Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. desember 2025 06:47 Selenskí virðist orðinn þreyttur á ágangi Bandaríkjamanna og segist reiðubúinn til að ganga til kosninga, ef hægt verður að tryggja framkvæmd þeirra og öryggi. Getty/WPA/Toby Melville Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segist reiðubúinn til að halda kosningar á næstu þremur mánuðum, að gefnu samþykki úkraínska þingsins og aðstoð bandamanna. Ástæða ummæla Selenskís eru ásakanir Donald Trump Bandaríkjaforseta um að fyrrnefndi neiti að láta frá sér völd; áróður sem Rússar hafa ítrekað haft uppi. Ekki hefur verið boðað til kosninga í Úkraínu vegna yfirstandandi átaka. Selenskí sagði að með fullri virðingu fyrir bandamönnum Úkraínu þá væru kosningar mál úkraínsku þjóðarinnar. Fyrst mönnum væri þetta svona hugleikið væri hann hins vegar reiðubúinn til að láta á það reyna að halda kosningar. Það myndi hins vegar aðeins gerast ef Bandaríkjamenn og mögulega bandamenn Úkraínu í Evrópu kæmu að því að tryggja öruggar kosningar. Ef það væri hægt, þá gætu Úkraínumenn gengið að kjörborðinu á næstu 60 til 90 dögum. Sjálfur væri hann viljugur til að sjá það gerast. Kjörtímabil Selenskís rann út í maí í fyrra en samkvæmt stjórnarskrá Úkraínu má ekki að ganga til kosninga á stríðstímum. Engin áköll hafa verið heima fyrir um kosningar og andstæðingar Selenskís sagt að aðstæður séu ekki uppi til þess. Ljóst er að framkvæmd kosninga á þessu stigi yrði afar flókin, þar sem greiða þyrfti fyrir því að milljónir manna á hernumdum svæðum, hermenn á vígvellinum og íbúar á vergangi gætu kosið. Þá eru herlög í gildi í landinu. Selenskí sagðist einnig myndu freista þess að koma á fundi með Bandaríkjamönnum varðandi yfirstandandi friðarviðræður á næstu tveimur vikum. Eftir mikið þref undanfarna daga og vikur virðast Bandaríkjamenn enn á því að Úkraína þurfi að gefa eftir umtalsvert landsvæði. Það yrði afar óvinsælt meðal Úkraínumanna og þá er ekkert sem gefur til kynna að Rússar myndu láta sér það nægja, þar sem kröfulisti þeirra telur mun fleiri atriði, þar á meðal hömlur á hernaðarmætti Úkraínu og stækkun Nató. Úkraína Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Sjá meira
Ástæða ummæla Selenskís eru ásakanir Donald Trump Bandaríkjaforseta um að fyrrnefndi neiti að láta frá sér völd; áróður sem Rússar hafa ítrekað haft uppi. Ekki hefur verið boðað til kosninga í Úkraínu vegna yfirstandandi átaka. Selenskí sagði að með fullri virðingu fyrir bandamönnum Úkraínu þá væru kosningar mál úkraínsku þjóðarinnar. Fyrst mönnum væri þetta svona hugleikið væri hann hins vegar reiðubúinn til að láta á það reyna að halda kosningar. Það myndi hins vegar aðeins gerast ef Bandaríkjamenn og mögulega bandamenn Úkraínu í Evrópu kæmu að því að tryggja öruggar kosningar. Ef það væri hægt, þá gætu Úkraínumenn gengið að kjörborðinu á næstu 60 til 90 dögum. Sjálfur væri hann viljugur til að sjá það gerast. Kjörtímabil Selenskís rann út í maí í fyrra en samkvæmt stjórnarskrá Úkraínu má ekki að ganga til kosninga á stríðstímum. Engin áköll hafa verið heima fyrir um kosningar og andstæðingar Selenskís sagt að aðstæður séu ekki uppi til þess. Ljóst er að framkvæmd kosninga á þessu stigi yrði afar flókin, þar sem greiða þyrfti fyrir því að milljónir manna á hernumdum svæðum, hermenn á vígvellinum og íbúar á vergangi gætu kosið. Þá eru herlög í gildi í landinu. Selenskí sagðist einnig myndu freista þess að koma á fundi með Bandaríkjamönnum varðandi yfirstandandi friðarviðræður á næstu tveimur vikum. Eftir mikið þref undanfarna daga og vikur virðast Bandaríkjamenn enn á því að Úkraína þurfi að gefa eftir umtalsvert landsvæði. Það yrði afar óvinsælt meðal Úkraínumanna og þá er ekkert sem gefur til kynna að Rússar myndu láta sér það nægja, þar sem kröfulisti þeirra telur mun fleiri atriði, þar á meðal hömlur á hernaðarmætti Úkraínu og stækkun Nató.
Úkraína Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Sjá meira