skilgreind sem það sem sameinar – eða það sem frelsar? Því það eru tvær útgáfur af „þjónustu“: 1.Þjónusta sem huggar 2. Þjónusta sem leiðir til iðrunar, vonar og eftirvæntingar Sú fyrri fyllir kirkjur. Sú síðari breytir lífum. Kristnin sameinar aðeins raunverulega þegar hún hefur fyrst frelsað. Jesús bauð aldrei fólki inn í rými þar sem enginn þyrfti að deyja — hann kallaði fólk inn í líf þar sem sjálfið yrði ekki lengur Drottinn. Og Jesús sagði aldrei að allir myndu finna sig heima. Hann sagði: „…Hver sem vill fylgja mér, afneiti sjálfum sér, taki kross sinn og fylgi mér.“ (Matt 16:24) „Þung er þessi ræða…” (Jóh 6:60) Þetta er ekki ný saga. Þegar Jesús talaði skýrt, ekki í umbúðum heldur í innihaldi, sögðu menn: „Þung er þessi ræða…“ Jesús mildaði ekki orð sín. Hann spurði einfaldlega: „Hneykslar þetta yður?“ og minnti á kjarna málsins: „Orðin sem ég hef talað til yðar, þau eru andi og þau eru líf.“ Afleiðingin er sögð án tilfinningasemi: „Upp úr þessu hurfu margir af lærisveinum hans frá og voru ekki framar með honum.“ Jesús elti þá ekki. Hann breytti ekki orðunum til að halda þeim. Hann sneri sér að þeim tólf og spurði: „Ætlið þér að fara líka?“ Þá svaraði Pétur ekki með stefnu eða samræðu, heldur með játningu: „Herra, til hvers ættum vér að fara? Þú hefur orð eilífs lífs.“ Pétur svaraði ekki með því sem hélt fólki, heldur með því sem hélt lífi. Þar skiljast leiðir — ekki milli þeirra sem skilja allt og þeirra sem skilja ekki, heldur milli þeirra sem vilja mýkja orðin og þeirra sem treysta þeim. Höfundur er guðfræðingur.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun