Lögðu lengi á ráðin um herlög Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2025 13:26 Yoon Suk Yeol, fyrverandi forseti Suður-Kóreu. AP/Ahn Young-joon Yoon Suk Yeol, fyrrverandi forseti Suður-Kóreu, ætlaði að nota herlög til að losa sig við pólitíska andstæðinga sína og taka sér aukin völd í landinu. Hann og bandamenn hans í hernum reyndu einnig að auka spennuna milli Suður- og Norður-Kóreu til að réttlæta beitingu herlaga og undirbjuggu áætlun sína í meira en ár. Forsetinn setti á herlög í desember 2024. Það ástand varði þó einungis í nokkrar klukkustundir og í kjölfarið hrökklaðist hann frá völdum og var handtekinn. Niðurstöður rannsóknar á aðgerðum Yoons og bandamanna hans voru birtar í gær. Þar kom fram að Yoon og bandamenn hans í hernum hefðu lagt á ráðin um herlög frá því fyrir október 2023 og þeir hafi komið fleiri bandamönnum sínum fyrir í háttsettum stöðum innan hersins. Þá eru þeir sagðir hafa haldið veislur fyrir aðra yfirmenn í hernum, til að reyna að fá þá á sitt band, samkvæmt AP fréttveitunni. Yoon og Kim Yong Hyun, varnarmálaráðherra sem var honum hliðhollur, auk Yeo In Hyung, yfirmanns leyniþjónustu hers Suður-Kóreu, eru sagðir hafa framkvæmt nokkrar hernaðaraðgerðir sem ætlað var að kalla á viðbrögð frá Norður-Kóreu. Þar á meðal voru drónaflugerðir yfir Norður-Kóreu. Engin voru þó viðbrögðin og telja rannsakendur að það hafi verið vegna þess að ráðamenn í Norður-Kóreu voru önnum kafnir við stuðning einræðisríkisins við hernað Rússa í Úkraínu. Þrátt fyrir að tilefni hafi ekki verið til staðar setti Yoon herlög á, með því markmiði að losa sig við andstæðinga sína. Hundruð hermanna voru sendir til að umkringja þinghúsið í Seoul og koma í veg fyrir að þingmenn kæmust þangað inn. Það tókst þeim þó og greiddu þeir fljótt atkvæði um frumvarp sem felldi herlögin úr gildi. Stjórnlagadómstóll landsins fékk svo það hlutverk að úrskurða um veru hans í embætti. Sjá einnig: Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Forsetinn fyrrverandi stendur frammi fyrir ýmsum ákærum og þar á meðal ákærum um að standa í vegi réttvísinnar með því að reyna að hylma yfir þessa áætlun sem skýrslan sem birt var í gær varpaði ljósi á. Úrskurður í því máli á að liggja fyrir í febrúar, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni. Cho Eun Seok, sérstakur rannsakandi, birti í gær skýrslu um beitingu fyrrverandi forseta landsins á herlögum.AP/Jung Yeon Je Yoon hefur áður haldið því fram að hann hafi viljað auka stuðning almennings við sig í baráttunni við stjórnarandstöðuna á þingi, sem hefur staðið í vegi þess að hann hafi getað náð fram áherslumálum sínum. Hann hefur meðal annars sagst hafa þurft að verja Suður-Kóreu gegn kommúnískum áhrifum frá Norður-Kóreu. Auk hans standa 23 aðrir frammi fyrir ákærum. Herforingjar hafa þar á meðal verið ákærðir af saksóknurum hersins. Sjá einnig: Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Kim Keon Hee, eiginkona Yoons, hefur einnig verið handtekin og ákærð vegna máls sem kemur herlögunum ekkert við. Hún er meðal annars sökuð um að taka við mútugreiðslum frá umdeildri kirkju í Suður-Kóreu og hafa lögregluþjónar gert áhlaup í ýmsum byggingum Sameiningarkirkjunnar. Suður-Kórea Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Forsetinn setti á herlög í desember 2024. Það ástand varði þó einungis í nokkrar klukkustundir og í kjölfarið hrökklaðist hann frá völdum og var handtekinn. Niðurstöður rannsóknar á aðgerðum Yoons og bandamanna hans voru birtar í gær. Þar kom fram að Yoon og bandamenn hans í hernum hefðu lagt á ráðin um herlög frá því fyrir október 2023 og þeir hafi komið fleiri bandamönnum sínum fyrir í háttsettum stöðum innan hersins. Þá eru þeir sagðir hafa haldið veislur fyrir aðra yfirmenn í hernum, til að reyna að fá þá á sitt band, samkvæmt AP fréttveitunni. Yoon og Kim Yong Hyun, varnarmálaráðherra sem var honum hliðhollur, auk Yeo In Hyung, yfirmanns leyniþjónustu hers Suður-Kóreu, eru sagðir hafa framkvæmt nokkrar hernaðaraðgerðir sem ætlað var að kalla á viðbrögð frá Norður-Kóreu. Þar á meðal voru drónaflugerðir yfir Norður-Kóreu. Engin voru þó viðbrögðin og telja rannsakendur að það hafi verið vegna þess að ráðamenn í Norður-Kóreu voru önnum kafnir við stuðning einræðisríkisins við hernað Rússa í Úkraínu. Þrátt fyrir að tilefni hafi ekki verið til staðar setti Yoon herlög á, með því markmiði að losa sig við andstæðinga sína. Hundruð hermanna voru sendir til að umkringja þinghúsið í Seoul og koma í veg fyrir að þingmenn kæmust þangað inn. Það tókst þeim þó og greiddu þeir fljótt atkvæði um frumvarp sem felldi herlögin úr gildi. Stjórnlagadómstóll landsins fékk svo það hlutverk að úrskurða um veru hans í embætti. Sjá einnig: Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Forsetinn fyrrverandi stendur frammi fyrir ýmsum ákærum og þar á meðal ákærum um að standa í vegi réttvísinnar með því að reyna að hylma yfir þessa áætlun sem skýrslan sem birt var í gær varpaði ljósi á. Úrskurður í því máli á að liggja fyrir í febrúar, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni. Cho Eun Seok, sérstakur rannsakandi, birti í gær skýrslu um beitingu fyrrverandi forseta landsins á herlögum.AP/Jung Yeon Je Yoon hefur áður haldið því fram að hann hafi viljað auka stuðning almennings við sig í baráttunni við stjórnarandstöðuna á þingi, sem hefur staðið í vegi þess að hann hafi getað náð fram áherslumálum sínum. Hann hefur meðal annars sagst hafa þurft að verja Suður-Kóreu gegn kommúnískum áhrifum frá Norður-Kóreu. Auk hans standa 23 aðrir frammi fyrir ákærum. Herforingjar hafa þar á meðal verið ákærðir af saksóknurum hersins. Sjá einnig: Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Kim Keon Hee, eiginkona Yoons, hefur einnig verið handtekin og ákærð vegna máls sem kemur herlögunum ekkert við. Hún er meðal annars sökuð um að taka við mútugreiðslum frá umdeildri kirkju í Suður-Kóreu og hafa lögregluþjónar gert áhlaup í ýmsum byggingum Sameiningarkirkjunnar.
Suður-Kórea Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira