Eiginmaðurinn á von á sérstaklega flottri jólagjöf þetta árið Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. desember 2025 10:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, finnst gott að eiga stund með sjálfri sér áður en dagurinn fer af stað, skellir þá oft í vél en fær sér líka kaffi og rennir yfir fréttamiðlana. Eiginmaðurinn á von á sérstaklega flottri jólagjöf þetta árið. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, er ánægð með gjafavalið handa eiginmanninum í ár og gefur sjálfri sér 9,5 í einkunn. Þorgerður viðurkennir að fara allt of seint að sofa, en morgunstundina nýtir hún til að þvo þvott og setja í þvottavél. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna yfirleitt á milli sex og sjö. Á þriðjudögum og fimmtudögum er ég komin á fætur aðeins fyrr þar sem ég fer á morgunæfingu með vinkonum mínum þá daga. Það eru alveg heilagir morgnar fyrir mér. Enda um bæði líkamlega og andlega næringu að ræða.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég byrja yfirleitt á því að renna yfir fréttamiðlana og fá mér kaffibolla. Mér finnst mjög gott að vera komin fyrst á fætur og eiga smá tíma með sjálfri mér áður en dagurinn fer af stað. Því þá er yfirleitt ekki mikil lognmolla. Svo nýti ég oft morgunstundina í til að þvo þvott og setja í þvottavél.“ Á skalanum 0-10: Hvaða einkunn gefur þú sjálfri þér fyrir gjafaval handa eiginmanninum? „Þetta árið: 9,5. Mér finnst gaman að gefa gjafir og vanda mig við að hitta í mark hjá fólkinu mínu. En það tekst nú ekki alltaf hjá gömlu.“ Þorgerði finnst gott að taka símtöl sem þarf að taka sem fyrst en dagarnir byrja á því að hitta fólkið sitt til að fara yfir tiltekin mál, stilla upp deginum og heyra síðan í stelpunum; Kristrúnu og Ingu. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Einmitt núna er ég einna helst að vinna í því að slaka á. Fólkið í kringum mig hefur verið að hvetja mig til þess í lengri tíma og ég ætla að leyfa mér að ná góðri hvíld yfir hátíðirnar. En ég elska vinnuna mína og held hreinlega að ég gæti ekki verið í skemmtilegri vinnu. Öll þau verkefni sem ég hef verið að vinna að síðasta árið – allt frá öryggis- og varnarmálum yfir í hagsmunagæslu fyrir okkur Íslendinga, þróunarsamvinnu og alþjóðapólitíkina almennt – eru svo áhugaverð og spennandi að takast á við. Utanríkisráðuneytið er stútfullt af hæfu og kraftmiklu fólki sem mér finnst æðislegt að fá að vinna með. Svo elska ég auðvitað pólitíkina og þingið – þar sem hefur verið nóg að gerast síðustu daga. Það er mjög vanmetinn vinnustaður! Svo finnst mér fátt skemmtilegra en að vera með fólkinu mínu í Viðreisn. Að vera formaður stjórnmálaflokks víkkar út sviðið með fjölbreyttum verkefnum.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Það er enginn dagur eins og hlutirnir geta breyst mjög hratt í því umhverfi sem ég vinn svo það getur stundum verið flókið að skipuleggja mikið. Ég reyni að ganga í verkin um leið og þau koma upp. Taka símtöl sem þarf að taka um leið og færi gefst. Þegar ég mæti til vinnu fer ég yfir þau gögn sem þarf að klára, hitti fólkið til að fara yfir tiltekin mál og stilli upp deginum. Svo heyri ég í stelpunum; Kristrúnu og Ingu. Og svo finnst mér gott að nýta þær stundir sem losna til að sökkva mér dýpra ofan í ákveðin mál. Þá kem ég betur undirbúin til leiks.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Alltof seint. Og ég sef of lítið. Það er vandamál sem ég er meðvituð um og er verk í vinnslu. Ég ætla ekki að stæra mig af því að sofa lítið því það er ekki dyggð. Mig langar þvert á móti að hvetja fólk til að huga að svefninum sínum. Ég er að minnsta kosti að reyna það.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist hafa týnt jólabarninu svolítið í sér um tíma. Það er þó að breytast aftur og í dag gefur hún sjálfri sér sex í einkunn sem jólabarn á skalnum 1-10. Með stækkandi fjölskyldu eru nýjar hefðir að bætast við um jólin. 23. desember 2023 10:01 Bjarni gefur sjálfum sér 8,5 í einkunn fyrir jólagjafakaup fyrir frúna Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra segir margar góðar hugmyndir geta vaknað þegar hann fer í bað snemma á morgnana. Og sendir þá tölvupósta og skilaboð út um allar trissur eða hlustar á hlaðvarpsþátt. Bjarni vaknar snemma, sofnar snemma og segist standa sig vel í að velja jólagjafir fyrir frúna. 24. desember 2022 10:01 „Vegna þessa æðis á ég það til að þvo gardínur á nóttunni“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, þingmaður og íslenskufræðingur, viðurkennir að fyrir jólin renni oft á hana jóla-æði. Og þá jafnvel svo mikið að á næturnar keppist hún við að þvo gardínur eða búa til jólakonfekt. 24. desember 2021 10:01 Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiginmaðurinn á von á sérstaklega flottri jólagjöf þetta árið Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna yfirleitt á milli sex og sjö. Á þriðjudögum og fimmtudögum er ég komin á fætur aðeins fyrr þar sem ég fer á morgunæfingu með vinkonum mínum þá daga. Það eru alveg heilagir morgnar fyrir mér. Enda um bæði líkamlega og andlega næringu að ræða.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég byrja yfirleitt á því að renna yfir fréttamiðlana og fá mér kaffibolla. Mér finnst mjög gott að vera komin fyrst á fætur og eiga smá tíma með sjálfri mér áður en dagurinn fer af stað. Því þá er yfirleitt ekki mikil lognmolla. Svo nýti ég oft morgunstundina í til að þvo þvott og setja í þvottavél.“ Á skalanum 0-10: Hvaða einkunn gefur þú sjálfri þér fyrir gjafaval handa eiginmanninum? „Þetta árið: 9,5. Mér finnst gaman að gefa gjafir og vanda mig við að hitta í mark hjá fólkinu mínu. En það tekst nú ekki alltaf hjá gömlu.“ Þorgerði finnst gott að taka símtöl sem þarf að taka sem fyrst en dagarnir byrja á því að hitta fólkið sitt til að fara yfir tiltekin mál, stilla upp deginum og heyra síðan í stelpunum; Kristrúnu og Ingu. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Einmitt núna er ég einna helst að vinna í því að slaka á. Fólkið í kringum mig hefur verið að hvetja mig til þess í lengri tíma og ég ætla að leyfa mér að ná góðri hvíld yfir hátíðirnar. En ég elska vinnuna mína og held hreinlega að ég gæti ekki verið í skemmtilegri vinnu. Öll þau verkefni sem ég hef verið að vinna að síðasta árið – allt frá öryggis- og varnarmálum yfir í hagsmunagæslu fyrir okkur Íslendinga, þróunarsamvinnu og alþjóðapólitíkina almennt – eru svo áhugaverð og spennandi að takast á við. Utanríkisráðuneytið er stútfullt af hæfu og kraftmiklu fólki sem mér finnst æðislegt að fá að vinna með. Svo elska ég auðvitað pólitíkina og þingið – þar sem hefur verið nóg að gerast síðustu daga. Það er mjög vanmetinn vinnustaður! Svo finnst mér fátt skemmtilegra en að vera með fólkinu mínu í Viðreisn. Að vera formaður stjórnmálaflokks víkkar út sviðið með fjölbreyttum verkefnum.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Það er enginn dagur eins og hlutirnir geta breyst mjög hratt í því umhverfi sem ég vinn svo það getur stundum verið flókið að skipuleggja mikið. Ég reyni að ganga í verkin um leið og þau koma upp. Taka símtöl sem þarf að taka um leið og færi gefst. Þegar ég mæti til vinnu fer ég yfir þau gögn sem þarf að klára, hitti fólkið til að fara yfir tiltekin mál og stilli upp deginum. Svo heyri ég í stelpunum; Kristrúnu og Ingu. Og svo finnst mér gott að nýta þær stundir sem losna til að sökkva mér dýpra ofan í ákveðin mál. Þá kem ég betur undirbúin til leiks.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Alltof seint. Og ég sef of lítið. Það er vandamál sem ég er meðvituð um og er verk í vinnslu. Ég ætla ekki að stæra mig af því að sofa lítið því það er ekki dyggð. Mig langar þvert á móti að hvetja fólk til að huga að svefninum sínum. Ég er að minnsta kosti að reyna það.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist hafa týnt jólabarninu svolítið í sér um tíma. Það er þó að breytast aftur og í dag gefur hún sjálfri sér sex í einkunn sem jólabarn á skalnum 1-10. Með stækkandi fjölskyldu eru nýjar hefðir að bætast við um jólin. 23. desember 2023 10:01 Bjarni gefur sjálfum sér 8,5 í einkunn fyrir jólagjafakaup fyrir frúna Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra segir margar góðar hugmyndir geta vaknað þegar hann fer í bað snemma á morgnana. Og sendir þá tölvupósta og skilaboð út um allar trissur eða hlustar á hlaðvarpsþátt. Bjarni vaknar snemma, sofnar snemma og segist standa sig vel í að velja jólagjafir fyrir frúna. 24. desember 2022 10:01 „Vegna þessa æðis á ég það til að þvo gardínur á nóttunni“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, þingmaður og íslenskufræðingur, viðurkennir að fyrir jólin renni oft á hana jóla-æði. Og þá jafnvel svo mikið að á næturnar keppist hún við að þvo gardínur eða búa til jólakonfekt. 24. desember 2021 10:01 Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiginmaðurinn á von á sérstaklega flottri jólagjöf þetta árið Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist hafa týnt jólabarninu svolítið í sér um tíma. Það er þó að breytast aftur og í dag gefur hún sjálfri sér sex í einkunn sem jólabarn á skalnum 1-10. Með stækkandi fjölskyldu eru nýjar hefðir að bætast við um jólin. 23. desember 2023 10:01
Bjarni gefur sjálfum sér 8,5 í einkunn fyrir jólagjafakaup fyrir frúna Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra segir margar góðar hugmyndir geta vaknað þegar hann fer í bað snemma á morgnana. Og sendir þá tölvupósta og skilaboð út um allar trissur eða hlustar á hlaðvarpsþátt. Bjarni vaknar snemma, sofnar snemma og segist standa sig vel í að velja jólagjafir fyrir frúna. 24. desember 2022 10:01
„Vegna þessa æðis á ég það til að þvo gardínur á nóttunni“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, þingmaður og íslenskufræðingur, viðurkennir að fyrir jólin renni oft á hana jóla-æði. Og þá jafnvel svo mikið að á næturnar keppist hún við að þvo gardínur eða búa til jólakonfekt. 24. desember 2021 10:01