Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar 2. janúar 2026 08:32 Harðir vinstri menn og harðir hægri menn eru í raun spegilmyndir. Þeir halda að þeir standi á gagnstæðum endum línunnar, en sálfræðilega eru þeir á sama stað: í vörn. Til að leggja niður varnir og hætta að hnippa í hvorn annan þurfa þeir ekki ný rök. Þeir eru þegar yfirfullir af rökum. Það sem vantar er annars konar færni og hún er öllum óþægileg. Í fyrsta lagi þurfa þeir að geta þolað óöryggi. Harðlínumaður, hvort sem hann er rauður eða blár, beitir hugmyndafræði sem vopni til að loka spurningum. Hún veitir honum tilfinningu fyrir fótfestu : ég veit. Raunverulegt samtal hefst þó ekki nema maður leyfir sér að vita ekki alveg allt. Það jafnast á við að sleppa handriðinu í stiganum, líkaminn spennist ósjálfrátt. Í öðru lagi þurfa þeir að greina á milli sjálfsmyndar og skoðana. Þeim er hætt við að líta á gagnrýni á kerfi, stefnu eða hugmyndafræði sem persónulega og þá breytist allt í stríð. Þeir verða að læra að segja: þetta er skoðun sem ég aðhyllist en ekki meitluð sjálfsmynd mín. Þessi færni er byltingarkennd, sjaldan kennd en samt grundvöllur „lifandi“ lýðræðis. Í þriðja lagi þurfa þeir að viðurkenna sameiginlegar mannlegar hvatir. Vinstri og hægri deila fleiri tilfinningum en þeir vilja viðurkenna: ótta við glundroða, þrá eftir réttlæti, löngun til að tilheyra, reiði yfir skorti á hlustun eða afbökun á því sem sagt er. Hugmyndafræðin er búningur utan um þessar tilfinningar. Ef menn myndu nú frekar þora að tala frá eigin brjósti en með slagorðum, breytist tónninn strax. Í fjórða lagi þurfa þeir að hætta að halda að hinn sé heimskur eða siðblindur. Flestir trúa ekki því sem þeir trúa af illvilja heldur af reynslu, uppeldi, áföllum og því sem kannski virkaði einhvern tímann í den. Þegar andstæðingurinn er gerður að fífli er stutt í sjálfsupphafningu og endurtekningu og löng leið að raunverulegum lausnum. Og að lokum: þeir þurfa að tileinka sér hæfileikann til að hlusta án þess að safna skotfærum. Ekki hlusta til að svara. Ekki hlusta til að afhjúpa mótsögn, Heldur að hlusta til að skilja hvaða heimur býr handan borðsins. Það er hægara sagt en gert, því það krefst þess að maður sé ekki í sjálfsvörn. Þegar þetta gerist, ekki í orði heldur í líkamanum, hætta menn að hnippa. Ekki vegna þess að þeir séu sammála, heldur vegna þess að þeir eru ekki lengur í stöðugri árásarstöðu. Og þá verður til rými fyrir eitthvað sjaldgæft í pólitík: raunveruleg hugsun. Björgunin felst ekki í að vakna eða afhjúpa heldur að þjálfa sig í að þola flækju án þess að detta í skotgröf. Þetta er ekki flókið, Hérna þarf hæg handtök. Það er ekki fréttnæmt. Afnám flækjunnar getur ein breytt kerfum í stað þess að festa þau í sessi. Mig grunar samt að mögulega gangi samstarfið milli vinstri og hægri betur en fjölmiðlar lýsa, vegna þess að til að halda sviðsmyndinni, villta vestrinu/ flokkakerfinu gangandi, er óhjákvæmilegt að viðhalda tvíhyggjunni og umönnunin er best hjá almenningi sem fæðir hana án þess að gera sér grein fyrir stöðu sinni og mætti. Hvad væri Colosseum án áhorfenda Í atkvæðagreiðslu Í kommentakerfi Á milli manna Höfundur er heildrænn ráðgjafi og meistaranemi í heildrænum læknavísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Harðir vinstri menn og harðir hægri menn eru í raun spegilmyndir. Þeir halda að þeir standi á gagnstæðum endum línunnar, en sálfræðilega eru þeir á sama stað: í vörn. Til að leggja niður varnir og hætta að hnippa í hvorn annan þurfa þeir ekki ný rök. Þeir eru þegar yfirfullir af rökum. Það sem vantar er annars konar færni og hún er öllum óþægileg. Í fyrsta lagi þurfa þeir að geta þolað óöryggi. Harðlínumaður, hvort sem hann er rauður eða blár, beitir hugmyndafræði sem vopni til að loka spurningum. Hún veitir honum tilfinningu fyrir fótfestu : ég veit. Raunverulegt samtal hefst þó ekki nema maður leyfir sér að vita ekki alveg allt. Það jafnast á við að sleppa handriðinu í stiganum, líkaminn spennist ósjálfrátt. Í öðru lagi þurfa þeir að greina á milli sjálfsmyndar og skoðana. Þeim er hætt við að líta á gagnrýni á kerfi, stefnu eða hugmyndafræði sem persónulega og þá breytist allt í stríð. Þeir verða að læra að segja: þetta er skoðun sem ég aðhyllist en ekki meitluð sjálfsmynd mín. Þessi færni er byltingarkennd, sjaldan kennd en samt grundvöllur „lifandi“ lýðræðis. Í þriðja lagi þurfa þeir að viðurkenna sameiginlegar mannlegar hvatir. Vinstri og hægri deila fleiri tilfinningum en þeir vilja viðurkenna: ótta við glundroða, þrá eftir réttlæti, löngun til að tilheyra, reiði yfir skorti á hlustun eða afbökun á því sem sagt er. Hugmyndafræðin er búningur utan um þessar tilfinningar. Ef menn myndu nú frekar þora að tala frá eigin brjósti en með slagorðum, breytist tónninn strax. Í fjórða lagi þurfa þeir að hætta að halda að hinn sé heimskur eða siðblindur. Flestir trúa ekki því sem þeir trúa af illvilja heldur af reynslu, uppeldi, áföllum og því sem kannski virkaði einhvern tímann í den. Þegar andstæðingurinn er gerður að fífli er stutt í sjálfsupphafningu og endurtekningu og löng leið að raunverulegum lausnum. Og að lokum: þeir þurfa að tileinka sér hæfileikann til að hlusta án þess að safna skotfærum. Ekki hlusta til að svara. Ekki hlusta til að afhjúpa mótsögn, Heldur að hlusta til að skilja hvaða heimur býr handan borðsins. Það er hægara sagt en gert, því það krefst þess að maður sé ekki í sjálfsvörn. Þegar þetta gerist, ekki í orði heldur í líkamanum, hætta menn að hnippa. Ekki vegna þess að þeir séu sammála, heldur vegna þess að þeir eru ekki lengur í stöðugri árásarstöðu. Og þá verður til rými fyrir eitthvað sjaldgæft í pólitík: raunveruleg hugsun. Björgunin felst ekki í að vakna eða afhjúpa heldur að þjálfa sig í að þola flækju án þess að detta í skotgröf. Þetta er ekki flókið, Hérna þarf hæg handtök. Það er ekki fréttnæmt. Afnám flækjunnar getur ein breytt kerfum í stað þess að festa þau í sessi. Mig grunar samt að mögulega gangi samstarfið milli vinstri og hægri betur en fjölmiðlar lýsa, vegna þess að til að halda sviðsmyndinni, villta vestrinu/ flokkakerfinu gangandi, er óhjákvæmilegt að viðhalda tvíhyggjunni og umönnunin er best hjá almenningi sem fæðir hana án þess að gera sér grein fyrir stöðu sinni og mætti. Hvad væri Colosseum án áhorfenda Í atkvæðagreiðslu Í kommentakerfi Á milli manna Höfundur er heildrænn ráðgjafi og meistaranemi í heildrænum læknavísindum.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun