ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. desember 2025 22:54 Úkraínumenn héldu mótmæli í Brussel í dag þar sem þeir kröfðust þess að rússneskir fjármunir yrðu notaðir til að fjármagna varnir Úkraínu. EPA Stjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að beita neyðarheimild sem felst í að ríkiseignir Rússlands innan ESB verði frystar ótímabundið. Á sama tíma hafa rússnesk stjórnvöld hótað að beita verðbréfafyrirtækið Euroclear, vörsluaðila stórs hluta umræddra eigna, hefndaraðgerðum. Í umfjöllun Guardian segir að sambandið komi til með að frysta fjármuni í eigu rússneska seðlabankans sem nema 210 milljörðum evra, eða um 31 billjón króna. Með aðgerðinni sé hægt að nýta fjármunina til að styðja við varnir Úkraínu gegn Rússum. António Costa, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, tilkynnti um ákvörðunina í dag. Með henni væri sambandið að standa við skuldbindingu síðan í október um að halda rússneskum eignum frystum þar til Rússland bindur enda á innrásarstríðið gegn Úkraínu og bætir það tjón sem ríkið hefur með því valdið. Áður þurfti sambandið að endurnýja refsiaðgerðir, sem sneru að því að frysta rússneskar eignir, á sex mánaða fresti. Þannig gátu aðildarríki hliðholl Kremlstjórninni, eins og til dæmis Ungverjaland, beitt neitunarvaldi eftir atvikum. Yfir hundrað málsóknir Ákvörðun ESB var tekin aðeins nokkrum klukkustundum eftir að seðlabanki Rússlands tilkynnti um málshöfðun á hendur verðbréfafyrirtækisins Euroclear, sem heldur utan um stærstan hluta frystra rússneskra eigna. Það er þó ekki á valdi fyrirtækisins hvernig hinum frystu fjármunum er ráðstafað. Málið er höfðað fyrir rússneskum dómstól. Í málsókninni kemur fram að „ólöglegar aðgerðir“ Euroclear hafi valdið getu seðlabankans til að stýra fjármunum og verðbréfum „tjóni“. Guardian hefur eftir forsvarsmanni fyrirtækisins að yfir hundrað mál hafi þegar verið höfðuð á hendur því í Rússlandi. Belgar á bremsunni Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði í síðustu viku til að sambandið skyldi lána Úkraínu níutíu milljarða evra, með veði í rússneskum eignum sem frystar hafa verið innan ESB frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022. Fulltrúar Belgíu hafa þó stöðvað áætlunina vegna ótta við fjölda málsókna frá rússneskum stjórnvöldum og við haldlagningu belgískra eigna í landinu. Leiðtogafundur ESB fer fram í næstu viku, en þar hafa fulltrúar lofað ákvörðun um tilhögun fjárhagsaðstoðar til Úkraínu næstu tvö árin. Úkraínsk stjórnvöld sjá fram á að verða að óbreyttu uppiskroppa með fé til að fjármagna varnir sínar og greiða læknum og kennurum laun næsta vor. Embættismenn ESB telja að fyrirhugað níutíu milljarða evra lán muni mæta tveimur þriðju af fjárhagslegum þörfum Úkraínu næstu tvö árin og búast við að önnur stuðningsríki Úkraínu bjóði á móti fram fjárhagsaðstoð sem nemur þriðjungi þarfanna. Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Belgía Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Í umfjöllun Guardian segir að sambandið komi til með að frysta fjármuni í eigu rússneska seðlabankans sem nema 210 milljörðum evra, eða um 31 billjón króna. Með aðgerðinni sé hægt að nýta fjármunina til að styðja við varnir Úkraínu gegn Rússum. António Costa, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, tilkynnti um ákvörðunina í dag. Með henni væri sambandið að standa við skuldbindingu síðan í október um að halda rússneskum eignum frystum þar til Rússland bindur enda á innrásarstríðið gegn Úkraínu og bætir það tjón sem ríkið hefur með því valdið. Áður þurfti sambandið að endurnýja refsiaðgerðir, sem sneru að því að frysta rússneskar eignir, á sex mánaða fresti. Þannig gátu aðildarríki hliðholl Kremlstjórninni, eins og til dæmis Ungverjaland, beitt neitunarvaldi eftir atvikum. Yfir hundrað málsóknir Ákvörðun ESB var tekin aðeins nokkrum klukkustundum eftir að seðlabanki Rússlands tilkynnti um málshöfðun á hendur verðbréfafyrirtækisins Euroclear, sem heldur utan um stærstan hluta frystra rússneskra eigna. Það er þó ekki á valdi fyrirtækisins hvernig hinum frystu fjármunum er ráðstafað. Málið er höfðað fyrir rússneskum dómstól. Í málsókninni kemur fram að „ólöglegar aðgerðir“ Euroclear hafi valdið getu seðlabankans til að stýra fjármunum og verðbréfum „tjóni“. Guardian hefur eftir forsvarsmanni fyrirtækisins að yfir hundrað mál hafi þegar verið höfðuð á hendur því í Rússlandi. Belgar á bremsunni Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði í síðustu viku til að sambandið skyldi lána Úkraínu níutíu milljarða evra, með veði í rússneskum eignum sem frystar hafa verið innan ESB frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022. Fulltrúar Belgíu hafa þó stöðvað áætlunina vegna ótta við fjölda málsókna frá rússneskum stjórnvöldum og við haldlagningu belgískra eigna í landinu. Leiðtogafundur ESB fer fram í næstu viku, en þar hafa fulltrúar lofað ákvörðun um tilhögun fjárhagsaðstoðar til Úkraínu næstu tvö árin. Úkraínsk stjórnvöld sjá fram á að verða að óbreyttu uppiskroppa með fé til að fjármagna varnir sínar og greiða læknum og kennurum laun næsta vor. Embættismenn ESB telja að fyrirhugað níutíu milljarða evra lán muni mæta tveimur þriðju af fjárhagslegum þörfum Úkraínu næstu tvö árin og búast við að önnur stuðningsríki Úkraínu bjóði á móti fram fjárhagsaðstoð sem nemur þriðjungi þarfanna.
Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Belgía Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira