Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Christopher Nkunku skoraði tvö mörk gegn Verona. Hann fagnaði með því að blása upp rauða blöðru.
Christopher Nkunku skoraði tvö mörk gegn Verona. Hann fagnaði með því að blása upp rauða blöðru. getty/Claudio Villa

AC Milan endurheimti toppsæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 3-0 sigri á Verona á heimavelli í dag.

Þetta var fjórði sigur Milan í síðustu fimm deildarleikjum og liðið er með 35 stig á toppnum, tveimur stigum meira en grannarnir í Inter sem mæta Atalanta síðar í dag.

Christian Pulisic hefur verið í góðum gír að undanförnu og hann kom Milan yfir eftir hornspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Bandaríski landsliðsmaðurinn hefur skorað átta mörk í ellefu deildarleikjum á tímabilinu.

Christopher Nkunku, sem er á láni hjá Milan frá Chelsea, kláraði svo leikinn í byrjun seinni hálfleiks.

Á 48. mínútu skoraði hann sitt fyrsta deildarmark fyrir Milan úr vítaspyrnu og fimm mínútum síðar jók hann muninn í 3-0 þegar hann fylgdi eftir skoti Lukas Modric sem fór í stöngina.

Næsti leikur Milan er gegn Cagliari á Sardiníu á föstudaginn.

Verona er í 18. sæti deildarinnar með tólf stig en liðið hefur aðeins unnið tvo af sextán leikjum sínum á tímabilinu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira