Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. desember 2025 07:17 Það er allt lagt í sölurnar til að vinna bikarinn fyrir bestu jólamyndina hjá félögum Hornsteins; BM Vallá og Björgun Sement. Helga Fjóla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs, segir sumar jólahefðir félagsins spanna marga áratugi aftur í tímann. Vísir/Vilhelm, einkasafn Það eru alls ekki allir vinnustaðir þannig að fólk mætir á sama staðinn á hverjum morgni. Þvert á móti eru sumir vinnustaðir þannig að fólk er að vinna á dreifðum starfstöðvum, bæði vinnustaðalega séð og verkefnalega séð. Þannig er það til dæmis hjá starfshópi eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem rekur BM Vallá og hið nýsameinaða félag Björgun Sement. Í hópnum starfa 200 manns frá 17 þjóðernum. Starfstöðvarnar eru í Reykjavík, Garðabæ, á Reykjanesi, Akranesi og Akureyri og eins og gefur að skilja geta verkefnin einfaldlega leitt suma starfsmenn út um allt ef svo má segja. Jólastemningin er þó allsráðandi og ótrúlega margar skemmtilegar hefðir og viðburðir í aðdraganda jóla. Og oftar en ekki einstaklega skemmtilegur húmor! Enda er oft hlegið í spjallinu við Helgu Fjólu Sæmundsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðssviðs Hornsteins. Sem á þessum tíma árs er af mörgum kölluð: Jóla Fjóla. Í Atvinnulífinu í þessari viku heimsækjum við vinnustaði og fáum að heyra hvað verið er að gera, til að efla jólaandann og aðventustemninguna. Helga segir með ólíkindum að upplifa ár eftir ár hvernig deildirnar gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og ná síðan að raungera hugmyndirnar þannig að úr verða frábærar jólamyndir. Jólamyndin og jólastjarnan Það er heilmargt gert hjá Hornsteini sem margir vinnustaðir kannast við að gera á aðventunni. Til dæmis er jólapeysudagurinnog jólavinaleikur. En það eru líka nokkrar hefðir sem eru einstaklega skemmtilegar og jafnvel mjög rótgrónar og gamlar. Þar ber hæst að nefna jólastjörnuna svokölluðu á Akranesi. Sem í 66 ár hefur verið sett upp á sementsílóin sem eru 30 metrar á hæð. „Stundum erum við meira að segja spurð hvort við séum ekki að fara að setja stjörnuna upp,“ segir Helga og hlær. Gott dæmi um hvernig bæjarbúar gera ráð fyrir stjörnunni. Jólastjarnan á sementsílóin á Akranesi hefur verið sett upp í 66 ár og því löngu orðin að föstum punkti í tilveru bæjarbúa fyrir jólin. Sementsílóin ru 30 metrar á hæð og því ekkert hlaupið að því að koma stjörnunni upp. Eitt metnaðarfyllsta verkefni starfshópsins er þó án efa jólamyndakeppnin. En hún fer þannig fram að hver deild eða svið tekur sérstaka jólamynd, sem dómnefnd síðan velur úr þannig að bikar er veittur fyrir flottustu jólamyndina ár hvert. „Það er enginn smá metnaður settur í þetta og ég myndi segja að listræna sköpunin sem kemur fram í þessu verkefni sé algjörlega ótrúleg,“ segir Helga og bætir við: Fólk fer alla leið: Jólamyndirnar eru allt frá því að fólk sé klætt í snjókarlabúninga eða Grinch yfir í að steypubílum sé raðað upp eins og jólatré.“ Helga segir stemninguna í kringum jólamyndina alltaf mikla. „Það kemur mér alltaf svo skemmtilega á óvart hvað fólk er duglegt að láta ímyndunaraflið verða að veruleika og búa til ótrúlega flotta gullmola sem þessar myndir eru. Fyrir utan stemninguna sem skapast í kringum þetta því þessar jólamyndir eru einfaldlega gleðiskot á aðventunni.“ Hjáfyrirtækinu starfa 200 manns frá 17 þjóðernum og það víðsvegar um landið. Þó næst að skapa jólastemningu sem er sameinuð, meðal annars með jólamyndakeppninni sem allir taka þátt í. Að kenna íslensku siðina Með karllægan vinnustað eins og byggingageirinn er, segir Helga leiðina að starfsmönnum alltaf nokkuð greiða þegar kemur að góðum mat. „Enda eru störf margra þannig að okkar fólki veitir ekkert af því að borða vel.“ Jólamatur í aðdraganda jólanna er því stundum á boðstólum en fastur liður á Þorláksmessu er að sjálfsögðu skatan. „Við höfum haldið í þessa gömlu hefð,“ segir Helga en viðurkennir að með 17 þjóðerni sé það nú alls ekki allra að vilja íslensku skötuna. „Við pössum auðvitað alltaf upp á að annað sé á boðstólum líka, þannig að til viðbótar við skötuna er saltfiskur á boðstólum.“ Það er alveg húmor í strákunum enda segir Helga oft stutt í prakkarastrikin, til dæmis í jólavinaleiknum. Þó allt í góðu. Gimsteinarnir, félag fyrrum starfsmanna, er alltaf boðið á viðburði og stríða Helgu með því að segjast vera í lífslokameðferð hjá henni.Vísir/Vilhelm En hvernig finnst starfsmönnunum sem eru erlendis frá þessir íslensku siðir? „Það getur reyndar margt skemmtilegt komið út úr því að kynna íslensku siðina okkar fyrir starfsmönnunum sem koma annars staðar frá og mér er til dæmis minnisstætt eitt dæmi sem tengist íslensku jólasveinunum,“ svarar Helga og bætir við: „Við notum nefnilega Bara tala appið til að kenna íslenskuna og í því appi vorum við eitt sinn með verkefni sem kynnti íslensku jólasveinana þrettán.“ Þessu tengt, kom starfsmaður til Helgu og þakkaði sérstaklega fyrir. Sagði að í íslenskukennslunni hefði jólasveinakynningin staðið upp úr. „Sem kom mér svo skemmtilega á óvart þegar hann nefndi það. En þegar við förum samt að hugsa um það: Auðvitað er stór áskorun í því falin að flytja til Íslands og verða kannski pabbi hér en þekkja ekki þessa siði eða séríslensku sögur og venjur, eins og að eiga þrettán jólasveina.“ Það er áskorun að skapa sameiginlega stemningu þegar þjóðernin eru 17 talsins og ekki allir þekkja íslenska siði og venjur; til dæmis skötuna eða jólasveinana þrettán. En Helga segir skemmtilegt að kenna siðina og margt sé hægt að gera án þess að tungumálið skipti miklu máli. Helga segir vissa áskorun felast í því fyrir vinnustaði, að vera með fjölbreyttan hóp þar sem menningarheimar geta verið afar ólíkir. Hlutfall starfsmanna af erlendum uppruna er 57% en Helga segir svo margt hægt að gera, sem kallar ekki á neina tungumálakunnáttu. „Það mættu til dæmis yfir 100 manns á piparkökubaksturinn sem við héldum um daginn og er hluti af dagskránni okkar fyrir jólin. Piparkökubaksturinn er gott dæmi um skemmtilegan viðburð þar sem fjölskyldur koma og baka saman, börnin hitta jólasveininn og gleði og söngur er allsríkjandi. Án þess að tungumálið sé nokkurt aðalatriði.“ Starfsmenn hafa líka búið til spilastokk þar sem hvert spil byggir á þeim sjálfum. Hrekkjalómar eru orðið sem Helga notar stundum um hópinn, sem eins og gengur og gerist í byggingageiranum er karlægur. Hrekkjalómar og Gimsteinar Helga segir skemmtilega frá. Og lýsir því hvernig sumir eiginleikar vinnustaða sem teljast nokkuð karlægir, geta verið óskaplega skemmtilegir. Jafnvel sérstaklega húmorískir. „Ég myndi lýsa þessu þannig að þegar það eru svona áberandi margir kallar saman, er oft stutt í prakkarann í þeim. Þetta eru hrekkjalómar þótt það sé á góðu nótunum,“ segir Helga og skellihlær. Sem dæmi segir hún oft alls kyns skemmtilegar uppákomur vera í jólavinaleiknum. „Sá leikur getur alveg endurspeglað skemmtilega stríðni á milli þeirra. En allt í góðu og á fallegan hátt.“ Þá er sístækkandi hópur Gimsteina hjá Hornsteini. „Gimsteinarnir okkar eru starfsmenn sem hafa látið af störfum sökum aldurs. Við mynduðum þennan hóp formlega árið 2021. Gimsteinarnir telja nú um þrjátíu talsins, í hópnum er formaður og allt en þeim er boðið á alla viðburði og það að rækta þennan hóp er líka frábær leið til að halda spjallinu og tengslunum áfram, því þannig er líka verið að miðla af reynslu og þekkingu á milli kynslóða.“ Helga segir Gimsteinana hressan hóp sem eigi það líka til að gantast með alls konar. Ekki síst stríði þeir henni. „Ég má kannski ekki segja það í viðtali en þeir stríða mér stundum og segjast vera í lífslokameðferð hjá mér,“ segir Helga og ekki hægt annað en að skella upp úr. Það getur verið heljarinnar áskorun að flytja til Íslands, verða faðir en þekkja ekki íslensku jólasveinana þrettán. Helga segir frá skemmtilegri leið til að kynna þá, en þar sem þau notuðu Bara tala appið.Vísir/Vilhelm Helga segist svo mikið jólabarn sjálf að hún byrji að undirbúa jólastemninguna strax í lok september. „En það er líka svo margt skemmtilegt sem starfsfólkið stendur fyrir sjálft. Til dæmis eru margar deildir með Pálínuboð daginn sem jólamyndatakan er og gera því viðburð úr þeim degi hjá sér.“ Eitt af því skemmtilega sem starfshópurinn hefur líka gert var að útbúa eitt árið spilastokk þar sem öll spilin byggðu á þeim sjálfum. Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára „Jú við erum með veislumatinn fjóra fimmtudaga í röð. Byrjum í raun á Þakkagjörðarhátíðinni með kalkún en á aðventunni erum við síðan með purusteik og hangikjöt og endum síðan á stærsta hádeginu sem er jólahlaðborð,“ segir Harpa Þorláksdóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs Nóa Síríus. 11. desember 2025 07:01 Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Það komast fáir með tærnar þar sem Þorvaldur Guðjónsson hefur hælana þegar kemur að því að nýta spilamennsku sem leið til að efla saman hópa. 4. desember 2025 07:01 Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Að njóta samverunnar með fjölskyldu og vinum um jólin er auðvitað aðalmálið hjá okkur flestum. Samt getur það farið ofan garð og neðan hjá sumum, að ná að kúpla sig alveg frá vinnunni um jólin. 23. desember 2024 07:00 Ekki brenna út á aðventunni Jólin komin enn á ný með tilheyrandi gleði og tilhlökkun. En líka annríki og jafnvel kvíða fyrir suma. 3. desember 2024 07:04 Minni afköst á vinnustöðum í desember Rannsóknir sýna að það hægir á hjá flestum vinnustöðum í desember. Væntanlega að undanskildum verslunum eða þjónustufyrirtækjum þar sem viðskiptavinum fjölgar í aðdraganda jóla. 4. desember 2023 07:00 Mest lesið Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Þannig er það til dæmis hjá starfshópi eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem rekur BM Vallá og hið nýsameinaða félag Björgun Sement. Í hópnum starfa 200 manns frá 17 þjóðernum. Starfstöðvarnar eru í Reykjavík, Garðabæ, á Reykjanesi, Akranesi og Akureyri og eins og gefur að skilja geta verkefnin einfaldlega leitt suma starfsmenn út um allt ef svo má segja. Jólastemningin er þó allsráðandi og ótrúlega margar skemmtilegar hefðir og viðburðir í aðdraganda jóla. Og oftar en ekki einstaklega skemmtilegur húmor! Enda er oft hlegið í spjallinu við Helgu Fjólu Sæmundsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðssviðs Hornsteins. Sem á þessum tíma árs er af mörgum kölluð: Jóla Fjóla. Í Atvinnulífinu í þessari viku heimsækjum við vinnustaði og fáum að heyra hvað verið er að gera, til að efla jólaandann og aðventustemninguna. Helga segir með ólíkindum að upplifa ár eftir ár hvernig deildirnar gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og ná síðan að raungera hugmyndirnar þannig að úr verða frábærar jólamyndir. Jólamyndin og jólastjarnan Það er heilmargt gert hjá Hornsteini sem margir vinnustaðir kannast við að gera á aðventunni. Til dæmis er jólapeysudagurinnog jólavinaleikur. En það eru líka nokkrar hefðir sem eru einstaklega skemmtilegar og jafnvel mjög rótgrónar og gamlar. Þar ber hæst að nefna jólastjörnuna svokölluðu á Akranesi. Sem í 66 ár hefur verið sett upp á sementsílóin sem eru 30 metrar á hæð. „Stundum erum við meira að segja spurð hvort við séum ekki að fara að setja stjörnuna upp,“ segir Helga og hlær. Gott dæmi um hvernig bæjarbúar gera ráð fyrir stjörnunni. Jólastjarnan á sementsílóin á Akranesi hefur verið sett upp í 66 ár og því löngu orðin að föstum punkti í tilveru bæjarbúa fyrir jólin. Sementsílóin ru 30 metrar á hæð og því ekkert hlaupið að því að koma stjörnunni upp. Eitt metnaðarfyllsta verkefni starfshópsins er þó án efa jólamyndakeppnin. En hún fer þannig fram að hver deild eða svið tekur sérstaka jólamynd, sem dómnefnd síðan velur úr þannig að bikar er veittur fyrir flottustu jólamyndina ár hvert. „Það er enginn smá metnaður settur í þetta og ég myndi segja að listræna sköpunin sem kemur fram í þessu verkefni sé algjörlega ótrúleg,“ segir Helga og bætir við: Fólk fer alla leið: Jólamyndirnar eru allt frá því að fólk sé klætt í snjókarlabúninga eða Grinch yfir í að steypubílum sé raðað upp eins og jólatré.“ Helga segir stemninguna í kringum jólamyndina alltaf mikla. „Það kemur mér alltaf svo skemmtilega á óvart hvað fólk er duglegt að láta ímyndunaraflið verða að veruleika og búa til ótrúlega flotta gullmola sem þessar myndir eru. Fyrir utan stemninguna sem skapast í kringum þetta því þessar jólamyndir eru einfaldlega gleðiskot á aðventunni.“ Hjáfyrirtækinu starfa 200 manns frá 17 þjóðernum og það víðsvegar um landið. Þó næst að skapa jólastemningu sem er sameinuð, meðal annars með jólamyndakeppninni sem allir taka þátt í. Að kenna íslensku siðina Með karllægan vinnustað eins og byggingageirinn er, segir Helga leiðina að starfsmönnum alltaf nokkuð greiða þegar kemur að góðum mat. „Enda eru störf margra þannig að okkar fólki veitir ekkert af því að borða vel.“ Jólamatur í aðdraganda jólanna er því stundum á boðstólum en fastur liður á Þorláksmessu er að sjálfsögðu skatan. „Við höfum haldið í þessa gömlu hefð,“ segir Helga en viðurkennir að með 17 þjóðerni sé það nú alls ekki allra að vilja íslensku skötuna. „Við pössum auðvitað alltaf upp á að annað sé á boðstólum líka, þannig að til viðbótar við skötuna er saltfiskur á boðstólum.“ Það er alveg húmor í strákunum enda segir Helga oft stutt í prakkarastrikin, til dæmis í jólavinaleiknum. Þó allt í góðu. Gimsteinarnir, félag fyrrum starfsmanna, er alltaf boðið á viðburði og stríða Helgu með því að segjast vera í lífslokameðferð hjá henni.Vísir/Vilhelm En hvernig finnst starfsmönnunum sem eru erlendis frá þessir íslensku siðir? „Það getur reyndar margt skemmtilegt komið út úr því að kynna íslensku siðina okkar fyrir starfsmönnunum sem koma annars staðar frá og mér er til dæmis minnisstætt eitt dæmi sem tengist íslensku jólasveinunum,“ svarar Helga og bætir við: „Við notum nefnilega Bara tala appið til að kenna íslenskuna og í því appi vorum við eitt sinn með verkefni sem kynnti íslensku jólasveinana þrettán.“ Þessu tengt, kom starfsmaður til Helgu og þakkaði sérstaklega fyrir. Sagði að í íslenskukennslunni hefði jólasveinakynningin staðið upp úr. „Sem kom mér svo skemmtilega á óvart þegar hann nefndi það. En þegar við förum samt að hugsa um það: Auðvitað er stór áskorun í því falin að flytja til Íslands og verða kannski pabbi hér en þekkja ekki þessa siði eða séríslensku sögur og venjur, eins og að eiga þrettán jólasveina.“ Það er áskorun að skapa sameiginlega stemningu þegar þjóðernin eru 17 talsins og ekki allir þekkja íslenska siði og venjur; til dæmis skötuna eða jólasveinana þrettán. En Helga segir skemmtilegt að kenna siðina og margt sé hægt að gera án þess að tungumálið skipti miklu máli. Helga segir vissa áskorun felast í því fyrir vinnustaði, að vera með fjölbreyttan hóp þar sem menningarheimar geta verið afar ólíkir. Hlutfall starfsmanna af erlendum uppruna er 57% en Helga segir svo margt hægt að gera, sem kallar ekki á neina tungumálakunnáttu. „Það mættu til dæmis yfir 100 manns á piparkökubaksturinn sem við héldum um daginn og er hluti af dagskránni okkar fyrir jólin. Piparkökubaksturinn er gott dæmi um skemmtilegan viðburð þar sem fjölskyldur koma og baka saman, börnin hitta jólasveininn og gleði og söngur er allsríkjandi. Án þess að tungumálið sé nokkurt aðalatriði.“ Starfsmenn hafa líka búið til spilastokk þar sem hvert spil byggir á þeim sjálfum. Hrekkjalómar eru orðið sem Helga notar stundum um hópinn, sem eins og gengur og gerist í byggingageiranum er karlægur. Hrekkjalómar og Gimsteinar Helga segir skemmtilega frá. Og lýsir því hvernig sumir eiginleikar vinnustaða sem teljast nokkuð karlægir, geta verið óskaplega skemmtilegir. Jafnvel sérstaklega húmorískir. „Ég myndi lýsa þessu þannig að þegar það eru svona áberandi margir kallar saman, er oft stutt í prakkarann í þeim. Þetta eru hrekkjalómar þótt það sé á góðu nótunum,“ segir Helga og skellihlær. Sem dæmi segir hún oft alls kyns skemmtilegar uppákomur vera í jólavinaleiknum. „Sá leikur getur alveg endurspeglað skemmtilega stríðni á milli þeirra. En allt í góðu og á fallegan hátt.“ Þá er sístækkandi hópur Gimsteina hjá Hornsteini. „Gimsteinarnir okkar eru starfsmenn sem hafa látið af störfum sökum aldurs. Við mynduðum þennan hóp formlega árið 2021. Gimsteinarnir telja nú um þrjátíu talsins, í hópnum er formaður og allt en þeim er boðið á alla viðburði og það að rækta þennan hóp er líka frábær leið til að halda spjallinu og tengslunum áfram, því þannig er líka verið að miðla af reynslu og þekkingu á milli kynslóða.“ Helga segir Gimsteinana hressan hóp sem eigi það líka til að gantast með alls konar. Ekki síst stríði þeir henni. „Ég má kannski ekki segja það í viðtali en þeir stríða mér stundum og segjast vera í lífslokameðferð hjá mér,“ segir Helga og ekki hægt annað en að skella upp úr. Það getur verið heljarinnar áskorun að flytja til Íslands, verða faðir en þekkja ekki íslensku jólasveinana þrettán. Helga segir frá skemmtilegri leið til að kynna þá, en þar sem þau notuðu Bara tala appið.Vísir/Vilhelm Helga segist svo mikið jólabarn sjálf að hún byrji að undirbúa jólastemninguna strax í lok september. „En það er líka svo margt skemmtilegt sem starfsfólkið stendur fyrir sjálft. Til dæmis eru margar deildir með Pálínuboð daginn sem jólamyndatakan er og gera því viðburð úr þeim degi hjá sér.“ Eitt af því skemmtilega sem starfshópurinn hefur líka gert var að útbúa eitt árið spilastokk þar sem öll spilin byggðu á þeim sjálfum.
Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára „Jú við erum með veislumatinn fjóra fimmtudaga í röð. Byrjum í raun á Þakkagjörðarhátíðinni með kalkún en á aðventunni erum við síðan með purusteik og hangikjöt og endum síðan á stærsta hádeginu sem er jólahlaðborð,“ segir Harpa Þorláksdóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs Nóa Síríus. 11. desember 2025 07:01 Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Það komast fáir með tærnar þar sem Þorvaldur Guðjónsson hefur hælana þegar kemur að því að nýta spilamennsku sem leið til að efla saman hópa. 4. desember 2025 07:01 Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Að njóta samverunnar með fjölskyldu og vinum um jólin er auðvitað aðalmálið hjá okkur flestum. Samt getur það farið ofan garð og neðan hjá sumum, að ná að kúpla sig alveg frá vinnunni um jólin. 23. desember 2024 07:00 Ekki brenna út á aðventunni Jólin komin enn á ný með tilheyrandi gleði og tilhlökkun. En líka annríki og jafnvel kvíða fyrir suma. 3. desember 2024 07:04 Minni afköst á vinnustöðum í desember Rannsóknir sýna að það hægir á hjá flestum vinnustöðum í desember. Væntanlega að undanskildum verslunum eða þjónustufyrirtækjum þar sem viðskiptavinum fjölgar í aðdraganda jóla. 4. desember 2023 07:00 Mest lesið Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára „Jú við erum með veislumatinn fjóra fimmtudaga í röð. Byrjum í raun á Þakkagjörðarhátíðinni með kalkún en á aðventunni erum við síðan með purusteik og hangikjöt og endum síðan á stærsta hádeginu sem er jólahlaðborð,“ segir Harpa Þorláksdóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs Nóa Síríus. 11. desember 2025 07:01
Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Það komast fáir með tærnar þar sem Þorvaldur Guðjónsson hefur hælana þegar kemur að því að nýta spilamennsku sem leið til að efla saman hópa. 4. desember 2025 07:01
Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Að njóta samverunnar með fjölskyldu og vinum um jólin er auðvitað aðalmálið hjá okkur flestum. Samt getur það farið ofan garð og neðan hjá sumum, að ná að kúpla sig alveg frá vinnunni um jólin. 23. desember 2024 07:00
Ekki brenna út á aðventunni Jólin komin enn á ný með tilheyrandi gleði og tilhlökkun. En líka annríki og jafnvel kvíða fyrir suma. 3. desember 2024 07:04
Minni afköst á vinnustöðum í desember Rannsóknir sýna að það hægir á hjá flestum vinnustöðum í desember. Væntanlega að undanskildum verslunum eða þjónustufyrirtækjum þar sem viðskiptavinum fjölgar í aðdraganda jóla. 4. desember 2023 07:00