Erlent

Grunaður um mann­dráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk

Agnar Már Másson skrifar
Lögreglan í Vestegn í Danmörku rannsakar málið. Mynd úr safni.
Lögreglan í Vestegn í Danmörku rannsakar málið. Mynd úr safni. Mynd/AFP

Tveggja ára drengur er látinn eftir fall úr fjölbýlishúsi í íbúðahverfinu Høje Gladsaxe á höfuðborgarsvæði Kaupmannahafnar í Danmörku í dag. Málið er rannsakað sem manndráp, að sögn lögreglu.

Lögreglan í Vestegn greinir frá málinu á X en þar kemur fram að 32 ára karlmaður hafi verið handtekinn og ákærður í málinu. Lögregla býst við því að hann verði leiddur fyrir dómara á morgun.

Lögreglan hefur lítið sagt um málið og ekki liggur fyrir hver afstaða hins handtekna er til ákærunnar. Að sögn dönsku fréttaveitunnar Ritzau, sem DR vísar í, samanstendur byggingin í Høje Gladsaxe af fimm 16 hæða fjölbýlishúsum og tveimur 9 hæða fjölbýlishúsum. 

Ekstra Bladet skrifar að lögreglan hafi lokað fyrir lokun 7. hæð í stigaganginum þar sem fallið mun hafa átt sér stað. Íbúar í fjölbýlishúsinu lýsa því í samtali við danska miðla að þeir séu slegnir yfir atvikinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×