Lífið

Þriðja stigs krabba­meinið það besta sem kom fyrir hann

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
James Van Der Beek er þakklátur þrátt fyrir erfitt ár.
James Van Der Beek er þakklátur þrátt fyrir erfitt ár. Kevin Winter/Getty Images

Bandaríska Dawson's Creek stjarnan James Van Der Beek segist vera einkar þakklátur fyrir lífið þrátt fyrir að árið hafi leikið hann grátt. Hann greindist árið 2023 með þriðja stigs ristilkrabbamein og segir það í raun hafa verið það besta sem kom fyrir hann.

Leikarinn ræddi líf sitt á hispurslausan hátt við fréttamanninn Craig Melvin í Today þættinum. Hann segir það eðli málsins samkvæmt hafa verið áfall þegar hann greindist með krabbameinið 2023. Margir höfðu áhyggjur af leikaranum eftir að hann sendi inn myndbandskveðju á samleikara sína úr dramaþáttunum Dawson's í endurfundaþætti í september. Þar var hann ákaflega mjór og leit veiklulega út.

„Eitt af þessum hlutum sem ég hugsaði um þegar ég fékk að vita þetta er að þetta yrði eitt af því besta til að gerast við mig. Það var lítil rödd í hausnum á mér sem sagði mér bara að ég myndi breyta hlutunum í mínu lífi sem ég myndi annars aldrei gerast og að þetta myndi tryggja að ég myndi eiga góð ár.“

Þannig útskýrir Van Der Beek að hann hafi verið magapest í september og litið sérlega illa út þegar endurfundir stjarnanna fóru fram. Það hafi því ekki tengst krabbameininu með neinum hætti. 

Svona leit van der Beek út í september, en hann rekur það til magavandræða.

Hann segist eiga mun auðveldara með að vera góður við sjálfan sig og kunna að meta eigið virði. Hann eigi að geta náð sér af krabbameininu.

„Áður en ég fékk krabbamein þá fannst mér ég hugsa um öll þessi litlu fallegu móment sem hluta af einhverju stærra. Ég var meðvitaður um allt saman. Núna finnst mér ég eiga miklu auðveldara með að dvelja við stað og stund. Þannig að núvitund er í rauninni sú gjöf sem krabbameinið hefur gefið mér.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.