Enski boltinn

„Gott fyrir svæðið, fé­lagið og stuðningsmennina“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Regis Le Bris, knattspyrnustjóri Sunderland, fagnar lokaflautinu í sigrinum á Newcastle United í dag.
Regis Le Bris, knattspyrnustjóri Sunderland, fagnar lokaflautinu í sigrinum á Newcastle United í dag. Getty/Lee Parker

Regis Le Bris, knattspyrnustjóri Sunderland, var afar kátur með 1-0 sigur nýliðanna á nágrönnum sínum i Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Ég er stoltur og ánægður. Þetta var grannaslagur og stuðningsmenn okkar bjuggust við sigri. Þessi sigur er vel verðskuldaður, við sýndum þroskaðan leik og strákarnir voru ótrúlegir,“ sagði Regis le Bris, knattspyrnustjóri Sunderland, við Sky Sports.

„Í fyrri hálfleik var þetta mjög gott taktískt, bara smáatriði varðandi leikskipulagið, svo var það spurning um að vera klínískari á síðasta þriðjungnum. Við höfðum góða stjórn á leiknum og á stundum vorum við þolinmóðari,“ sagði Le Bris

„Þetta var góð þroskamerki hjá liðnu, ég er svo ánægður fyrir hönd strákanna og það er gott fyrir stuðningsmenn okkar,“ sagði Le Bris

„Þetta er gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina. Við vissum áður að þetta væri sérstakur leikur en við verðum að núllstilla okkur fljótt þar sem við eigum fyrir höndum aðra erfiða áskorun í Brighton eftir eina viku. Þá þurfum við að byrja aftur,“ sagði Le Bris.

Klippa: Viðtal við knattspyrnustjóra Sunderland eftir sigur á Newcastle



Fleiri fréttir

Sjá meira


×