Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar 4. desember 2025 14:02 Áróðursdeild ríkisstjórnarinnar situr ekki auðum höndum. Á liðnum dögum og vikum hefur birst nokkur fjöldi greina forvígismanna ríkisstjórnarinnar þar sem gerð er tilraun til að draga upp glansmynd af þessu fyrsta ári nýrrar ríkisstjórnar. Þeim til hróss verður að nefna að þau eru nokkuð lunkin í að draga upp myndir. Myndir sem eru ekki endilega í samræmi við viðurkennd gögn eða raunveruleikann, en þessi mikilvæga færni tryggði þeim glæsilega kosningu, sæti í ríkisstjórn og völd. Óhóf og skattahækkanir Þegar horft er yfir verkin á þessu fyrsta ári kemur í ljós óþægileg staðreynd. Stjórnin hefur brugðist loforðum sínum um hófsemi í skattheimtu og ráðdeild í ríkisrekstri. Í stað aðhalds og trúverðugrar stefnu í fjármálum eru útgjöld aukin með fordæmalausum hætti, eða um 143 milljarða króna á milli ára. Þá hlýtur það að teljast sérstakt metnaðarleysi að sitja í ríkisstjórn sem lofaði að hækka ekki skatta á venjulegt eða vinnandi fólk en boðar nú yfir 25 milljarða króna skattahækkun á næsta ári, en sú tala gæti jafnvel orðið hærri. Til að reyna að breiða yfir loforðasvikin er gripið til útúrsnúninga, nýyrða og orðaleikja. Talað um „tiltekt“ og „leiðréttingar“ í stað þess að viðurkenna berum orðum að verið sé að leggja á nýja skatta. Venjulegt fólk sér í gegnum slíkt orðagjálfur þegar upp verður staðið. Róðurinn þyngist. Sleggjan sem hrökk af skaftinu Eitt veigamesta verkefni nýrrar ríkisstjórnar var, og er, að hemja verðbólgu og skapa forsendur fyrir vaxtalækkun með trúverðugri ríkisfjármálastefnu. Þar voru stóru orðin ekki spöruð í aðdraganda kosninga. Í því verkefni hefur ríkisstjórnin gjörsamlega brugðist. Hagkerfið er vissulega að kólna, en það er ekki vegna trúverðugrar eða traustrar efnahagsstefnu heldur vegna þess að samdráttur og vandamál blasa víða við í atvinnulífinu. Ekki síst í útflutningsatvinnuvegum landsins sem eru grunnstoð farsældar landsmanna. Varnaðarorð eru hundsuð og eftir situr venjulegt fólk og fyrirtæki landsins með sárt ennið, með allt of háum vöxtum og vaxandi atvinnuleysi. Verklaus verkstjórn Eitt megin stefið hjá áróðursmeisturum ríkisstjórnarinnar var að nú væri loks tekin við stjórn sem ætlaði að láta verkin tala. Verkin hafa sannarlega talað síðustu mánuði og í þeim birtist ýmislegt áhugavert. Rauði þráðurinn er grímulaus andstyggð gagnvart atvinnulífi landsins og ekki síst landsbyggðinni og íbúum í dreifðum byggðum landsins. Í upphafi fyrsta þings stjórnarinnar var málum dælt út eins og það væri hinn sanni mælikvarði á afköst, verkstjórn. Ítrekað kom í ljós að málin voru illa undirbúin, samráð var af skornum skammti og í mörgum veigamiklum málum var undirbúningur lagasetningar algerlega óviðunandi. Niðurstaðan á vorþingi var enda sú að ríkisstjórnin kastaði til hliðar á fimmta tug mála með undarlegri forgangsröðun í dagskrá þingsins. Á yfirstandandi þingi hefur stefið verið annað. Útlit er fyrir að fá mál hljóti afgreiðslu fyrir áramót og svo virðist sem sí vaxandi núningur milli ríkisstjórnarflokkanna setji sand í tannhjólin. Þar dugar lítt að brosa á blaðamannafundum og vísa ítrekað í hvað allt sé nú æðislegt á stjórnarheimilinu. Minnir svolítið á óhamingjusöm hjón sem birta ítrekað færslur á samfélagsmiðlum til að sannfæra alla nema sjálfa sig um að allt sé í himnalagi. Stóra núllið – vantar spýtu og sög Tíðir blaðamannafundir ríkisstjórnarinnar hafa vakið nokkra athygli. Mantra þeirra funda hefur jafnan verið að kynna með glæsibrag og bros á vör innihaldslítil loforð um eitthvað sem koma muni síðar. Eftirminnilegur er fundurinn um fullkomlega innihaldslausan húsnæðispakka, aðgerðir sem engu máli skipta fyrir fólk í nútímanum. Fundurinn var enda svo innihaldslaus að þau hafa sjálf boðað framhaldsfund um sama málefni. Það vantaði víst spýtu og sög. Á blaðamannafundinum 3. desember þar sem kynnt var fyrsta samgönguáætlun nýrrar ríkisstjórnar, sem beðið hafði verið eftir með nokkurri eftirvæntingu, varð hið sama uppi á teningnum. Hið kunnuglega stef um umbúðir umfram innihald. Við áhorfið á fundinn fylltist venjulegt fólk ef til vill nokkurri bjartsýni, enda farið ansi fögrum orðum og frjálslega um ýmislegt. Þegar betur var að gáð kemur í ljós að megin þungi þeirra verkefna sem þar voru kynnt eru ýmist nú þegar í farvegi eða bíða síðari hluta áætlunarinnar þ.e. frá 2031-2040. Þó var eitt sem vakti sérstaka athygli. Á síðustu árum var leiðtogum núverandi ríkisstjórnar tíðrætt um ,,stóra núllið í jarðgangnagerð“. Þau orð eru hjákátleg nú þegar við blasir með nýrri og illa rökstuddri forgangsröðun jarðgangna að ekkert minna en kraftaverk þarf til að borinn verði ræstur á þessu kjörtímabili. Fljótagöng sem nú eru fyrst í forgangsröðinni og eru vissulega mikilvæg eins og önnur, eiga eftir að fara í gegnum undirbúnings- og útboðsferli sem tekið getur 3-4 ár. Fullkomin uppgjöf Þegar litið er á liðið ár blasir við uppgjöf í verki. Ríkisstjórn sem bregst fólkinu í landinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Héðinsson Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Áróðursdeild ríkisstjórnarinnar situr ekki auðum höndum. Á liðnum dögum og vikum hefur birst nokkur fjöldi greina forvígismanna ríkisstjórnarinnar þar sem gerð er tilraun til að draga upp glansmynd af þessu fyrsta ári nýrrar ríkisstjórnar. Þeim til hróss verður að nefna að þau eru nokkuð lunkin í að draga upp myndir. Myndir sem eru ekki endilega í samræmi við viðurkennd gögn eða raunveruleikann, en þessi mikilvæga færni tryggði þeim glæsilega kosningu, sæti í ríkisstjórn og völd. Óhóf og skattahækkanir Þegar horft er yfir verkin á þessu fyrsta ári kemur í ljós óþægileg staðreynd. Stjórnin hefur brugðist loforðum sínum um hófsemi í skattheimtu og ráðdeild í ríkisrekstri. Í stað aðhalds og trúverðugrar stefnu í fjármálum eru útgjöld aukin með fordæmalausum hætti, eða um 143 milljarða króna á milli ára. Þá hlýtur það að teljast sérstakt metnaðarleysi að sitja í ríkisstjórn sem lofaði að hækka ekki skatta á venjulegt eða vinnandi fólk en boðar nú yfir 25 milljarða króna skattahækkun á næsta ári, en sú tala gæti jafnvel orðið hærri. Til að reyna að breiða yfir loforðasvikin er gripið til útúrsnúninga, nýyrða og orðaleikja. Talað um „tiltekt“ og „leiðréttingar“ í stað þess að viðurkenna berum orðum að verið sé að leggja á nýja skatta. Venjulegt fólk sér í gegnum slíkt orðagjálfur þegar upp verður staðið. Róðurinn þyngist. Sleggjan sem hrökk af skaftinu Eitt veigamesta verkefni nýrrar ríkisstjórnar var, og er, að hemja verðbólgu og skapa forsendur fyrir vaxtalækkun með trúverðugri ríkisfjármálastefnu. Þar voru stóru orðin ekki spöruð í aðdraganda kosninga. Í því verkefni hefur ríkisstjórnin gjörsamlega brugðist. Hagkerfið er vissulega að kólna, en það er ekki vegna trúverðugrar eða traustrar efnahagsstefnu heldur vegna þess að samdráttur og vandamál blasa víða við í atvinnulífinu. Ekki síst í útflutningsatvinnuvegum landsins sem eru grunnstoð farsældar landsmanna. Varnaðarorð eru hundsuð og eftir situr venjulegt fólk og fyrirtæki landsins með sárt ennið, með allt of háum vöxtum og vaxandi atvinnuleysi. Verklaus verkstjórn Eitt megin stefið hjá áróðursmeisturum ríkisstjórnarinnar var að nú væri loks tekin við stjórn sem ætlaði að láta verkin tala. Verkin hafa sannarlega talað síðustu mánuði og í þeim birtist ýmislegt áhugavert. Rauði þráðurinn er grímulaus andstyggð gagnvart atvinnulífi landsins og ekki síst landsbyggðinni og íbúum í dreifðum byggðum landsins. Í upphafi fyrsta þings stjórnarinnar var málum dælt út eins og það væri hinn sanni mælikvarði á afköst, verkstjórn. Ítrekað kom í ljós að málin voru illa undirbúin, samráð var af skornum skammti og í mörgum veigamiklum málum var undirbúningur lagasetningar algerlega óviðunandi. Niðurstaðan á vorþingi var enda sú að ríkisstjórnin kastaði til hliðar á fimmta tug mála með undarlegri forgangsröðun í dagskrá þingsins. Á yfirstandandi þingi hefur stefið verið annað. Útlit er fyrir að fá mál hljóti afgreiðslu fyrir áramót og svo virðist sem sí vaxandi núningur milli ríkisstjórnarflokkanna setji sand í tannhjólin. Þar dugar lítt að brosa á blaðamannafundum og vísa ítrekað í hvað allt sé nú æðislegt á stjórnarheimilinu. Minnir svolítið á óhamingjusöm hjón sem birta ítrekað færslur á samfélagsmiðlum til að sannfæra alla nema sjálfa sig um að allt sé í himnalagi. Stóra núllið – vantar spýtu og sög Tíðir blaðamannafundir ríkisstjórnarinnar hafa vakið nokkra athygli. Mantra þeirra funda hefur jafnan verið að kynna með glæsibrag og bros á vör innihaldslítil loforð um eitthvað sem koma muni síðar. Eftirminnilegur er fundurinn um fullkomlega innihaldslausan húsnæðispakka, aðgerðir sem engu máli skipta fyrir fólk í nútímanum. Fundurinn var enda svo innihaldslaus að þau hafa sjálf boðað framhaldsfund um sama málefni. Það vantaði víst spýtu og sög. Á blaðamannafundinum 3. desember þar sem kynnt var fyrsta samgönguáætlun nýrrar ríkisstjórnar, sem beðið hafði verið eftir með nokkurri eftirvæntingu, varð hið sama uppi á teningnum. Hið kunnuglega stef um umbúðir umfram innihald. Við áhorfið á fundinn fylltist venjulegt fólk ef til vill nokkurri bjartsýni, enda farið ansi fögrum orðum og frjálslega um ýmislegt. Þegar betur var að gáð kemur í ljós að megin þungi þeirra verkefna sem þar voru kynnt eru ýmist nú þegar í farvegi eða bíða síðari hluta áætlunarinnar þ.e. frá 2031-2040. Þó var eitt sem vakti sérstaka athygli. Á síðustu árum var leiðtogum núverandi ríkisstjórnar tíðrætt um ,,stóra núllið í jarðgangnagerð“. Þau orð eru hjákátleg nú þegar við blasir með nýrri og illa rökstuddri forgangsröðun jarðgangna að ekkert minna en kraftaverk þarf til að borinn verði ræstur á þessu kjörtímabili. Fljótagöng sem nú eru fyrst í forgangsröðinni og eru vissulega mikilvæg eins og önnur, eiga eftir að fara í gegnum undirbúnings- og útboðsferli sem tekið getur 3-4 ár. Fullkomin uppgjöf Þegar litið er á liðið ár blasir við uppgjöf í verki. Ríkisstjórn sem bregst fólkinu í landinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar