Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar 12. desember 2025 12:33 Í síðustu viku freistuðum við þess að nota húmorinn til að benda á ruglið í kringum sjókvíaeldið. Við misstum hins vegar húmorinn þegar innviðaráðherra saltaði Fjarðarheiðagöng. Í stað þess að tengja Seyðisfjörð við Egilsstaði, eins og 600 milljóna kostnaður og áætlanir gerðu ráð fyrir, á nú að beina göngunum til Mjóafjarðar og Neskaupstaðar. Það eru flestir gapandi yfir ruglinu. Rökstuðningurinn? Eins og greint hefur verið frá tók innviðaráðherra þau rök sem hentuðu honum úr skýrslunni. Hann nefndi einnig að í Mjóafirði skuli „koma fyrir sjókvíaeldi” en í firðinum búa ellefu manneskjur sem skiljanlega óttast að þorpið leggist í eyði. Enginn Seyðfirðingur er á móti Mjóafjarðargöngum né öðrum göngum á eftir Fjarðarheiðargöngum. Það er hættuleg nálgun að nota mengandi stóriðju sem skilyrði fyrir innviðauppbyggingu. Og refsa um leið heilu samfélagi fyrir það eitt að vilja sjálfbæra framtíð. Samtímis er stuðlað að sundrungu á Austurlandi þegar Seyðfirðingar hafa sennilega aldrei þurft meira á sátt og stuðningi að halda Seyðisfjörður á betra skilið Það hafa horfið 70-80 störf úr bænum vegna ákvörðunar Síldarvinnslunnar um að loka starfsemi sinni og hverfa með kvótann. Gömul saga og ný. Fyrirtækið sá ekki tækifærið í uppbyggingu á öruggu og öflugu hafnarsvæði Seyðisfjarðar heldur setti tæpa átján milljarða í sjókvíaeldi fyrir vestan. Áhugasamir geta flett upp hvort það hafi verið góð fjárfesting. Seyðisfjörður er einstakt samfélag með frumkvöðlakraft og alþjóðlegt aðdráttarafl sem fáir smábæir búa yfir. Ungt fólk vill setjast þar að því þar er menningarlíf og metnaðarfull ferðaþjónusta. Það er alveg ljóst að fara þarf í átak í atvinnusköpun enda hafa Seyðfirðingar nægar hugmyndir. Þetta er ekki búið til með excel skjölum eða pólitískri refskák - þetta er dýrmæti sem góð stjórnsýsla þarf að skilja og styðja. Seyðfirðingar, landeigendur, sérfræðingar og meirihluti þjóðarinnar hafa hafnað sjókvíaeldi í opnum kvíum. Það er því óboðlegt að stjórnvöld “leiki sér” að því að bæta við eða flytja mengunina í næsta fjörð, ef það er stóra plottið. Niðurstaða Við stöndum á krossgötum. Þetta snýst ekki um eitt leyfi eða einn fjörð, heldur spurninguna:Er ríkisstjórnin tilbúin að hlusta á fólk og vísindi, eða vill hún fórna náttúru og samfélögum fyrir skammtímahagsmuni stórfyrirtækis? Við skorum á stjórnvöld að endurskoða þessa stefnu, að setja tengingu Seyðisfjarðar og Egilsstaða í forgang í samgönguáætlun og styðja atvinnutækifæri sem eru í sátt við náttúru, lífríki og framtíðina. Sjókvíaeldi rúmast ekki í Seyðisfirði – nema með pólitískri undanþágu. Allir sem vilja sjá FúSK síðustu ára í boði íslenskrar stjórnsýslu geta horft á þessa stuttu samantekt frá okkur. Við biðjum ykkur að styðja þau félög sem berjast gegn því að fleiri fjörðum, fleiri veiðiám, lífríkinu okkar, sé fórnað. HLUSTIÐ Á FÓLKIÐ - Gleðileg jól! Höfundur er formaður VÁ, félags um vernd fjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Sjókvíaeldi Múlaþing Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku freistuðum við þess að nota húmorinn til að benda á ruglið í kringum sjókvíaeldið. Við misstum hins vegar húmorinn þegar innviðaráðherra saltaði Fjarðarheiðagöng. Í stað þess að tengja Seyðisfjörð við Egilsstaði, eins og 600 milljóna kostnaður og áætlanir gerðu ráð fyrir, á nú að beina göngunum til Mjóafjarðar og Neskaupstaðar. Það eru flestir gapandi yfir ruglinu. Rökstuðningurinn? Eins og greint hefur verið frá tók innviðaráðherra þau rök sem hentuðu honum úr skýrslunni. Hann nefndi einnig að í Mjóafirði skuli „koma fyrir sjókvíaeldi” en í firðinum búa ellefu manneskjur sem skiljanlega óttast að þorpið leggist í eyði. Enginn Seyðfirðingur er á móti Mjóafjarðargöngum né öðrum göngum á eftir Fjarðarheiðargöngum. Það er hættuleg nálgun að nota mengandi stóriðju sem skilyrði fyrir innviðauppbyggingu. Og refsa um leið heilu samfélagi fyrir það eitt að vilja sjálfbæra framtíð. Samtímis er stuðlað að sundrungu á Austurlandi þegar Seyðfirðingar hafa sennilega aldrei þurft meira á sátt og stuðningi að halda Seyðisfjörður á betra skilið Það hafa horfið 70-80 störf úr bænum vegna ákvörðunar Síldarvinnslunnar um að loka starfsemi sinni og hverfa með kvótann. Gömul saga og ný. Fyrirtækið sá ekki tækifærið í uppbyggingu á öruggu og öflugu hafnarsvæði Seyðisfjarðar heldur setti tæpa átján milljarða í sjókvíaeldi fyrir vestan. Áhugasamir geta flett upp hvort það hafi verið góð fjárfesting. Seyðisfjörður er einstakt samfélag með frumkvöðlakraft og alþjóðlegt aðdráttarafl sem fáir smábæir búa yfir. Ungt fólk vill setjast þar að því þar er menningarlíf og metnaðarfull ferðaþjónusta. Það er alveg ljóst að fara þarf í átak í atvinnusköpun enda hafa Seyðfirðingar nægar hugmyndir. Þetta er ekki búið til með excel skjölum eða pólitískri refskák - þetta er dýrmæti sem góð stjórnsýsla þarf að skilja og styðja. Seyðfirðingar, landeigendur, sérfræðingar og meirihluti þjóðarinnar hafa hafnað sjókvíaeldi í opnum kvíum. Það er því óboðlegt að stjórnvöld “leiki sér” að því að bæta við eða flytja mengunina í næsta fjörð, ef það er stóra plottið. Niðurstaða Við stöndum á krossgötum. Þetta snýst ekki um eitt leyfi eða einn fjörð, heldur spurninguna:Er ríkisstjórnin tilbúin að hlusta á fólk og vísindi, eða vill hún fórna náttúru og samfélögum fyrir skammtímahagsmuni stórfyrirtækis? Við skorum á stjórnvöld að endurskoða þessa stefnu, að setja tengingu Seyðisfjarðar og Egilsstaða í forgang í samgönguáætlun og styðja atvinnutækifæri sem eru í sátt við náttúru, lífríki og framtíðina. Sjókvíaeldi rúmast ekki í Seyðisfirði – nema með pólitískri undanþágu. Allir sem vilja sjá FúSK síðustu ára í boði íslenskrar stjórnsýslu geta horft á þessa stuttu samantekt frá okkur. Við biðjum ykkur að styðja þau félög sem berjast gegn því að fleiri fjörðum, fleiri veiðiám, lífríkinu okkar, sé fórnað. HLUSTIÐ Á FÓLKIÐ - Gleðileg jól! Höfundur er formaður VÁ, félags um vernd fjarðar.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun