Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2025 16:45 Rasmus Højlund hefur fundið fjölina sína hjá Napoli eftir erfitt síðasta tímabil hjá Manchester United. getty/SSC NAPOLI Danski framherjinn Rasmus Højlund heldur áfram að gera það gott með Napoli og skoraði bæði mörk liðsins í 0-2 útisigri á Cremonese í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Napoli vann ítalska ofurbikarinn í Sádi-Arabíu skömmu fyrir jól og fylgdi því eftir með sigri á útivelli í dag. Højlund kom Napoli yfir á 13. mínútu og hann bætti öðru marki við fyrir meistarana á lokamínútu fyrri hálfleiks. Daninn er nú kominn með níu mörk fyrir Napoli í tuttugu leikjum á tímabilinu. Hann skoraði aðeins tíu í 52 leikjum fyrir Manchester United á síðasta tímabili. Napoli er í 2. sæti ítölsku deildarinnar með 34 stig, einu stigi á eftir toppliði AC Milan. Inter er í 3. sætinu og getur komist á toppinn með því að vinna Atalanta á eftir. Cremonese, sem hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu þremur leikjum, er í 12. sæti deildarinnar með 21 stig. Ítalski boltinn
Danski framherjinn Rasmus Højlund heldur áfram að gera það gott með Napoli og skoraði bæði mörk liðsins í 0-2 útisigri á Cremonese í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Napoli vann ítalska ofurbikarinn í Sádi-Arabíu skömmu fyrir jól og fylgdi því eftir með sigri á útivelli í dag. Højlund kom Napoli yfir á 13. mínútu og hann bætti öðru marki við fyrir meistarana á lokamínútu fyrri hálfleiks. Daninn er nú kominn með níu mörk fyrir Napoli í tuttugu leikjum á tímabilinu. Hann skoraði aðeins tíu í 52 leikjum fyrir Manchester United á síðasta tímabili. Napoli er í 2. sæti ítölsku deildarinnar með 34 stig, einu stigi á eftir toppliði AC Milan. Inter er í 3. sætinu og getur komist á toppinn með því að vinna Atalanta á eftir. Cremonese, sem hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu þremur leikjum, er í 12. sæti deildarinnar með 21 stig.