Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Jón Þór Stefánsson skrifar 28. desember 2025 22:33 Trump og Selenskíj tókust í hendur að fundi þeirra loknum. Þeir voru sammála um að fundurinn hefði verið góður. Getty „Ég held að við séum að færast talsvert nær, við erum jafnvel komin ansi nálægt,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti að loknum fundi hans og Vólódímírs Selenskíjs Úkraínuforseta á heimili þess síðarnefnda í Mar-a-Lago í Flórída. „Fundurinn okkar var æðislegur. Við fórum yfir ansi margt, sumir myndu segja 95 prósent, en ég veit ekki hver prósentan er, en við náðum miklum árangri í átt að því að ljúka stríðinu,“ sagði Trump. Hann sagði möguleika á að stríðinu myndi ljúka innan nokkurra vikna. „Ef þetta fer mjög vel, þá kannski verða þetta nokkrar vikur. Ef þetta gengur illa mun það taka lengri tíma, og ef það mun ganga mjög illa þá mun ekki leysast úr þessu,“ sagði hann. „Eftir nokkrar vikur munum við vita í hvað stefnir, ef vel gengur. En þetta gæti líka gengið illa, ef eitthvað veltur á einum þætti sem enginn er að hugsa um gæti flosnað upp úr þessu.“ Trump sagði þetta stríð erfitt viðureignar, en taldi samt að þeim myndi takast að semja um frið. Selenskíj sagði að nánast væri komið samkomulag um tuttugu punkta friðaráætlun Bandaríkjanna, eða um níutíu prósent, og að algjört samkomulag væri um fyrirhugaðar öryggisráðstafanir sem Bandaríkin hafa lagt til. Hann tók ekki fram hvort hann ætti við um samþykki Úkraínu á umræddum drögum eða um samþykki bæði Úkraínumanna og Rússa. Þeir sögðust stefna á fund með evrópskum leiðtogum á næstu vikum. Landsvæði stærsta þrætuefnið Trump var spurður út í fregnir sem bárust frá Moskvu meðan fundurinn var í gangi á þá leið að til þess að ná samningum þyrfti Úkraína að gefa upp Donbass-hérað. „Það er það sem þeir hafa verið að biðja um. Það eru deilur um það. Það er eitthvað sem á eftir að finna út úr. En ég held að þetta sé að færast í rétta átt.“ Fundurinn fór fram í húsi Trumps, Mar-a-Lago í Flórída.Getty Selenskíj sagði til skoðunar að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um einhverja þætti friðarsamkomulags, sérstaklega ef ákveðnir þættir væru Úkraínumönnum sérstaklega íþyngjandi. „Ef áætlunin er mjög erfið fyrir okkar samfélag þá verður okkar samfélag að sjálfsögðu að fá að velja og greiða atkvæði. Það er vegna þess að um er að ræða landsvæði, ekki bara land þeirra sem búa þar núna heldur land heillar þjóðar, land margra kynslóða,“ sagði Selenskíj. Aðspurður um hvaða mál væri erfiðast að komast að niðurstöðu um minntist Trump á deilur um landsvæði. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Úkraína Donald Trump Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
„Fundurinn okkar var æðislegur. Við fórum yfir ansi margt, sumir myndu segja 95 prósent, en ég veit ekki hver prósentan er, en við náðum miklum árangri í átt að því að ljúka stríðinu,“ sagði Trump. Hann sagði möguleika á að stríðinu myndi ljúka innan nokkurra vikna. „Ef þetta fer mjög vel, þá kannski verða þetta nokkrar vikur. Ef þetta gengur illa mun það taka lengri tíma, og ef það mun ganga mjög illa þá mun ekki leysast úr þessu,“ sagði hann. „Eftir nokkrar vikur munum við vita í hvað stefnir, ef vel gengur. En þetta gæti líka gengið illa, ef eitthvað veltur á einum þætti sem enginn er að hugsa um gæti flosnað upp úr þessu.“ Trump sagði þetta stríð erfitt viðureignar, en taldi samt að þeim myndi takast að semja um frið. Selenskíj sagði að nánast væri komið samkomulag um tuttugu punkta friðaráætlun Bandaríkjanna, eða um níutíu prósent, og að algjört samkomulag væri um fyrirhugaðar öryggisráðstafanir sem Bandaríkin hafa lagt til. Hann tók ekki fram hvort hann ætti við um samþykki Úkraínu á umræddum drögum eða um samþykki bæði Úkraínumanna og Rússa. Þeir sögðust stefna á fund með evrópskum leiðtogum á næstu vikum. Landsvæði stærsta þrætuefnið Trump var spurður út í fregnir sem bárust frá Moskvu meðan fundurinn var í gangi á þá leið að til þess að ná samningum þyrfti Úkraína að gefa upp Donbass-hérað. „Það er það sem þeir hafa verið að biðja um. Það eru deilur um það. Það er eitthvað sem á eftir að finna út úr. En ég held að þetta sé að færast í rétta átt.“ Fundurinn fór fram í húsi Trumps, Mar-a-Lago í Flórída.Getty Selenskíj sagði til skoðunar að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um einhverja þætti friðarsamkomulags, sérstaklega ef ákveðnir þættir væru Úkraínumönnum sérstaklega íþyngjandi. „Ef áætlunin er mjög erfið fyrir okkar samfélag þá verður okkar samfélag að sjálfsögðu að fá að velja og greiða atkvæði. Það er vegna þess að um er að ræða landsvæði, ekki bara land þeirra sem búa þar núna heldur land heillar þjóðar, land margra kynslóða,“ sagði Selenskíj. Aðspurður um hvaða mál væri erfiðast að komast að niðurstöðu um minntist Trump á deilur um landsvæði.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Úkraína Donald Trump Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira