Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2025 11:40 Árásirnar beindust gegn drengjum í efstu bekkjum grunnskóla að sumri til. Drengirnir lýsa því að hafa óttast um líf sitt og átt erfitt með að fara út vegna hótana mannanna. Hafnarfjörður Tveir rúmlega tvítugir karlmenn hafa verið dæmdir að mestu í skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft í hótunum og rænt ungmenni í Hafnarfirði í fyrrasumar. Fleiri mál þeim tengd eru til meðferðar í kerfinu sem tengjast líkamsárásum, skemmdarverkum og fleira. Unglingsdrengir sem voru rændir lýstu því að hafa verið mjög hræddir og óttast um líf sitt þegar grímuklæddir „arabalegir“ menn veittust að þeim. Tengjast margir fjölskylduböndum Vísir fjallaði um ákæruna á hendur tveimur karlmönnum um tvítugt og fimm fimmtán eða sextán ára drengjum í október. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengjast þeir margir fjölskylduböndum. Tvö málin gerðust með dagsmillibili í ágúst í fyrra. Í fyrra skiptið umkringdu mennirnir unglingsdreng í strætisvagni númer 1 í Hafnarfirði þar sem hann sat grunlaus í sæti sínu aftarlega í vagninum. Mennirnir höfðu tvo landa sína undir lögaldri með í för svo úr varð fjögurra manna hópur sem hótaði að hleypa unglingsdrengnum ekki út nema hann legði pening inn á þá. Hann fékk fyrst að yfirgefa vagninn þegar hann var búinn að sýna staðfestingu á millifærslu upp á ellefu þúsund krónur. Mennirnir tveir höfðu fimm unglingsdrengi með sér daginn eftir þegar þeir mættu á skólalóð Hraunvallaskóla þar sem þrír unglingsdrengir voru að spila körfubolta. Hópuðust þeir að strákunum við leik, beittu ofbeldi og hótunum. Annar karlmannanna reif í háls eins körfuboltadrengjanna, tók farsímann af honum, opnaði með andlitsgreiningu og fór í bankaapp. Millifærði hann í óleyfi fjörutíu þúsund krónur af drengnum. Þegar því var lokið tók fyrrnefndur forsprakki mynd af unglingnum á síma sinn og hótaði líkamsmeiðingum ef strákarnir þrír kjöftuðu frá. Er verknaðinum lýst sem ógnandi og vanvirðandi háttsemi, yfirgangi og ruddalegu athæfi. Hótanir og millifærslur Samkvæmt heimildum fréttastofu eru mennirnir tveir orðnir það sem löngum hefur verið kallað góðkunningjar lögreglunnar sem hefur þurft að hafa ítrekuð afskipti af þeim. Voru þeir dæmdir fyrir fleiri mál af svipuðum toga og þeim sem að ofan var lýst. Meðal annars á annar þeirra að hafa viku eftir að hafa veist að Hraunvallaskóladrengjunum mætt ásamt tveimur ungum löndum sínum ógnað unglingspilti á leið heim af íþróttaæfingu með vinum sínum með skóflu við Víðistaðatún, tekið af honum farsíma, opnað með andlitsgreiningu og millifært 62 þúsund krónur inn á annan reikning. Í framhaldinu hótuðu þeir öðrum unglingi ofbeldi, neyddu hann í hraðbanka í Fjarðargötu í Hafnarfirði og svo annan í verslun Iceland við Staðarberg en án þess að ná að hafa af honum peninga. Önnur brot voru snúa að líkamsárás við Fjölbrautarskólann í Breiðholti sumarið 2023, eignarspjöllum í kjallara Ráðhúss Reykjavíkur, þjófnaði úr Hagkaupum í Kringlunni, vörslu smárra skammta af ýmsum fíkniefnum og að hafa verið með stunguvopn á sér. Bar ekki kennsl á sjálfan sig Hópurinn sem veittist að unglingsdrengnum í strætisvagninum bar að mestu fyrir sig minnisleysi. Sá sem fékk peninginn lagðan inn á reikning sinn kannaðist hvorki við sig né aðra á myndum úr öryggismyndavél í vagninum. Einn hinna ungu lýsti því að hafa ekki gert neitt nema vera með „þeim“ en „þeir“ sem hefðu verið ógnandi hefðu farið til eins „gæja“ og gert sömu hluti og við Hraunvallaskóla, þ.e. að þvinga með hótunum til millifærslu á peningum. Dómurinn taldi framburð ákærðu ótrúverðugan og sérstaklega annars mannsins sem hafi ekki einu sinni kannast við sjálfan sig. Litið var til framburðar unglingsdrengsins sem veist var að. Hann sagði hópinn hafa komið að honum í vagninum, annar hinna eldri sest fyrir framan hann og spurt hvort hann ætti pening. Honum hafi verið skipað að millifæra tíu þúsund krónur inn á hann og hann ekki þorað öðru. Fyrir mistök hafi hann lagt 11 þúsund krónur inn. Honum hafi verið hótað að ella hlyti hann verra af og annar ákærðu spurt hann hvar hann ætti heima. Dómurinn taldi sannað að eldri maðurinn hefði gerst sekur um aðalbrotið. Var hann sakfelldur og dæmdur til að greiða unglingsdrengnum 600 þúsund krónur í bætur. Hinir fjórir sem voru með honum voru dæmdir til að greiða hluta kostnaðarins með honum. Í körfubolta þegar grímuklæddur hópur mætti Körfuboltadrengurinn við Hraunvallaskóla sem var rændur lýsti því við lögreglu að hafa verið ásamt vinum sínum að spila körfubolta þegar hópurinn mætti á svæðið. Upphaflega hafi honum verið skipað að leggja fimm þúsund krónur inn á sig en það verið hækkað í tuttugu þúsund krónur. Sagði hann einn í hópnum hafa hótað honum lífláti og sagst vera vopnaður hnífi. Því næst hafi síminn verið tekinn af honum og hótað að brjóta símann ef hann opnaði hann ekki með andlitsgreiningu. Maðurinn hafi farið inn í bankaapp hans og millifært fjörutíu þúsund krónur inn á reikning eins hinna ungu sem voru ákærðir. Drengurinn sagðist ekki þekkja til mannsins sem hefði hótað honum en hann hefði verið með skegg. Aðrir hafi ýmist hulið andlit sín með grímum eða hettum. Þeir hefðu allir verið á svipuðum aldri og körfuboltadrengirnir fyrir utan þann fullorðna sem hafði í hótunum. Lögregla fór á heimili þess unga sem árásarmaðurinn lagði inn á. Þá hafði sá ungi millifært peninginn áfram inn á reikning þess sem hafði í hótunum við körfuboltastrákana. Hann sagðist ekki þekkja hann en talaði um hann sem „stóra gæjann“. Sjálfur hefði hann verið þarna með öðrum unglingsdreng sem væri litli bróðir „stóra gæjans“. Þeir yngri smeykir við þá eldri Líkt og í strætisvagninum voru til upptökur af atvikinu úr öryggismyndavélum við Hraunvallaskóla. Þar sést að klukkan var orðin tíu að kvöldi þegar sex manna hópur mætir á körfuboltavöllinn og hefur í hótunum við körfuboltastrákana. Með ofbeldi þvinga þeir millifærslu eins þeirra og fimm mínútum síðar hefur annar eldri mannanna millifært peningana áfram inn á sinn reikning. Lögregla sagði ljóst af upptökum að allir yngri drengirnir hefðu mátt vita hvað átti sér stað á vettvangi og þar með verið þátttakendur í brotinu. Ákærðu báru flestir fyrir sig minnisleysi og könnuðust lítið við þá atburðarás sem þó var til á myndbandsupptöku. Unglingsdrengurinn sem fékk peninginn fyrst lagðan inn á sig tjáði þó lögreglu að forsprakkinn sem hafði sig í mest frammi og fékk peninginn í framhaldinu inn á sinn reikning hefði beðið hann nokkrum dögum síðar að breyta frásögn sinni. Nú ætti hann að segja lögreglunni að hann hefði verið að kaupa skó og úlpu af forsprakkanum sem útskýrði millifærsluna. Sá sagðist síðar í skýrslutöku aðeins hafa verið í hópnum en ekki gert neitt. Annar hinna ungu sagðist heldur ekki hafa vitað hvað væri að eiga sér stað og aðeins verið áhorfandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu mátti ráða af framburði hinna ungu ákærðu í málinu að þeir væru í einhverjum tilfellum sjálfir nokkuð smeykir við forsprakkanna, þá tvo eldri. Fjölskyldunni hótað öllu illu Körfuboltadrengurinn sem var rændur lýsti því að hafa verið í körfu þegar hópinn bar að garði. Hann hefði þekkt einn þeirra sem var á hans aldri en eldri bróðir hans, maður með skegg, hefði haft sig í mestu frammi. Fyrst hefðu þeir viljað fá boltann en svo símann. Strákurinn lýsti því að hafa ekki þorað öðru en að opna símann og þar með bankann með auðkenningu. Honum og fjölskyldu hans hefði verið hótað öllu illu ef hann myndi segja lögreglunni frá. Hann hefði verið hræddur á meðan þetta gekk á og ekki þorað að kalla á hjálp. Tveir úr hópnum hafi staðið yfir honum en hinir yfir vinum hans. Einn þeirra hafi tekið mynd og myndband af honum en hann ekki vitað hvers vegna. Eftir atburðina hafi hann farið heim, sagt frá atvikinu og móðir hans hringt á lögregluna. Drengurinn lýsti því að hafa verið áhyggjufullur að fara í skóla eftir atvikið og ekki viljað fara einn. Hann hefði þurft að fara á kvíðalyf og einu sinni til sálfræðings. Vinur hans lýsti því að hópurinn hefði farið í vasa hans, tekið af honum heyrnartól og næstum allir haft uppi ógnandi tilburði. Honum hafi líka verið hótað ef hann segði frá. Hann sagðist hafa tekið hótanirnar alvarlega og ekki þorað út á kvöldin eftir þetta. Hann væri enn áhyggjufullur og hefði farið til sálfræðings. Þriðji drengurinn tók undir að hafa verið var um sig úti eftir atvikið og átt erfitt með daglega hluti. Sem fyrr gerðu ákærðu lítið úr hlut sínum, sögðust ekki hafa brotið af sér eða jafnvel ekki hafa verið á vettvangi. Framburðurinn var í beinni mótsögn við upptökur úr eftirlitsmyndavélum og voru ekki lagðir til grundvallar niðurstöðu í málinu. Var forsprakkinn dæmdur fyrir sinn hlut í málinu og til greiðslu miskabóta upp á 600 þúsund krónur. Úlpum stolið og hótað með hníf Varðandi málið við Víðistaðatún þá barst það lögreglu með tilkynningu um tíu til tólf drengja hóp við verslunarmiðstöðina Fjörðinn sem hefði hótað dreng með hníf og tekið af honum úlpu. Á vettvangi hitti lögregla dreng sem sagði þrjá hafa ógnað sér á Víðistaðatúni, einn með hnífi. Þeir hefðu tekið úlpu drengsins. Var annar forsprakkanna handtekinn ásamt einum yngri og eldri bróður hans sem fyrr í greininni var vísað til „stóra gæjans“ með skeggið. Seinna um kvöldið bárust lögreglu upplýsingar um annað rán á Víðistaðatúni um svipað leyti og úlpunni hafði verið rænt af drengnum. Þá hefðu fimm aðilar af arabískum uppruna ógnað dreng með skóflu og millifært af honum 62 þúsund krónur. Var því lýst að nokkrir „Arabar“ hefðu verið á ferðinni með skíðagrímur. Þeir hefðu af óljósum ástæðum millifært peningana inn á vin þess sem var ógnað með skóflu. Síðan hafi þeir farið með hann á milli hraðbanka til að taka peningana út af reikningi hans en ekki tekist. „We will fuck you up“ Sá sem var rændur lýsti því að hafa verið við grillstæðið á Víðistaðatúni þegar hann var króaður af. Þeir hafi sýnt honum brotna skóflu, hann óttast um líf sitt og ekki þorað annað en að láta símann af hendi. Þeir hafi millifært 62 þúsund krónur inn á vin hans. Svo hafi hann farið heim. Vinur hans millifærði peninginn svo aftur inn á hann seinna um kvöldið eftir að mönnunum hafði ekki tekist að ná peningnum út úr hraðbönkum í hverfinu. Vinurinn lýsti atburðarásinni hjá lögreglu. Nokkrir „arabalegir“ einstaklingar hefðu hótað vini hans, ítrekað sagt „we will fuck you up“ og svo fengið hugmyndina að leggja peningana ekki inn á einn úr hópnum heldur vin og láta hann síðan taka peninginn út í hraðbanka. Þá væri erfiðara að sjá hver hefði rænt viðkomandi. Þeir hafi svo sagt honum að koma með sér og ítrekað haldið áfram að segja „we will fuck you up“ og „do not do something stupid.“ Ekki hafi tekist að taka pening út úr hraðbanka við Íslandsbanka því hann var ekki með bankakort og í Landsbankanum hafi ekki verið innistæða til að greiða þjónustugjald. Í verslun Iceland hafi heldur ekki verið hægt að nota farsímann við úttekt. Á leiðinni frá Iceland hafi forsprakkinn fengið veður af handtöku þeirra sem voru með honum við Víðistaðatún og forðað sér um leið. Drengurinn sagðist hafa verið mjög hræddur og trúað að mennirnir myndu ráðast á sig og beita sig ofbeldi, jafnvel meira en það. Einn hafi verið með hníf sem honum hafi fundist mjög óþægilegt. Hann hefði fengið símtal frá forsprakkanum á Snapchat nokkrum dögum síðar, verið spurður út í peninginn og forsprakkinn viljað tala við vin hans. Fleiri símtöl hafi borist í framhaldinu úr ólíkum númerum og hann verið krafinn um peningana. „Next time I see you, you will see what happens,“ hafði hann eftir forsprakkanum. Drengurinn sagðist hafa verið mjög hræddur og trúað að ráðist yrði á hann í kjölfarið. Forsprakkinn sem flúði af vettvangi eftir handtöku hinna sagðist ekkert kannast við atvik málsins. Hann hefði ekki verið við Víðistaðatún né að hafa fylgt dreng á milli hraðbanka til að taka út peninga. Farsímagögn sögðu þó aðra sögu og sömuleiðis vitni sem tóku eftir honum við Víðistaðatún. Var framburður hans því metinn ótrúverðugur. Var hann sakfelldur og strákunum dæmdar 600 þúsund krónur í miskabætur hvorum fyrir sig. Árás fyrir utan Flensborg Þá var annar forsprakkinn dæmdur fyrir að því er virðist tilefnislausa árás á ungan mann fyrir utan Flensborgarskóla í Hafnarfirði eftir hádegi í ágúst 2023. Ungi maðurinn hafði ekið vinum sínum í skóla, stigið út úr bílnum þegar þrír drengir komu hlaupandi að honum. Einn þeirra hefði misst hníf og svo hefði annar eldri mannanna komið á eftir honum og kýlt allavega sex hnefahögg miðað við það sem sást í eftirlitsmyndavélum. Fórnarlambið flúði á hlaupum inn í skóla. Á þessum tíma var forsprakkinn tæplega átján ára eða innan við ári eldri en bílstjórinn sem hann réðst á. Þótti árásin sönnuð en sökum lítils aldursmunar þótti ekki rétt að heimfæra brotið undir barnaverndarlög. Alvarleg brot gegn börnum Við ákvörðun refsingar hjá forsprökkunum tveimur var litið til hinna fjölmörgu brota. Annar var sakfelldur fyrir fjárkúgun, tvö rán, minni háttar líkamsárás, minni háttar eignarspjöll og brot gegn barnaverndarlögum. Hann fékk þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm í júní 2024 fyrir þjófnað og tilraun til þjófnaðar. Með brotum sínum rauf hann skilorðsdóminn. Þá var litið til þess að brot mannsins voru sum hver unnin í samverknaði, þau voru alvarleg og beindust gegn börnum og til þess fallin að hafa áhrif á andlega heilsu þeirra. Þótti átján mánaða fangelsi hæfileg refsing en fimmtán mánuðir voru skilorðsbundnir. Gæsluvarðhald frá ágúst til nóvember dregst frá refsingunni og því ljóst að hann mun ekki þurfa að dúsa í fangelsi. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þó fleiri mál til rannsóknar sem tengjast manninum. Hinn forsprakkinn var dæmdur fyrir fjárkúgun, tvö rán, brot gegn barnaverndarlögum, minni háttar þjófnaði, fíkniefnalagabrot, vopnalagabrot og minni háttar eignarspjöll. Sum brotin voru framin í samverknaði, voru alvarleg og beindust gegn börnum. Hann á ekki dóm á bakinu og játaði hluta brotanna fyrir dómi. Þótti fimmtán mánaða fangelsi hæfileg refsing en tólf mánuðir skilorðsbundnir. Til frádráttar kom gæsluvarðhald sem hann sætti frá ágúst fram í nóvember. Refsingu hinna ungu frestað Þegar kom að því að ákveða refsingu fyrir yngri hluta hópsins, sem voru fimmtán eða sextán ára þegar brotin voru framin, var litið til þess að þau voru alvarleg og unnin í samverknaði. Þá beindust þau að börnum, jafnöldrum þeirra og í einhverjum tilfellum skólabræðrum samkvæmt heimildum fréttastofu. Enginn átti sakaferil að baki. Var refsingu þeirra frestað skilorðsbundið í þrjú ár haldi þeir almennt skilorði, þ.e. gerist ekki sekir um frekari brot. Hafnarfjörður Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
Tengjast margir fjölskylduböndum Vísir fjallaði um ákæruna á hendur tveimur karlmönnum um tvítugt og fimm fimmtán eða sextán ára drengjum í október. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengjast þeir margir fjölskylduböndum. Tvö málin gerðust með dagsmillibili í ágúst í fyrra. Í fyrra skiptið umkringdu mennirnir unglingsdreng í strætisvagni númer 1 í Hafnarfirði þar sem hann sat grunlaus í sæti sínu aftarlega í vagninum. Mennirnir höfðu tvo landa sína undir lögaldri með í för svo úr varð fjögurra manna hópur sem hótaði að hleypa unglingsdrengnum ekki út nema hann legði pening inn á þá. Hann fékk fyrst að yfirgefa vagninn þegar hann var búinn að sýna staðfestingu á millifærslu upp á ellefu þúsund krónur. Mennirnir tveir höfðu fimm unglingsdrengi með sér daginn eftir þegar þeir mættu á skólalóð Hraunvallaskóla þar sem þrír unglingsdrengir voru að spila körfubolta. Hópuðust þeir að strákunum við leik, beittu ofbeldi og hótunum. Annar karlmannanna reif í háls eins körfuboltadrengjanna, tók farsímann af honum, opnaði með andlitsgreiningu og fór í bankaapp. Millifærði hann í óleyfi fjörutíu þúsund krónur af drengnum. Þegar því var lokið tók fyrrnefndur forsprakki mynd af unglingnum á síma sinn og hótaði líkamsmeiðingum ef strákarnir þrír kjöftuðu frá. Er verknaðinum lýst sem ógnandi og vanvirðandi háttsemi, yfirgangi og ruddalegu athæfi. Hótanir og millifærslur Samkvæmt heimildum fréttastofu eru mennirnir tveir orðnir það sem löngum hefur verið kallað góðkunningjar lögreglunnar sem hefur þurft að hafa ítrekuð afskipti af þeim. Voru þeir dæmdir fyrir fleiri mál af svipuðum toga og þeim sem að ofan var lýst. Meðal annars á annar þeirra að hafa viku eftir að hafa veist að Hraunvallaskóladrengjunum mætt ásamt tveimur ungum löndum sínum ógnað unglingspilti á leið heim af íþróttaæfingu með vinum sínum með skóflu við Víðistaðatún, tekið af honum farsíma, opnað með andlitsgreiningu og millifært 62 þúsund krónur inn á annan reikning. Í framhaldinu hótuðu þeir öðrum unglingi ofbeldi, neyddu hann í hraðbanka í Fjarðargötu í Hafnarfirði og svo annan í verslun Iceland við Staðarberg en án þess að ná að hafa af honum peninga. Önnur brot voru snúa að líkamsárás við Fjölbrautarskólann í Breiðholti sumarið 2023, eignarspjöllum í kjallara Ráðhúss Reykjavíkur, þjófnaði úr Hagkaupum í Kringlunni, vörslu smárra skammta af ýmsum fíkniefnum og að hafa verið með stunguvopn á sér. Bar ekki kennsl á sjálfan sig Hópurinn sem veittist að unglingsdrengnum í strætisvagninum bar að mestu fyrir sig minnisleysi. Sá sem fékk peninginn lagðan inn á reikning sinn kannaðist hvorki við sig né aðra á myndum úr öryggismyndavél í vagninum. Einn hinna ungu lýsti því að hafa ekki gert neitt nema vera með „þeim“ en „þeir“ sem hefðu verið ógnandi hefðu farið til eins „gæja“ og gert sömu hluti og við Hraunvallaskóla, þ.e. að þvinga með hótunum til millifærslu á peningum. Dómurinn taldi framburð ákærðu ótrúverðugan og sérstaklega annars mannsins sem hafi ekki einu sinni kannast við sjálfan sig. Litið var til framburðar unglingsdrengsins sem veist var að. Hann sagði hópinn hafa komið að honum í vagninum, annar hinna eldri sest fyrir framan hann og spurt hvort hann ætti pening. Honum hafi verið skipað að millifæra tíu þúsund krónur inn á hann og hann ekki þorað öðru. Fyrir mistök hafi hann lagt 11 þúsund krónur inn. Honum hafi verið hótað að ella hlyti hann verra af og annar ákærðu spurt hann hvar hann ætti heima. Dómurinn taldi sannað að eldri maðurinn hefði gerst sekur um aðalbrotið. Var hann sakfelldur og dæmdur til að greiða unglingsdrengnum 600 þúsund krónur í bætur. Hinir fjórir sem voru með honum voru dæmdir til að greiða hluta kostnaðarins með honum. Í körfubolta þegar grímuklæddur hópur mætti Körfuboltadrengurinn við Hraunvallaskóla sem var rændur lýsti því við lögreglu að hafa verið ásamt vinum sínum að spila körfubolta þegar hópurinn mætti á svæðið. Upphaflega hafi honum verið skipað að leggja fimm þúsund krónur inn á sig en það verið hækkað í tuttugu þúsund krónur. Sagði hann einn í hópnum hafa hótað honum lífláti og sagst vera vopnaður hnífi. Því næst hafi síminn verið tekinn af honum og hótað að brjóta símann ef hann opnaði hann ekki með andlitsgreiningu. Maðurinn hafi farið inn í bankaapp hans og millifært fjörutíu þúsund krónur inn á reikning eins hinna ungu sem voru ákærðir. Drengurinn sagðist ekki þekkja til mannsins sem hefði hótað honum en hann hefði verið með skegg. Aðrir hafi ýmist hulið andlit sín með grímum eða hettum. Þeir hefðu allir verið á svipuðum aldri og körfuboltadrengirnir fyrir utan þann fullorðna sem hafði í hótunum. Lögregla fór á heimili þess unga sem árásarmaðurinn lagði inn á. Þá hafði sá ungi millifært peninginn áfram inn á reikning þess sem hafði í hótunum við körfuboltastrákana. Hann sagðist ekki þekkja hann en talaði um hann sem „stóra gæjann“. Sjálfur hefði hann verið þarna með öðrum unglingsdreng sem væri litli bróðir „stóra gæjans“. Þeir yngri smeykir við þá eldri Líkt og í strætisvagninum voru til upptökur af atvikinu úr öryggismyndavélum við Hraunvallaskóla. Þar sést að klukkan var orðin tíu að kvöldi þegar sex manna hópur mætir á körfuboltavöllinn og hefur í hótunum við körfuboltastrákana. Með ofbeldi þvinga þeir millifærslu eins þeirra og fimm mínútum síðar hefur annar eldri mannanna millifært peningana áfram inn á sinn reikning. Lögregla sagði ljóst af upptökum að allir yngri drengirnir hefðu mátt vita hvað átti sér stað á vettvangi og þar með verið þátttakendur í brotinu. Ákærðu báru flestir fyrir sig minnisleysi og könnuðust lítið við þá atburðarás sem þó var til á myndbandsupptöku. Unglingsdrengurinn sem fékk peninginn fyrst lagðan inn á sig tjáði þó lögreglu að forsprakkinn sem hafði sig í mest frammi og fékk peninginn í framhaldinu inn á sinn reikning hefði beðið hann nokkrum dögum síðar að breyta frásögn sinni. Nú ætti hann að segja lögreglunni að hann hefði verið að kaupa skó og úlpu af forsprakkanum sem útskýrði millifærsluna. Sá sagðist síðar í skýrslutöku aðeins hafa verið í hópnum en ekki gert neitt. Annar hinna ungu sagðist heldur ekki hafa vitað hvað væri að eiga sér stað og aðeins verið áhorfandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu mátti ráða af framburði hinna ungu ákærðu í málinu að þeir væru í einhverjum tilfellum sjálfir nokkuð smeykir við forsprakkanna, þá tvo eldri. Fjölskyldunni hótað öllu illu Körfuboltadrengurinn sem var rændur lýsti því að hafa verið í körfu þegar hópinn bar að garði. Hann hefði þekkt einn þeirra sem var á hans aldri en eldri bróðir hans, maður með skegg, hefði haft sig í mestu frammi. Fyrst hefðu þeir viljað fá boltann en svo símann. Strákurinn lýsti því að hafa ekki þorað öðru en að opna símann og þar með bankann með auðkenningu. Honum og fjölskyldu hans hefði verið hótað öllu illu ef hann myndi segja lögreglunni frá. Hann hefði verið hræddur á meðan þetta gekk á og ekki þorað að kalla á hjálp. Tveir úr hópnum hafi staðið yfir honum en hinir yfir vinum hans. Einn þeirra hafi tekið mynd og myndband af honum en hann ekki vitað hvers vegna. Eftir atburðina hafi hann farið heim, sagt frá atvikinu og móðir hans hringt á lögregluna. Drengurinn lýsti því að hafa verið áhyggjufullur að fara í skóla eftir atvikið og ekki viljað fara einn. Hann hefði þurft að fara á kvíðalyf og einu sinni til sálfræðings. Vinur hans lýsti því að hópurinn hefði farið í vasa hans, tekið af honum heyrnartól og næstum allir haft uppi ógnandi tilburði. Honum hafi líka verið hótað ef hann segði frá. Hann sagðist hafa tekið hótanirnar alvarlega og ekki þorað út á kvöldin eftir þetta. Hann væri enn áhyggjufullur og hefði farið til sálfræðings. Þriðji drengurinn tók undir að hafa verið var um sig úti eftir atvikið og átt erfitt með daglega hluti. Sem fyrr gerðu ákærðu lítið úr hlut sínum, sögðust ekki hafa brotið af sér eða jafnvel ekki hafa verið á vettvangi. Framburðurinn var í beinni mótsögn við upptökur úr eftirlitsmyndavélum og voru ekki lagðir til grundvallar niðurstöðu í málinu. Var forsprakkinn dæmdur fyrir sinn hlut í málinu og til greiðslu miskabóta upp á 600 þúsund krónur. Úlpum stolið og hótað með hníf Varðandi málið við Víðistaðatún þá barst það lögreglu með tilkynningu um tíu til tólf drengja hóp við verslunarmiðstöðina Fjörðinn sem hefði hótað dreng með hníf og tekið af honum úlpu. Á vettvangi hitti lögregla dreng sem sagði þrjá hafa ógnað sér á Víðistaðatúni, einn með hnífi. Þeir hefðu tekið úlpu drengsins. Var annar forsprakkanna handtekinn ásamt einum yngri og eldri bróður hans sem fyrr í greininni var vísað til „stóra gæjans“ með skeggið. Seinna um kvöldið bárust lögreglu upplýsingar um annað rán á Víðistaðatúni um svipað leyti og úlpunni hafði verið rænt af drengnum. Þá hefðu fimm aðilar af arabískum uppruna ógnað dreng með skóflu og millifært af honum 62 þúsund krónur. Var því lýst að nokkrir „Arabar“ hefðu verið á ferðinni með skíðagrímur. Þeir hefðu af óljósum ástæðum millifært peningana inn á vin þess sem var ógnað með skóflu. Síðan hafi þeir farið með hann á milli hraðbanka til að taka peningana út af reikningi hans en ekki tekist. „We will fuck you up“ Sá sem var rændur lýsti því að hafa verið við grillstæðið á Víðistaðatúni þegar hann var króaður af. Þeir hafi sýnt honum brotna skóflu, hann óttast um líf sitt og ekki þorað annað en að láta símann af hendi. Þeir hafi millifært 62 þúsund krónur inn á vin hans. Svo hafi hann farið heim. Vinur hans millifærði peninginn svo aftur inn á hann seinna um kvöldið eftir að mönnunum hafði ekki tekist að ná peningnum út úr hraðbönkum í hverfinu. Vinurinn lýsti atburðarásinni hjá lögreglu. Nokkrir „arabalegir“ einstaklingar hefðu hótað vini hans, ítrekað sagt „we will fuck you up“ og svo fengið hugmyndina að leggja peningana ekki inn á einn úr hópnum heldur vin og láta hann síðan taka peninginn út í hraðbanka. Þá væri erfiðara að sjá hver hefði rænt viðkomandi. Þeir hafi svo sagt honum að koma með sér og ítrekað haldið áfram að segja „we will fuck you up“ og „do not do something stupid.“ Ekki hafi tekist að taka pening út úr hraðbanka við Íslandsbanka því hann var ekki með bankakort og í Landsbankanum hafi ekki verið innistæða til að greiða þjónustugjald. Í verslun Iceland hafi heldur ekki verið hægt að nota farsímann við úttekt. Á leiðinni frá Iceland hafi forsprakkinn fengið veður af handtöku þeirra sem voru með honum við Víðistaðatún og forðað sér um leið. Drengurinn sagðist hafa verið mjög hræddur og trúað að mennirnir myndu ráðast á sig og beita sig ofbeldi, jafnvel meira en það. Einn hafi verið með hníf sem honum hafi fundist mjög óþægilegt. Hann hefði fengið símtal frá forsprakkanum á Snapchat nokkrum dögum síðar, verið spurður út í peninginn og forsprakkinn viljað tala við vin hans. Fleiri símtöl hafi borist í framhaldinu úr ólíkum númerum og hann verið krafinn um peningana. „Next time I see you, you will see what happens,“ hafði hann eftir forsprakkanum. Drengurinn sagðist hafa verið mjög hræddur og trúað að ráðist yrði á hann í kjölfarið. Forsprakkinn sem flúði af vettvangi eftir handtöku hinna sagðist ekkert kannast við atvik málsins. Hann hefði ekki verið við Víðistaðatún né að hafa fylgt dreng á milli hraðbanka til að taka út peninga. Farsímagögn sögðu þó aðra sögu og sömuleiðis vitni sem tóku eftir honum við Víðistaðatún. Var framburður hans því metinn ótrúverðugur. Var hann sakfelldur og strákunum dæmdar 600 þúsund krónur í miskabætur hvorum fyrir sig. Árás fyrir utan Flensborg Þá var annar forsprakkinn dæmdur fyrir að því er virðist tilefnislausa árás á ungan mann fyrir utan Flensborgarskóla í Hafnarfirði eftir hádegi í ágúst 2023. Ungi maðurinn hafði ekið vinum sínum í skóla, stigið út úr bílnum þegar þrír drengir komu hlaupandi að honum. Einn þeirra hefði misst hníf og svo hefði annar eldri mannanna komið á eftir honum og kýlt allavega sex hnefahögg miðað við það sem sást í eftirlitsmyndavélum. Fórnarlambið flúði á hlaupum inn í skóla. Á þessum tíma var forsprakkinn tæplega átján ára eða innan við ári eldri en bílstjórinn sem hann réðst á. Þótti árásin sönnuð en sökum lítils aldursmunar þótti ekki rétt að heimfæra brotið undir barnaverndarlög. Alvarleg brot gegn börnum Við ákvörðun refsingar hjá forsprökkunum tveimur var litið til hinna fjölmörgu brota. Annar var sakfelldur fyrir fjárkúgun, tvö rán, minni háttar líkamsárás, minni háttar eignarspjöll og brot gegn barnaverndarlögum. Hann fékk þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm í júní 2024 fyrir þjófnað og tilraun til þjófnaðar. Með brotum sínum rauf hann skilorðsdóminn. Þá var litið til þess að brot mannsins voru sum hver unnin í samverknaði, þau voru alvarleg og beindust gegn börnum og til þess fallin að hafa áhrif á andlega heilsu þeirra. Þótti átján mánaða fangelsi hæfileg refsing en fimmtán mánuðir voru skilorðsbundnir. Gæsluvarðhald frá ágúst til nóvember dregst frá refsingunni og því ljóst að hann mun ekki þurfa að dúsa í fangelsi. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þó fleiri mál til rannsóknar sem tengjast manninum. Hinn forsprakkinn var dæmdur fyrir fjárkúgun, tvö rán, brot gegn barnaverndarlögum, minni háttar þjófnaði, fíkniefnalagabrot, vopnalagabrot og minni háttar eignarspjöll. Sum brotin voru framin í samverknaði, voru alvarleg og beindust gegn börnum. Hann á ekki dóm á bakinu og játaði hluta brotanna fyrir dómi. Þótti fimmtán mánaða fangelsi hæfileg refsing en tólf mánuðir skilorðsbundnir. Til frádráttar kom gæsluvarðhald sem hann sætti frá ágúst fram í nóvember. Refsingu hinna ungu frestað Þegar kom að því að ákveða refsingu fyrir yngri hluta hópsins, sem voru fimmtán eða sextán ára þegar brotin voru framin, var litið til þess að þau voru alvarleg og unnin í samverknaði. Þá beindust þau að börnum, jafnöldrum þeirra og í einhverjum tilfellum skólabræðrum samkvæmt heimildum fréttastofu. Enginn átti sakaferil að baki. Var refsingu þeirra frestað skilorðsbundið í þrjú ár haldi þeir almennt skilorði, þ.e. gerist ekki sekir um frekari brot.
Hafnarfjörður Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira