Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2025 09:27 Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, í heimsókn sinni í Berlín í gær, 11. desember 2025. Vísir/EPA Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins varaði Evrópuríki við því í gær að þau þyrftu að vera búin undir stríð af þeirri stærðargráðu sem fyrri kynslóðir máttu þola. Rússar gætu háð stríð á hendur Evrópu innan fimm ára. Ummælin lét Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, falla í ræðu á vettvangi München-öryggisráðstefnunnar þegar hann heimsótti Berlín í gær. Þar lýsti hann Evrópu sem næsta skotmarki Rússlands og að hún væri þegar í skotlínunni. „Rússland hefur komið með stríð aftur í Evrópu og við verðum að vera búin undir stríð af þeirri stærðargráðu sem afar okkar og ömmur og langafar okkar og langömmur þurftu að þola,“ sagði Rutte og vísaði þar augljóslega til heimsstyrjaldanna tveggja á 20. öldinni. Tugir milljóna manna féllu í heimstyrjöldunum tveimur í Evrópu. Áætlað er að fimmtán til tuttugu milljónir hafi fallið í álfunni í síðari heimsstyrjöldinni frá 1939 til 1945, tvöfalt fleiri en í þeirri fyrri sem geisaði frá 1914 til 1918. Þrátt fyrir að ríki Evrópu hafi að undanförnu lagt aukna áherslu á öryggis- og varnarmál í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og blendingshernaðs þeirra í Evrópu varaði Rutte við því að of margir væru værukærir. „Of margir átta sig ekki á hversu aðkallandi það er og of margir telja að við höfum tímann með okkur í liði. Hann er það ekki. Núna er tími aðgerða,“ sagði Rutte. Pútín verji stolt sitt með blóði eigin þegna Rússar hafa nú háð allsherjarstríð gegn Úkraínu í að nálgast fjögur ár og verið beinir þátttakendur í átökunum í austurhluta landsins í meira en áratug. Öllu hagkerfi landsins hefur verið umturnað til þess að styðja stríðsvélina í Úkraínu. Það er ekki síst þess vegna sem Atlantshafsbandalagið og evrópskir ráðamenn óttast að Rússar gætu beint spjótum sínum að Evrópuríkjum þegar stríðinu í Úkraínu lýkur. Rutte sagði að þetta gæti gerst fyrr en marga gruni. „Varnir NATO geta haldið í bili en með hagkerfi sem þjónar stríði gæti Rússland verið tilbúið að beita hervaldi gegn NATO innan fimm ára.“ Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefði þegar sýnt það og sannað að hann væri tilbúinn að fórna lífum ógrynni rússneskra hermanna. „Pútín greiðir fyrir stolt sitt með blóði eigin þegna. Ef hann er reiðubúinn að fórna venjulegum Rússum á þennan hátt, hvað er hann tilbúinn að gera okkur?“ spurði framkvæmdastjórinn. Háðir aðstoð Kínverja Benti Rutte jafnframt á hlutdeild Kínverja í að ílengja stríðið í Úkraínu. Rússar fengju meirihluta rafeindabúnaðar í dróna sína þaðan. Kínversk tækni væri oft í þeim vopnum sem Rússar notuðu til þess að drepa úkraínska óbreytta borgara. „Kína er líflína Rússland. Án kína gæti Rússland ekki haldið áfram að heyja þetta stríð,“ sagði Rutte. NATO Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Fleiri fréttir Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Sjá meira
Ummælin lét Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, falla í ræðu á vettvangi München-öryggisráðstefnunnar þegar hann heimsótti Berlín í gær. Þar lýsti hann Evrópu sem næsta skotmarki Rússlands og að hún væri þegar í skotlínunni. „Rússland hefur komið með stríð aftur í Evrópu og við verðum að vera búin undir stríð af þeirri stærðargráðu sem afar okkar og ömmur og langafar okkar og langömmur þurftu að þola,“ sagði Rutte og vísaði þar augljóslega til heimsstyrjaldanna tveggja á 20. öldinni. Tugir milljóna manna féllu í heimstyrjöldunum tveimur í Evrópu. Áætlað er að fimmtán til tuttugu milljónir hafi fallið í álfunni í síðari heimsstyrjöldinni frá 1939 til 1945, tvöfalt fleiri en í þeirri fyrri sem geisaði frá 1914 til 1918. Þrátt fyrir að ríki Evrópu hafi að undanförnu lagt aukna áherslu á öryggis- og varnarmál í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og blendingshernaðs þeirra í Evrópu varaði Rutte við því að of margir væru værukærir. „Of margir átta sig ekki á hversu aðkallandi það er og of margir telja að við höfum tímann með okkur í liði. Hann er það ekki. Núna er tími aðgerða,“ sagði Rutte. Pútín verji stolt sitt með blóði eigin þegna Rússar hafa nú háð allsherjarstríð gegn Úkraínu í að nálgast fjögur ár og verið beinir þátttakendur í átökunum í austurhluta landsins í meira en áratug. Öllu hagkerfi landsins hefur verið umturnað til þess að styðja stríðsvélina í Úkraínu. Það er ekki síst þess vegna sem Atlantshafsbandalagið og evrópskir ráðamenn óttast að Rússar gætu beint spjótum sínum að Evrópuríkjum þegar stríðinu í Úkraínu lýkur. Rutte sagði að þetta gæti gerst fyrr en marga gruni. „Varnir NATO geta haldið í bili en með hagkerfi sem þjónar stríði gæti Rússland verið tilbúið að beita hervaldi gegn NATO innan fimm ára.“ Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefði þegar sýnt það og sannað að hann væri tilbúinn að fórna lífum ógrynni rússneskra hermanna. „Pútín greiðir fyrir stolt sitt með blóði eigin þegna. Ef hann er reiðubúinn að fórna venjulegum Rússum á þennan hátt, hvað er hann tilbúinn að gera okkur?“ spurði framkvæmdastjórinn. Háðir aðstoð Kínverja Benti Rutte jafnframt á hlutdeild Kínverja í að ílengja stríðið í Úkraínu. Rússar fengju meirihluta rafeindabúnaðar í dróna sína þaðan. Kínversk tækni væri oft í þeim vopnum sem Rússar notuðu til þess að drepa úkraínska óbreytta borgara. „Kína er líflína Rússland. Án kína gæti Rússland ekki haldið áfram að heyja þetta stríð,“ sagði Rutte.
NATO Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Fleiri fréttir Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð