„Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. desember 2025 17:51 Óskar Hallgrímsson var til viðtals í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Vísir/Elín Margrét Íbúar Úkraínu glíma við nær daglegt rafmagnsleysi og svefnfriður er jafnan lítill þegar hvað mest lætur í árásum Rússa. Íslendingur í Kænugarði segir umfang loftárása Rússa hafa tífaldast frá því í fyrra með tilliti til fjölda vopna sem nýtt eru til árása á Úkraínu. Það sé til marks um mikla framleiðslugetu Rússa sem sé ekki aðeins áhyggjuefni fyrir Úkraínu heldur Evrópu alla. Óskar Hallgrímsson og eiginkona hans vörðu fyrrinótt til skiptis inni í svefnherbergi og inni á baði til að vera í öruggara skjóli frá umfangsmikilli árás Rússa á Kænugarð. „Hún var tíu tímar, árásin, og kom í mörgum bylgjum. Og það var ekkert hægt að taka sér nein frí á milli af því að þetta var það hættulegt. Hver bylgja var það stór og það hættuleg að maður varð að fylgjast með henni. Maður gat ekki alveg lagt sig á koddann á milli,“ segir Óskar í samtali við fréttastofu. Hann hafi ekki sofið nema nokkrar klukkustundir samanlagt undanfarna þrjá sólarhringa vegna dynjandi árása Rússa. Líkt og aðrir íbúar Úkraínu hefur Óskar ekki heldur farið varhluta af árásum Rússlands á orkuinnviði. „Við göngum í gegnum hérna daglegt rafmagnsleysi, við köllum það rúllandi rafmagnsleysi. Það rúllar fjóra tíma á og fjóra tíma af, stundum sex tíma af og stundum átta tíma af, en við fáum yfirleitt alltaf fjóra tíma. Það er nægjanlegt til þess að það frysti í ísskápnum og við náum að hlaða hin ýmsu tæki sem að þurfa rafmagn. En já, það er svona það sem er búið að vera. Í gær vorum við alveg rafmagnslaus í tæpan sólarhring.“ Óskar deildi myndskeiðinu hér að neðan á samfélagsmiðlum í gær þar sem hann veitir innsýn í þann veruleika sem við blasir í Úkraínu. Selenskí Úkraínuforseti fundar með Donald Trump, Bandaríkjaforseta, í Flórída í dag þar sem uppfærð friðaráætlun í 20 liðum verður væntanlega meðal annars til umræðu. Óskar hefur litlar sem engar væntingar til friðarviðræðna, enda hafi Rússar ekki sýnt neina viðleitni í þá veru. Þeir hafi ekki slegið af neinum kröfum sínum eða áformum gagnvart Úkraínu, og hafi frekar bætt í ef eitthvað er. Undanfarið ár hafi Rússar aukið verulega við þann fjölda dróna og flugskeyta sem beitt er gegn Úkraínu í hverri árás. „Það er búið að tífaldast. Það er sem sagt tíu sinnum fleiri hlutir í loftinu í hverri árás frá því sem var í fyrra, svona að meðaltali. Og jafnvel meira, það er komið upp í 12, 13, 14 sinnum fleiri oft í loftinu í hvert skipti sem sýnir okkur það að Rússar eru búnir að auka framleiðslugetu sína í Rússlandi töluvert, þrátt fyrir síendurteknar árásir frá Úkraínumönnum, sem verða alltaf betri og betri,“ segir Óskar. „Það er í rauninni það sem við verðum að hugsa svolítið út í, að Rússar geta alltaf bætt í þetta og Úkraína er að ná að slá mest af þessum hlutum niður úr loftinu með fjölþættu neti af loftvarnarkerfum, sem eru bæði erlend sem eru flutt hingað inn og úkraínsk sem eru sérhönnuð hér. Evrópa er ekki með neitt af þessu, ekki neitt. Það sást þegar 13 drónar fóru inn til Póllands núna ekki fyrir svo löngu síðan. Það er eitthvað sem við í Evrópu verðum að hugsa til. Ógnin, hún er ekki afmörkuð við þessi landamæri sem við búum við,“ segir Óskar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Sjá meira
Óskar Hallgrímsson og eiginkona hans vörðu fyrrinótt til skiptis inni í svefnherbergi og inni á baði til að vera í öruggara skjóli frá umfangsmikilli árás Rússa á Kænugarð. „Hún var tíu tímar, árásin, og kom í mörgum bylgjum. Og það var ekkert hægt að taka sér nein frí á milli af því að þetta var það hættulegt. Hver bylgja var það stór og það hættuleg að maður varð að fylgjast með henni. Maður gat ekki alveg lagt sig á koddann á milli,“ segir Óskar í samtali við fréttastofu. Hann hafi ekki sofið nema nokkrar klukkustundir samanlagt undanfarna þrjá sólarhringa vegna dynjandi árása Rússa. Líkt og aðrir íbúar Úkraínu hefur Óskar ekki heldur farið varhluta af árásum Rússlands á orkuinnviði. „Við göngum í gegnum hérna daglegt rafmagnsleysi, við köllum það rúllandi rafmagnsleysi. Það rúllar fjóra tíma á og fjóra tíma af, stundum sex tíma af og stundum átta tíma af, en við fáum yfirleitt alltaf fjóra tíma. Það er nægjanlegt til þess að það frysti í ísskápnum og við náum að hlaða hin ýmsu tæki sem að þurfa rafmagn. En já, það er svona það sem er búið að vera. Í gær vorum við alveg rafmagnslaus í tæpan sólarhring.“ Óskar deildi myndskeiðinu hér að neðan á samfélagsmiðlum í gær þar sem hann veitir innsýn í þann veruleika sem við blasir í Úkraínu. Selenskí Úkraínuforseti fundar með Donald Trump, Bandaríkjaforseta, í Flórída í dag þar sem uppfærð friðaráætlun í 20 liðum verður væntanlega meðal annars til umræðu. Óskar hefur litlar sem engar væntingar til friðarviðræðna, enda hafi Rússar ekki sýnt neina viðleitni í þá veru. Þeir hafi ekki slegið af neinum kröfum sínum eða áformum gagnvart Úkraínu, og hafi frekar bætt í ef eitthvað er. Undanfarið ár hafi Rússar aukið verulega við þann fjölda dróna og flugskeyta sem beitt er gegn Úkraínu í hverri árás. „Það er búið að tífaldast. Það er sem sagt tíu sinnum fleiri hlutir í loftinu í hverri árás frá því sem var í fyrra, svona að meðaltali. Og jafnvel meira, það er komið upp í 12, 13, 14 sinnum fleiri oft í loftinu í hvert skipti sem sýnir okkur það að Rússar eru búnir að auka framleiðslugetu sína í Rússlandi töluvert, þrátt fyrir síendurteknar árásir frá Úkraínumönnum, sem verða alltaf betri og betri,“ segir Óskar. „Það er í rauninni það sem við verðum að hugsa svolítið út í, að Rússar geta alltaf bætt í þetta og Úkraína er að ná að slá mest af þessum hlutum niður úr loftinu með fjölþættu neti af loftvarnarkerfum, sem eru bæði erlend sem eru flutt hingað inn og úkraínsk sem eru sérhönnuð hér. Evrópa er ekki með neitt af þessu, ekki neitt. Það sást þegar 13 drónar fóru inn til Póllands núna ekki fyrir svo löngu síðan. Það er eitthvað sem við í Evrópu verðum að hugsa til. Ógnin, hún er ekki afmörkuð við þessi landamæri sem við búum við,“ segir Óskar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Sjá meira