Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. desember 2025 21:01 Ríkisstjórnin áformar að hagræða í ríkisrekstri um hundrað og sjö milljarða króna næstu fimm ár. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra telur að aldrei hafi verið áformað að hagræða um svo háa fjárhæð. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld ætla að ráðast í metnaðarfyllstu hagræðingaraðgerðir í ríkisrekstri í langan tíma að mati fjármálaráðherra. Aldrei hafi verið ákveðið að spara aðra eins fjármuni eins og næstu ár eða um hundrað og sjö milljarða króna. Búist sé við að starfsfólki fækki. Stjórnvöld kölluðu eftir hagræðingartillögum frá almenningi og stofnunum í upphafi árs og bárust tíu þúsund tillögur. Hagræðingarhópur fór yfir þær og lagði til sextíu tillögur. Ríkistjórnin hefur svo fallist á tillögu vinnuhóps um að helmingur þeirra verði að veruleika næstu fimm ár og ætlar að spara samtals 107 milljarða króna í ríkisrekstri á tímabilinu. Meðal þess sem felst í áformunum er að fækka á ríkisstofnunum um 20. Þar undir er sameining HMS og skipulagsstofnunar, sameiningar í heilbrigðiskerfinu, samruni menningar- og listasafna og sameining á MAST, Fískistofu og verðlagsstofu skiptaverðs. Þá færist þjónusta og stjórnsýsla um 35 framhaldsskóla til fjögurra til sex svæðisskrifstofa. Sameina á 20 sýslumannsembætti í eitt. Loks á að samræma á innkaup ríkisins til dæmis með því sameiginlegum innkaupum á lyfjum í heilbrigðiskerfinu. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra telur að breytingarnar muni þýða einhverja fækkun starfsfólks. „Einhver fækkun mun að sjálfsögðu eiga sér stað. Það er líka starfsmannavelta hjá ríkinu þannig að við gerum kannski ekki ráð fyrir beinar uppsagnir í þessu en við gerum ráð fyrir einhverjar tilfærslur og einhverjar áherslubreytingar,“ segir Daði. Fjármálamarkaður hafi veitt árangri stjórnvalda athygli Ýmsar hagræðingartillögur sem eru þegar fram komnar hafa verið gagnrýndar. Til að mynda studdu skólameistarar framhaldsskóla ekki boðaðar breytingar í yfirlýsingu í haust. Daði er hins vegar sannfærður um áformin verði að veruleika. Árangur á þessu ári hafi til dæmis verið betri en gert hafði verið ráð fyrir. „Við erum farin af stað og árangurinn á þessu ári sem hagræðingaraðgerðirnar náðu alls ekki til bendir til þess að þetta muni ganga mjög vel. Okkur hefur tekist nú þegar náð að draga úr kostnaði um ellefu milljarða króna. Það kom til vegna bættra innkaupa ríkisins. Við höfum lagt áherslu á að ríkið njóti betur stærðar sinnar í innkaupum. Þá hefur fjármagnsþörf ríkisins verið stýrt betur,“ segir Daði. „Það er dýrt að vera stöðugt að fjármagna sig með lántöku og við höfum reynt eftir fremsta megni að stilla því í hóf. Það hefur gengið svo vel að það er eftir því tekið á markaði.“ Hagræðingamet Aðspurður um hvort hann muni eftir öðrum eins niðurskurði svara Daði: „Þetta eru mjög metnaðarfullar tillögur og þær metnaðarfyllstu sem hafa komið fram síðustu ár,“ segir Daði. Þá telur hann að þetta sé í fyrsta skipti sem ráðgert sé að skera niður svo háa upphæð hjá hinu opinbera eða samtals um hundrað og sjö milljarða króna næstu fimm ár. „Það hefur ekki verið gert áður,“ segir Daði. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Stjórnsýsla Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
Stjórnvöld kölluðu eftir hagræðingartillögum frá almenningi og stofnunum í upphafi árs og bárust tíu þúsund tillögur. Hagræðingarhópur fór yfir þær og lagði til sextíu tillögur. Ríkistjórnin hefur svo fallist á tillögu vinnuhóps um að helmingur þeirra verði að veruleika næstu fimm ár og ætlar að spara samtals 107 milljarða króna í ríkisrekstri á tímabilinu. Meðal þess sem felst í áformunum er að fækka á ríkisstofnunum um 20. Þar undir er sameining HMS og skipulagsstofnunar, sameiningar í heilbrigðiskerfinu, samruni menningar- og listasafna og sameining á MAST, Fískistofu og verðlagsstofu skiptaverðs. Þá færist þjónusta og stjórnsýsla um 35 framhaldsskóla til fjögurra til sex svæðisskrifstofa. Sameina á 20 sýslumannsembætti í eitt. Loks á að samræma á innkaup ríkisins til dæmis með því sameiginlegum innkaupum á lyfjum í heilbrigðiskerfinu. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra telur að breytingarnar muni þýða einhverja fækkun starfsfólks. „Einhver fækkun mun að sjálfsögðu eiga sér stað. Það er líka starfsmannavelta hjá ríkinu þannig að við gerum kannski ekki ráð fyrir beinar uppsagnir í þessu en við gerum ráð fyrir einhverjar tilfærslur og einhverjar áherslubreytingar,“ segir Daði. Fjármálamarkaður hafi veitt árangri stjórnvalda athygli Ýmsar hagræðingartillögur sem eru þegar fram komnar hafa verið gagnrýndar. Til að mynda studdu skólameistarar framhaldsskóla ekki boðaðar breytingar í yfirlýsingu í haust. Daði er hins vegar sannfærður um áformin verði að veruleika. Árangur á þessu ári hafi til dæmis verið betri en gert hafði verið ráð fyrir. „Við erum farin af stað og árangurinn á þessu ári sem hagræðingaraðgerðirnar náðu alls ekki til bendir til þess að þetta muni ganga mjög vel. Okkur hefur tekist nú þegar náð að draga úr kostnaði um ellefu milljarða króna. Það kom til vegna bættra innkaupa ríkisins. Við höfum lagt áherslu á að ríkið njóti betur stærðar sinnar í innkaupum. Þá hefur fjármagnsþörf ríkisins verið stýrt betur,“ segir Daði. „Það er dýrt að vera stöðugt að fjármagna sig með lántöku og við höfum reynt eftir fremsta megni að stilla því í hóf. Það hefur gengið svo vel að það er eftir því tekið á markaði.“ Hagræðingamet Aðspurður um hvort hann muni eftir öðrum eins niðurskurði svara Daði: „Þetta eru mjög metnaðarfullar tillögur og þær metnaðarfyllstu sem hafa komið fram síðustu ár,“ segir Daði. Þá telur hann að þetta sé í fyrsta skipti sem ráðgert sé að skera niður svo háa upphæð hjá hinu opinbera eða samtals um hundrað og sjö milljarða króna næstu fimm ár. „Það hefur ekki verið gert áður,“ segir Daði.
„Það er dýrt að vera stöðugt að fjármagna sig með lántöku og við höfum reynt eftir fremsta megni að stilla því í hóf. Það hefur gengið svo vel að það er eftir því tekið á markaði.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Stjórnsýsla Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira