Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2025 11:14 Biden er eini forsetinn sem ekki er mynd af en þess í stað er mynd af tóli sem margir forsetar, og þar á meðal Donald Trump, hafa notað til að skrifa undir tilskipanir og opinber skjöl. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét í september setja upp sérstakan „frægðargang“ í Hvíta húsinu. Þar voru settar upp myndir af forsetum Bandaríkjanna en nú hefur bæst við texti um störf þeirra og afrek, í flestum tilfellum. Í tilfellum forseta sem Trump virðist illa við var textinn níð um þá og grín á þeirra kostnað Í nokkrum tilfellum snýst texti um fyrrverandi forseta þar að auki um Trump sjálfan og þykir hann mjög í stíl við færslur Trumps á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli. Ekki liggur fyrir hvenær breytingar voru gerðar á ganginum en blaðamenn sáu nýju textana fyrst í gær, samkvæmt AP fréttaveitunni. Textaplattarnir, sem eru skreyttir gulli, þykja marka vilja Trumps til að setja sinn eigin brag á Hvíta húsið og fara þeir þvert á venjur varðandi það hvernig forsetar tala um og koma fram við forvera sína. Þá eru þær einnig til marks um tilraunir Trumps til að endurskrifa söguna. „Plattarnir eru vel skrifaðar lýsingar á forsetum og þeirri arfleifð sem þeir skilja eftir sig,“ sagði Karoline Leavitt, talskona Trumps um „frægðarganginn“. Hún sagði Trump hafa skrifað marga textana sjálfur, þar sem hann væri mikill áhugamaður um sagnfræði. Á einum platta segir að Trump hafi átt hugmyndina að þessum gangi og honum sé ætlað að vera „virðingarvottur gagnvart fyrrverandi forsetum, góðum, slæmum og þeim sem teljast einhvers staðar á milli.“ Plattinn undir myndinni af undirskriftatólinu. Þar er texti um Joe Biden sem Trump hefur líklega skrifað sjálfur, ef marka má talskonu hans.AP/Mark Schiefelbein Fer hörðum orðum yfir Biden Joe Biden, forvera Trumps, er lýst sem „þreyttum“ og „spilltum“, eins og Trump kallar hann ítrekað, og „langversta forseta Bandaríkjanna“. Um Biden segir að hann hafi næstum því gert út af við Bandaríkin og að hann hafi tekið við embætti í kjölfar „spilltustu kosninga“ í sögu Bandaríkjanna. Hann er einnig sagður bera ábyrgð á dauða þrettán bandarískra hermanna í Afganistan, á innrás Rússa í Úkraínu og á árás Hamas á Ísrael þann 7. október 2023. Enn fremur segir að bandamenn Bidens hafi reynt að hylma yfir sífellt versnandi ásigkomulag hans og að hann hafi þurft að draga framboð sitt til endurkjörs til baka í skömm. Myndin er einnig ekki af Biden heldur af tóli sem notað hefur verið af forsetum Bandaríkjanna, þar á meðal af Trump sjálfum, til að skrifa undir opinber skjöl. Á ensku kallast þetta tól „autopen“ og hefur Trump ítrekað haldið því fram að flestar, ef ekki allar, tilskipanir Bidens hafi verið ólöglegar vegna þess að þetta tól hafi verið notað. Forsetar Bandaríkjanna hafa þó notað þetta tól í fjölmörg ár og það hefur Trump einnig ítrekað gert sjálfur. Hér má sjá textann um Barack Obama.AP/Mark Schiefelbein Svipaður texti um Obama Barack Obama er lýst á platta sem „einum af mest sundrandi stjórnmálamanni Bandaríkjanna“ og er notast við millinafn hans, Hussein, á plattanum en eins og frægt er laug Trump því lengi að Obama hefði verið ólögmætur forseti, þar sem hann hefði ekki fæðst í Bandaríkjunum. Obama er á plattanum gagnrýndur fyrir breytingar á sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, stjórn hans á efnahagsmálum, kjarnorkusamkomulagið við Íran og Parísarsáttmálann um losun gróðurhúsalofttegunda. Þá er gefið til kynna að hann beri ábyrgð á upprisu Íslamska ríkisins, óreiðunni í Líbíu og hernámi Rússa á Krímskaga. Obama er einnig sakaður um að hafa njósnað um framboð Trumps árið 2016 og um að hafa skapað „Rússagabbið“ eins og Trump kallar Rússarannsóknina svokölluðu. Þá segir að arftaki hans, Hillary Clinton, hafi tapað í kosningum gegn Trump. Clinton hrósað, smá Svipaðan texta má finna á plattanum um Bill Clinton en þar er tekið fram að eiginkona hans hafi tapað fyrir Trump. Að öðru leyti er Clinton hrósað fyrir árangur í baráttu gegn glæpastarfsemi og fyrir að draga úr fjárlagahalla, svo eitthvað sé nefnt. Hins vegar segir að hann hafi náð þessum árangri með Repúblikana í meirihluta á þingi. Þá er fríverslunarsamning Norður-Ameríku, sem samþykktur var undir stjórn Clintons, sagður hafa reynst slæmur fyrir Bandaríkin og segir að Trump hafi rift honum á fyrsta kjörtímabili sínu. Hann gerði það ekki, heldur endursamdi hann nokkur ákvæði hans við ráðamenn í Mexíkó og Kanada. Það var þó forveri Clintons, George H.W. Bush, sem hóf vinnuna að NAFTA og stendur ekkert um það á platta hans. Plattar um Ronald Reagan, Jimmy Carter og Gerald Ford.AP/Mark Schiefelbein Notar aðra platta til að tala vel um sig Trump fer ekki hörðum orðum um flesta látna forseta Bandaríkjanna en notar ýmsa platta til að hrósa sjálfum sér og gagnrýna fjölmiðla, svo eitthvað sé nefnt. Á platta Andrew Jakckson segir til að mynda að fjölmiðlar hafi komið fram við hann með ósanngjörnum hætti, en ekki eins illa og komið var fram við Abraham Lincoln og Donald Trump í framtíðinni. Um Jimmy Carter segir að hann hafi ekki staðið sig vel í embætti og að mörgum þyki hann hafa skilað meiri árangri eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu. „Hann gerði frábæra hluti fyrir mannkynið!“ segir á plattanum. Ronald Reagan er málaður í mjög jákvæðu ljósi en platti hans endar á því að Reagan hafi verið mikill aðdáandi Trumps, löngu áður en Trump náði sögulegum sigri í baráttu um Hvíta húsið. Trump hafi verið aðdáandi Reagans. Lofar sjálfan sig Um sjálfan sig segir Trump, hafi hann skrifað þetta sjálfur eins og talskona hans segir, að fyrsta kjörtímabil hans hafi verið sögulegt. Hann hafi skrifað undir stærstu skattalækkun í sögu Bandaríkjanna (sem er ekki rétt), að hann hafi fækkað reglugerðum verulega, endurbyggt bandaríska herinn, rift kjarnorkusamkomulaginu við Íran, Parísarsáttmálanum, NAFTA-fríverslunarsamningnum, rústað Kalífadæmi Íslamska ríkisins og skapað öflugasta efnahag í sögu heimsins, svo eitthvað sé nefnt. Hann segist einnig hafa bjargað milljónum mannslífa með hraðri þróun bóluefna í faraldri Covid. Um seinna kjörtímabilið segist Trupm hafa unnið sögulega stóran kosningasigur (sem er ekki rétt), að hann hafi verið fyrsti frambjóðandi Repúblikanaflokksins í áratugi til að fá meirihluta atkvæða, að hann hafi sigrast á vopnvæddu réttarkerfi Bandaríkjanna, lifað af tvær morðtilraunir og segir þar einnig að hann hafi lýst yfir gullöld Bandaríkjanna þegar hann tók embætti. Þá segir einnig aftur að hann hafi skrifað undir stærstu skattalækkun í sögu Bandaríkjanna, gert útaf við getu Írana til að auðga úran, sannfært leiðtoga NATO um að auka fjárútlát til varnarmála, endurskapað alþjóðamarkaði og fjarlægt það sem kallast Critical race theory og „trans-geðveiki“ úr skólum Bandaríkjanna. Critical race theory gæti verið skilgreint sem fræðigrein eða kenning sem ætlað er að skoða kerfislæga kynþáttahyggju í Bandaríkjunum. Trump stærir sig einnig af því að hafa byrjað þróun „Gullhvelfingarinnar“ svokölluðu, sem er eldflaugavarnakerfi sem ætlað er að verja Bandaríkin, og stærir hann sig einnig af byggingu veislusals við Hvíta húsið. Þá segir á seinni plattanum um Trump að það besta sé enn eftir, enda á hann rúm þrjú ár eftir í embætti. Bandaríkin Donald Trump Barack Obama Joe Biden Bill Clinton George W. Bush Jimmy Carter Ronald Reagan Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Í nokkrum tilfellum snýst texti um fyrrverandi forseta þar að auki um Trump sjálfan og þykir hann mjög í stíl við færslur Trumps á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli. Ekki liggur fyrir hvenær breytingar voru gerðar á ganginum en blaðamenn sáu nýju textana fyrst í gær, samkvæmt AP fréttaveitunni. Textaplattarnir, sem eru skreyttir gulli, þykja marka vilja Trumps til að setja sinn eigin brag á Hvíta húsið og fara þeir þvert á venjur varðandi það hvernig forsetar tala um og koma fram við forvera sína. Þá eru þær einnig til marks um tilraunir Trumps til að endurskrifa söguna. „Plattarnir eru vel skrifaðar lýsingar á forsetum og þeirri arfleifð sem þeir skilja eftir sig,“ sagði Karoline Leavitt, talskona Trumps um „frægðarganginn“. Hún sagði Trump hafa skrifað marga textana sjálfur, þar sem hann væri mikill áhugamaður um sagnfræði. Á einum platta segir að Trump hafi átt hugmyndina að þessum gangi og honum sé ætlað að vera „virðingarvottur gagnvart fyrrverandi forsetum, góðum, slæmum og þeim sem teljast einhvers staðar á milli.“ Plattinn undir myndinni af undirskriftatólinu. Þar er texti um Joe Biden sem Trump hefur líklega skrifað sjálfur, ef marka má talskonu hans.AP/Mark Schiefelbein Fer hörðum orðum yfir Biden Joe Biden, forvera Trumps, er lýst sem „þreyttum“ og „spilltum“, eins og Trump kallar hann ítrekað, og „langversta forseta Bandaríkjanna“. Um Biden segir að hann hafi næstum því gert út af við Bandaríkin og að hann hafi tekið við embætti í kjölfar „spilltustu kosninga“ í sögu Bandaríkjanna. Hann er einnig sagður bera ábyrgð á dauða þrettán bandarískra hermanna í Afganistan, á innrás Rússa í Úkraínu og á árás Hamas á Ísrael þann 7. október 2023. Enn fremur segir að bandamenn Bidens hafi reynt að hylma yfir sífellt versnandi ásigkomulag hans og að hann hafi þurft að draga framboð sitt til endurkjörs til baka í skömm. Myndin er einnig ekki af Biden heldur af tóli sem notað hefur verið af forsetum Bandaríkjanna, þar á meðal af Trump sjálfum, til að skrifa undir opinber skjöl. Á ensku kallast þetta tól „autopen“ og hefur Trump ítrekað haldið því fram að flestar, ef ekki allar, tilskipanir Bidens hafi verið ólöglegar vegna þess að þetta tól hafi verið notað. Forsetar Bandaríkjanna hafa þó notað þetta tól í fjölmörg ár og það hefur Trump einnig ítrekað gert sjálfur. Hér má sjá textann um Barack Obama.AP/Mark Schiefelbein Svipaður texti um Obama Barack Obama er lýst á platta sem „einum af mest sundrandi stjórnmálamanni Bandaríkjanna“ og er notast við millinafn hans, Hussein, á plattanum en eins og frægt er laug Trump því lengi að Obama hefði verið ólögmætur forseti, þar sem hann hefði ekki fæðst í Bandaríkjunum. Obama er á plattanum gagnrýndur fyrir breytingar á sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, stjórn hans á efnahagsmálum, kjarnorkusamkomulagið við Íran og Parísarsáttmálann um losun gróðurhúsalofttegunda. Þá er gefið til kynna að hann beri ábyrgð á upprisu Íslamska ríkisins, óreiðunni í Líbíu og hernámi Rússa á Krímskaga. Obama er einnig sakaður um að hafa njósnað um framboð Trumps árið 2016 og um að hafa skapað „Rússagabbið“ eins og Trump kallar Rússarannsóknina svokölluðu. Þá segir að arftaki hans, Hillary Clinton, hafi tapað í kosningum gegn Trump. Clinton hrósað, smá Svipaðan texta má finna á plattanum um Bill Clinton en þar er tekið fram að eiginkona hans hafi tapað fyrir Trump. Að öðru leyti er Clinton hrósað fyrir árangur í baráttu gegn glæpastarfsemi og fyrir að draga úr fjárlagahalla, svo eitthvað sé nefnt. Hins vegar segir að hann hafi náð þessum árangri með Repúblikana í meirihluta á þingi. Þá er fríverslunarsamning Norður-Ameríku, sem samþykktur var undir stjórn Clintons, sagður hafa reynst slæmur fyrir Bandaríkin og segir að Trump hafi rift honum á fyrsta kjörtímabili sínu. Hann gerði það ekki, heldur endursamdi hann nokkur ákvæði hans við ráðamenn í Mexíkó og Kanada. Það var þó forveri Clintons, George H.W. Bush, sem hóf vinnuna að NAFTA og stendur ekkert um það á platta hans. Plattar um Ronald Reagan, Jimmy Carter og Gerald Ford.AP/Mark Schiefelbein Notar aðra platta til að tala vel um sig Trump fer ekki hörðum orðum um flesta látna forseta Bandaríkjanna en notar ýmsa platta til að hrósa sjálfum sér og gagnrýna fjölmiðla, svo eitthvað sé nefnt. Á platta Andrew Jakckson segir til að mynda að fjölmiðlar hafi komið fram við hann með ósanngjörnum hætti, en ekki eins illa og komið var fram við Abraham Lincoln og Donald Trump í framtíðinni. Um Jimmy Carter segir að hann hafi ekki staðið sig vel í embætti og að mörgum þyki hann hafa skilað meiri árangri eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu. „Hann gerði frábæra hluti fyrir mannkynið!“ segir á plattanum. Ronald Reagan er málaður í mjög jákvæðu ljósi en platti hans endar á því að Reagan hafi verið mikill aðdáandi Trumps, löngu áður en Trump náði sögulegum sigri í baráttu um Hvíta húsið. Trump hafi verið aðdáandi Reagans. Lofar sjálfan sig Um sjálfan sig segir Trump, hafi hann skrifað þetta sjálfur eins og talskona hans segir, að fyrsta kjörtímabil hans hafi verið sögulegt. Hann hafi skrifað undir stærstu skattalækkun í sögu Bandaríkjanna (sem er ekki rétt), að hann hafi fækkað reglugerðum verulega, endurbyggt bandaríska herinn, rift kjarnorkusamkomulaginu við Íran, Parísarsáttmálanum, NAFTA-fríverslunarsamningnum, rústað Kalífadæmi Íslamska ríkisins og skapað öflugasta efnahag í sögu heimsins, svo eitthvað sé nefnt. Hann segist einnig hafa bjargað milljónum mannslífa með hraðri þróun bóluefna í faraldri Covid. Um seinna kjörtímabilið segist Trupm hafa unnið sögulega stóran kosningasigur (sem er ekki rétt), að hann hafi verið fyrsti frambjóðandi Repúblikanaflokksins í áratugi til að fá meirihluta atkvæða, að hann hafi sigrast á vopnvæddu réttarkerfi Bandaríkjanna, lifað af tvær morðtilraunir og segir þar einnig að hann hafi lýst yfir gullöld Bandaríkjanna þegar hann tók embætti. Þá segir einnig aftur að hann hafi skrifað undir stærstu skattalækkun í sögu Bandaríkjanna, gert útaf við getu Írana til að auðga úran, sannfært leiðtoga NATO um að auka fjárútlát til varnarmála, endurskapað alþjóðamarkaði og fjarlægt það sem kallast Critical race theory og „trans-geðveiki“ úr skólum Bandaríkjanna. Critical race theory gæti verið skilgreint sem fræðigrein eða kenning sem ætlað er að skoða kerfislæga kynþáttahyggju í Bandaríkjunum. Trump stærir sig einnig af því að hafa byrjað þróun „Gullhvelfingarinnar“ svokölluðu, sem er eldflaugavarnakerfi sem ætlað er að verja Bandaríkin, og stærir hann sig einnig af byggingu veislusals við Hvíta húsið. Þá segir á seinni plattanum um Trump að það besta sé enn eftir, enda á hann rúm þrjú ár eftir í embætti.
Bandaríkin Donald Trump Barack Obama Joe Biden Bill Clinton George W. Bush Jimmy Carter Ronald Reagan Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira