Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. desember 2025 16:07 Jón Pétur Zimsen segir ákvörðun ráðherra um að leysa skólameistara Borgarholtsskóla frá störfum hættulega og forkastanlega. Vísir Þingmanni Sjálfstæðisflokksins er verulega brugðið yfir ákvörðun mennta- og barnamálaráðherra um að leysa skólameistara Borgarholtsskóla frá störfum. Hann segir ákvörðun ráðherra hættulega og einkennast af ógnarstjórn. Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla tilkynnti starfsmönnum skólans í dag að Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra hefði ákveðið að auglýsa embætti hans til umsóknar. „Þvert á allar hefðir og í ljósi þess að undanfarið hefur ráðherra endurskipað aðra skólameistara og nýlega ráðið í lausar stöður er augljóst hvað liggur að baki ákvörðun Guðmundar Inga og Flokks fólksins,“ stendur í tölubréfi sem Ársæll sendi starfsfólki skólans í dag. Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði tíðindin að umfjöllunarefni í umræðum um störf þingsins í dag. „Mér er verulega brugðið við fréttirnar í morgun. Farsæll skólameistari fjögurra framhaldsskóla fær einn ekki endurráðningu. Allir aðrir endurráðnir.“ Ráðherra „hvatvís og heimtufrekur“ Hann rifjar upp stóra skómálið, þegar Inga Sæland hringdi í uppnámi í Ársæl í janúar vegna týnds skópars barnabarns hennar sem er nemandi við skólann. Hann vísar í umfjöllun Vísis en samkvæmt heimildum fréttastofu sagðist Inga í símtalinu hafa ítök í lögreglunni. Skórnir komu í leitirnar en ekki vegna pressu ráðherra. „Skólameistarinn átti að þóknast ráðherranum og það strax,“ segir Jón Pétur. „Sami skólameistari vogar sér að tala um hugmyndir menntamálaráðherra um nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla.“ Ársæll sagði í samtali við fréttastofu fyrir nokkru að honum þættu hugmyndir ráðherra um að færa stjórnsýslu framhaldsskóla úr skólunum og inn í miðlægt kerfi, vanhugsaðar. „Hvað vann viðkomandi skólameistari sér til saka? Hann vogar sér að ræða málin af yfirvegun og skynsemi, annað en hvatvís og heimtufrekur ráðherra.“ Jón Pétur segir að þrátt fyrir áratugareynslu Ársæls, óaðfinnanlegan starfsferil, rekstur innan fjárlaga og engar áminningar hafi ráðherra ákveðið að hunsa bæði hefðir og fagmennsku. „Þessi hegðun ráðherrans er ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg. Þegiðu og hlýddu eða vertu úti. Skilaboð til starfsmanna ríkisins eru alveg skýr. Þetta kallast á venjulegri íslensku ógnarstjórn.“ Sagði sig úr skólanefnd við ráðningu en þó misboðið Árið 2016 sagði Ragnar Þór Pétursson, fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands, sig úr skólanefnd Borgarholtsskóla vegna ráðningar Ársæls. Hann taldi málið anga af spillingu og sá ekki ástæðu til að sitja í nefnd sem hefði ekkert um ráðninguna að segja. Þrátt fyrir það skrifar Ragnar Þór færslu á Facebook-hópinn Skólaþróunarspjallið þar sem hann segir menntamálaráðherra á mjög vafasamri leið. Hann bendir á að ákvörðun um að losa skólameistarann frá störfum sé ekki tekin nema verulegt vantraust ríki til hans. „Ég sat í stjórn skólans þegar Ársæll var ráðinn en sagði mig úr henni vegna þess að pólitísk lykt var af ráðningunni. Það er tilgangslaust að vera með stjórnir sem ráðherrar hvorki virða né hlusta á. Samt er mér fullkomlega misboðið,“ skrifar Ragnar Þór. Hann segist á hverju ári hitta nemendur sem líði vel í skólanum og tali vel um hann. „Þetta ber því miður með sér (sem virðist verða æ ljósara með hverjum degi) að menntamálaráðherra sé pólitísk lydda sem lætur formann flokks síns fjarstýra sér og er helst að verða þekktur fyrir takt- og samráðsleysi; vanþekkingu og frumhlaup.“ Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framhaldsskólar Alþingi Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla tilkynnti starfsmönnum skólans í dag að Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra hefði ákveðið að auglýsa embætti hans til umsóknar. „Þvert á allar hefðir og í ljósi þess að undanfarið hefur ráðherra endurskipað aðra skólameistara og nýlega ráðið í lausar stöður er augljóst hvað liggur að baki ákvörðun Guðmundar Inga og Flokks fólksins,“ stendur í tölubréfi sem Ársæll sendi starfsfólki skólans í dag. Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði tíðindin að umfjöllunarefni í umræðum um störf þingsins í dag. „Mér er verulega brugðið við fréttirnar í morgun. Farsæll skólameistari fjögurra framhaldsskóla fær einn ekki endurráðningu. Allir aðrir endurráðnir.“ Ráðherra „hvatvís og heimtufrekur“ Hann rifjar upp stóra skómálið, þegar Inga Sæland hringdi í uppnámi í Ársæl í janúar vegna týnds skópars barnabarns hennar sem er nemandi við skólann. Hann vísar í umfjöllun Vísis en samkvæmt heimildum fréttastofu sagðist Inga í símtalinu hafa ítök í lögreglunni. Skórnir komu í leitirnar en ekki vegna pressu ráðherra. „Skólameistarinn átti að þóknast ráðherranum og það strax,“ segir Jón Pétur. „Sami skólameistari vogar sér að tala um hugmyndir menntamálaráðherra um nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla.“ Ársæll sagði í samtali við fréttastofu fyrir nokkru að honum þættu hugmyndir ráðherra um að færa stjórnsýslu framhaldsskóla úr skólunum og inn í miðlægt kerfi, vanhugsaðar. „Hvað vann viðkomandi skólameistari sér til saka? Hann vogar sér að ræða málin af yfirvegun og skynsemi, annað en hvatvís og heimtufrekur ráðherra.“ Jón Pétur segir að þrátt fyrir áratugareynslu Ársæls, óaðfinnanlegan starfsferil, rekstur innan fjárlaga og engar áminningar hafi ráðherra ákveðið að hunsa bæði hefðir og fagmennsku. „Þessi hegðun ráðherrans er ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg. Þegiðu og hlýddu eða vertu úti. Skilaboð til starfsmanna ríkisins eru alveg skýr. Þetta kallast á venjulegri íslensku ógnarstjórn.“ Sagði sig úr skólanefnd við ráðningu en þó misboðið Árið 2016 sagði Ragnar Þór Pétursson, fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands, sig úr skólanefnd Borgarholtsskóla vegna ráðningar Ársæls. Hann taldi málið anga af spillingu og sá ekki ástæðu til að sitja í nefnd sem hefði ekkert um ráðninguna að segja. Þrátt fyrir það skrifar Ragnar Þór færslu á Facebook-hópinn Skólaþróunarspjallið þar sem hann segir menntamálaráðherra á mjög vafasamri leið. Hann bendir á að ákvörðun um að losa skólameistarann frá störfum sé ekki tekin nema verulegt vantraust ríki til hans. „Ég sat í stjórn skólans þegar Ársæll var ráðinn en sagði mig úr henni vegna þess að pólitísk lykt var af ráðningunni. Það er tilgangslaust að vera með stjórnir sem ráðherrar hvorki virða né hlusta á. Samt er mér fullkomlega misboðið,“ skrifar Ragnar Þór. Hann segist á hverju ári hitta nemendur sem líði vel í skólanum og tali vel um hann. „Þetta ber því miður með sér (sem virðist verða æ ljósara með hverjum degi) að menntamálaráðherra sé pólitísk lydda sem lætur formann flokks síns fjarstýra sér og er helst að verða þekktur fyrir takt- og samráðsleysi; vanþekkingu og frumhlaup.“
Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framhaldsskólar Alþingi Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira