500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 19. desember 2025 21:16 Gylfi Þórðarson fer 500 ferðir á Esjuna á þessu ári. vísir/anton Esjufari sem hefur farið hátt í fimm hundruð ferðir upp og niður Esjuna það sem af er ári segir Esjuna vera sér sem og sálfræðingur. Það er öruggt að segja að fáir ef einhverjir hafa verið jafn iðnir við Esjuna þetta árið og hinn 57 ára Gylfi Þórðarsson sem starfar sem húsvörður við Álftanesskóla. Við hittum kappan fyrir hans 493 ferð upp Esjuna á árinu en hann stefnir á að klára sína fimmhundruðustu ferð á sunnudaginn. https://www.visir.is/g/20252778441d/murdoch-fedgar-verdi-medal-kaupenda-tiktok „Eins og að vera hjá sálfræðingi að vera á Esjunni“ „Við ætlum aðeins að gera smá gigg uppi, smá svona bæng og stjörnuljós og kakó. Svona stemmningu. Það verður allavega eitthvað fjör.“ En myndirðu hvetja aðra til að koma og fylgjast með þessu? „Ekki spurning! Þetta er klukkan þrjú á sunnudag. Allir að koma á Esjuna. Esjan gefur, hún gerir það. Þetta er eins og að vera hjá sálfræðingi að vera á Esjunni.“ Í heildina er um þrjú þúsund kílómetra að ræða og 300 kílómetra hækkun að sögn Gylfa. Fyrst hafi markmiðið verið 200 ferðir en það hafi náðst of snemma á árinu. „Þetta átti ekkert að fara út í þessa vitleysu. Ég hef aldrei verið mikill öfgamaður. Ég bætti bara við 300 svo gerðist það bara allt í einu. Og þá var markmiðið bara 365, það er málið. Það er ein á dag, rosa flott. Síðan kláraðist það og við hentumst yfir 400 kallinn. Það var 16. nóvember og svo bara: Reynum 500 kallinn og ég er búinn að vera hérna rosa mikið síðan,“ segir hann og bætir við að um rosalegan endasprett hafi verið að ræða. Hvernig bregst fólk við þegar þú segir frá þessu? „Það er svona hipsumhaps. Það eru alls konar viðbrögð. Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum. Eins og konan mín, frú Karítas, gerir gjarnan.“ 600 ferðir á næsta ári og jólatré á Esjunni Hann sé nú kominn með fullkomið áramótaheit fyrir komandi ár. „Þetta er stórhættuleg spurning. Ég myndi segja að hún væri mjög hættuleg. Ég myndi segja að það væri ögrandi áskorun fólgin í henni. 2025, 500 mannstu? 2026, 600? Hver veit? Ef maður byrjar með svona háa tölu, strax í upphafi, þá er þetta ekkert stórmál,“ segir hann og bætir við að það að komast út úr dyrunum heima sé stærsti þröskuldurinn. „Veðrið er bara eins og það er. Bara einhvern veginn. Stundum alveg æðislega ógeðslegt. En það er bara eins og það er. Þegar þú ert kominn af stað þá er þetta ekki jafn hræðilegt og þú heldur. Þetta er bara hugarfarið. Bara út með ykkur öll. Út að labba!“ Það má segja að fjallið sé í raun orðið eins og annað heimili Gylfa og því tók hann sig til og skreytti grenitré á svæðinu. Esjan er því enn heimilislegri en áður. „Þetta gerðum við daginn sem við komumst ekki í fjallið. Það var algjörlega ófært út af veðri. Svo við stóðum hérna í smá roki. Það er pínu skjól hérna samt. Kláruðum þetta. Bara svona gleðigjafi í lífinu. Hver hefur ekki gaman af fallegu jólatré úti í náttúrunni.“ Esjan Fjallamennska Heilsa Reykjavík Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Það er öruggt að segja að fáir ef einhverjir hafa verið jafn iðnir við Esjuna þetta árið og hinn 57 ára Gylfi Þórðarsson sem starfar sem húsvörður við Álftanesskóla. Við hittum kappan fyrir hans 493 ferð upp Esjuna á árinu en hann stefnir á að klára sína fimmhundruðustu ferð á sunnudaginn. https://www.visir.is/g/20252778441d/murdoch-fedgar-verdi-medal-kaupenda-tiktok „Eins og að vera hjá sálfræðingi að vera á Esjunni“ „Við ætlum aðeins að gera smá gigg uppi, smá svona bæng og stjörnuljós og kakó. Svona stemmningu. Það verður allavega eitthvað fjör.“ En myndirðu hvetja aðra til að koma og fylgjast með þessu? „Ekki spurning! Þetta er klukkan þrjú á sunnudag. Allir að koma á Esjuna. Esjan gefur, hún gerir það. Þetta er eins og að vera hjá sálfræðingi að vera á Esjunni.“ Í heildina er um þrjú þúsund kílómetra að ræða og 300 kílómetra hækkun að sögn Gylfa. Fyrst hafi markmiðið verið 200 ferðir en það hafi náðst of snemma á árinu. „Þetta átti ekkert að fara út í þessa vitleysu. Ég hef aldrei verið mikill öfgamaður. Ég bætti bara við 300 svo gerðist það bara allt í einu. Og þá var markmiðið bara 365, það er málið. Það er ein á dag, rosa flott. Síðan kláraðist það og við hentumst yfir 400 kallinn. Það var 16. nóvember og svo bara: Reynum 500 kallinn og ég er búinn að vera hérna rosa mikið síðan,“ segir hann og bætir við að um rosalegan endasprett hafi verið að ræða. Hvernig bregst fólk við þegar þú segir frá þessu? „Það er svona hipsumhaps. Það eru alls konar viðbrögð. Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum. Eins og konan mín, frú Karítas, gerir gjarnan.“ 600 ferðir á næsta ári og jólatré á Esjunni Hann sé nú kominn með fullkomið áramótaheit fyrir komandi ár. „Þetta er stórhættuleg spurning. Ég myndi segja að hún væri mjög hættuleg. Ég myndi segja að það væri ögrandi áskorun fólgin í henni. 2025, 500 mannstu? 2026, 600? Hver veit? Ef maður byrjar með svona háa tölu, strax í upphafi, þá er þetta ekkert stórmál,“ segir hann og bætir við að það að komast út úr dyrunum heima sé stærsti þröskuldurinn. „Veðrið er bara eins og það er. Bara einhvern veginn. Stundum alveg æðislega ógeðslegt. En það er bara eins og það er. Þegar þú ert kominn af stað þá er þetta ekki jafn hræðilegt og þú heldur. Þetta er bara hugarfarið. Bara út með ykkur öll. Út að labba!“ Það má segja að fjallið sé í raun orðið eins og annað heimili Gylfa og því tók hann sig til og skreytti grenitré á svæðinu. Esjan er því enn heimilislegri en áður. „Þetta gerðum við daginn sem við komumst ekki í fjallið. Það var algjörlega ófært út af veðri. Svo við stóðum hérna í smá roki. Það er pínu skjól hérna samt. Kláruðum þetta. Bara svona gleðigjafi í lífinu. Hver hefur ekki gaman af fallegu jólatré úti í náttúrunni.“
Esjan Fjallamennska Heilsa Reykjavík Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira