Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2025 09:45 Tómas Bent Magnússon gefur ekkert eftir inni á vellinum og hér er hann í leik með Hearts og með bómull í nefinu. Getty/ Malcolm Mackenzie Þetta er stór dagur fyrir Tómas Bent Magnússon og félaga hans í Hearts. Ekki nóg með að þeir séu í harðri titilbaráttu þá eru þeir að fara að mæta grönnum sínum í Edinborg. Grannaslagur í Edinborg er ávallt stór viðburður í skoskum fótbolta en leikurinn í dag milli Hibs og Hearts á Easter Road er þýðingarmeiri en flestir þar sem gestirnir í Hearts eru á flugi á toppi skosku úrvalsdeildarinnar. Mættust fyrst árið 1875 Liðin mættust fyrst á jóladag árið 1875 þegar 1-0 sigur Hearts á The Meadows kveikti neista að ríg sem hefur staðist tímans tönn. Nú, 150 árum síðar, er Hearts sex stigum á undan Celtic í öðru sæti, eftir að hafa spilað einum leik meira en ríkjandi meistararnir, og lið Derek McInnes er með sextán stiga forskot á Hibs sem er í fimmta sæti. 🗣️ 𝙋𝙍𝙀𝙎𝙎 𝘾𝙊𝙉𝙁𝙀𝙍𝙀𝙉𝘾𝙀: 𝘿𝙀𝙍𝙀𝙆 𝙈𝘾𝙄𝙉𝙉𝙀𝙎The gaffer looks ahead to the Edinburgh derby 🇱🇻Get closer to Hearts with @FanHub 🙌📺➡️ https://t.co/dnEe2Hx6Fv📖➡️ https://t.co/TKtebi5NUB pic.twitter.com/9Ar2m9izFC— Heart of Midlothian FC (@JamTarts) December 23, 2025 Annar sigur í grannaslag á tímabilinu fyrir Tómas Bent og félaga myndi gefa þeim byr undir báða vængi inn í árið 2026, en þeir hafa þegar sigrað bæði Celtic og Rangers í þessum mánuði. Sigur á nágrönnunum myndi nánast gera þetta að fullkomnum mánuði. Þegar liðin mættust á Tynecastle, heimavelli Hearts, í byrjun október tryggði mark Craig Halkett á síðustu stundu stigin fyrir Hearts og olli gríðarlegum fagnaðarlátum innan vallar sem utan. Býst við spennuþrungnum leik Derek McInnes, stjóri Hearts, býst við svipuðum spennuþrungnum leik og að hann muni ráðast á smáatriðum. „Fyrir Hearts og Hibs er þetta alltaf aðalatriðið,“ sagði McInnes. „Þetta er alltaf stór viðburður.“ „Í samhengi við okkar tímabil viljum við bara vinna þrjú stig og halda öllu gangandi. Hibs er gott lið og það er alltaf erfiður leikur að fara á Easter Road. Ég býst við að hann verði svipaður og leikurinn á Tynecastle – það var í raun engu sem munaði og við skoruðum í blálokin á leiknum, sem olli gríðarlegri gleði,“ sagði McInnes. Fastamaður í síðustu leikjum Tómas Bent kom inn á sem varamaður undir lokin á fyrri leiknum en hefur síðan unnið sér sæti í byrjunarliðinu. Hann hefur byrjað alla þrjá síðustu leiki sem allir hafa unnist. Hann hefur einnig verið í byrjunarliðinu í sex af síðustu sjö leikjum og það er því afar líklegt að okkar maður fái að byrja sinn fyrsta Edinborgar-derbyslag í dag. It's nearly time ⏳We'll see you tomorrow 🇱🇻 pic.twitter.com/xF3rODUiwH— Heart of Midlothian FC (@JamTarts) December 26, 2025 Skoski boltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira
Grannaslagur í Edinborg er ávallt stór viðburður í skoskum fótbolta en leikurinn í dag milli Hibs og Hearts á Easter Road er þýðingarmeiri en flestir þar sem gestirnir í Hearts eru á flugi á toppi skosku úrvalsdeildarinnar. Mættust fyrst árið 1875 Liðin mættust fyrst á jóladag árið 1875 þegar 1-0 sigur Hearts á The Meadows kveikti neista að ríg sem hefur staðist tímans tönn. Nú, 150 árum síðar, er Hearts sex stigum á undan Celtic í öðru sæti, eftir að hafa spilað einum leik meira en ríkjandi meistararnir, og lið Derek McInnes er með sextán stiga forskot á Hibs sem er í fimmta sæti. 🗣️ 𝙋𝙍𝙀𝙎𝙎 𝘾𝙊𝙉𝙁𝙀𝙍𝙀𝙉𝘾𝙀: 𝘿𝙀𝙍𝙀𝙆 𝙈𝘾𝙄𝙉𝙉𝙀𝙎The gaffer looks ahead to the Edinburgh derby 🇱🇻Get closer to Hearts with @FanHub 🙌📺➡️ https://t.co/dnEe2Hx6Fv📖➡️ https://t.co/TKtebi5NUB pic.twitter.com/9Ar2m9izFC— Heart of Midlothian FC (@JamTarts) December 23, 2025 Annar sigur í grannaslag á tímabilinu fyrir Tómas Bent og félaga myndi gefa þeim byr undir báða vængi inn í árið 2026, en þeir hafa þegar sigrað bæði Celtic og Rangers í þessum mánuði. Sigur á nágrönnunum myndi nánast gera þetta að fullkomnum mánuði. Þegar liðin mættust á Tynecastle, heimavelli Hearts, í byrjun október tryggði mark Craig Halkett á síðustu stundu stigin fyrir Hearts og olli gríðarlegum fagnaðarlátum innan vallar sem utan. Býst við spennuþrungnum leik Derek McInnes, stjóri Hearts, býst við svipuðum spennuþrungnum leik og að hann muni ráðast á smáatriðum. „Fyrir Hearts og Hibs er þetta alltaf aðalatriðið,“ sagði McInnes. „Þetta er alltaf stór viðburður.“ „Í samhengi við okkar tímabil viljum við bara vinna þrjú stig og halda öllu gangandi. Hibs er gott lið og það er alltaf erfiður leikur að fara á Easter Road. Ég býst við að hann verði svipaður og leikurinn á Tynecastle – það var í raun engu sem munaði og við skoruðum í blálokin á leiknum, sem olli gríðarlegri gleði,“ sagði McInnes. Fastamaður í síðustu leikjum Tómas Bent kom inn á sem varamaður undir lokin á fyrri leiknum en hefur síðan unnið sér sæti í byrjunarliðinu. Hann hefur byrjað alla þrjá síðustu leiki sem allir hafa unnist. Hann hefur einnig verið í byrjunarliðinu í sex af síðustu sjö leikjum og það er því afar líklegt að okkar maður fái að byrja sinn fyrsta Edinborgar-derbyslag í dag. It's nearly time ⏳We'll see you tomorrow 🇱🇻 pic.twitter.com/xF3rODUiwH— Heart of Midlothian FC (@JamTarts) December 26, 2025
Skoski boltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira