Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar 29. nóvember 2025 19:33 Grein Jóns Péturs Zimsen byggir á mikilvægu sjónarhorni. Karlar í íslensku samfélagi glíma vissulega við ýmislegt og ákveðin úrræði skortir. Það er engum til happs að hunsa raunveruleg vandamál karla. En það sem vantar í umræðuna, og grein Jóns Péturs mistekst að sýna fram á, er að lausnir verða ekki til með því að benda á konur eða kvennaúrræði sem rót vandans.Karlar þurfa ekki bjargvætt, þeir þurfa að búa sér til vettvang. Karlar þurfa úrræði sem karlar búa til Kynjafræði, hefur árum saman bent á að staða margra karla er oft vond m.a. vegna félagslegrar einangrunar, skorts á tengslanetum og vegna þröngra hugmynda um karlmennsku sem karlar eru oft fastir í vegna þess að samfélagið ýtir þeim í þröng box sem, oft á tíðum, getur verið erfitt að koma sér út úr.Þetta eru vandamál sem karlar eiga fullan rétt á að finna lausnir á en þau verða ekki leyst með því að gera lítið úr þjónustu fyrir konur sem varð til vegna sögulegs og kerfisbundins ofbeldis og mismunar í garð þeirra. Það er ekki konum eða kvennaúrræðum að kenna að karlar hafi ekki úrræði sambærileg Konukoti.Hér vantar frumkvæði og fjárfestingu í úrræðum karla, leiddum af körlum sjálfum. Konur bera ekki ábyrgð á að bjarga körlum Í greininni eru margir góðir punktar um stöðu karla sem kynjafræðin hefur rannsakað, eins og sjálfsvíg, heimilisleysi, lestragetu og lífslíkur þeirra.En þessi staða lagast ekki með því að vísa sífellt í að „konur fái meira“.Slíkt stillir hópum upp gegn hvor öðrum og fellur í gamalt hugmyndakerfi þar sem karlar setja konur í hlutverk aðstoðarfólksins, konur eiga að hlaupa til og bjarga málunum. Það er einkennilegt að setja fram lista yfir vandamál karla, og spyrja svo óbeint: „Hvers vegna hjálpa konur ekki okkur meira?“Karlar verða að taka þátt í að byggja sín eigin úrræði, tengslanet og stuðningskerfi. Úrræði kvenna voru byggð frá grunni af konum, karlar geta gert hið sama Konukot og Kvennaathvarfið urðu ekki til vegna þess að ríkisvaldið „valdi konur fram yfir karla“.Þau urðu til vegna þess að konur tóku sig saman og stofnuðu úrræði sem enginn annar vildi byggja. Þau voru fjármögnuð af sjálfboðaliðum og urðu smám saman hluti af velferðarkerfinu vegna þess að raunin, og tölfræðin sýndi að þörfin var raunveruleg. Ef karla skortir sambærileg úrræði er svarið ekki að gagnrýna konur.Svarið er ,,Byggjum þau. Fjárfestum í þeim. Hlustum á karla”. Að bera líf karla og kvenna saman er villandi Titill greinarinnar – „Er líf karls 75% virði lífs konu?“ gerir lítið úr umræðu sem á að snúast um lífsgæði, heilsu og mannréttindi.Konur hafa þurft að berjast fyrir því að líf þeirra sé metið til jafns við líf karla í gegnum aldirnar og er baráttan enn í gangi. Það er varasamt að snúa sögunni á hvolf og gefa í skyn að konur njóti nú kerfisbundinna forréttinda á kostnað karla. Réttindabarátta er ekki núningsíþrótt.Það að konur fái úrræði dregur ekki úr mannréttindum karla, og öfugt. Lausnin er ekki skömmtun réttinda, heldur ábyrgð og samstarf Við þurfum úrræði fyrir heimilislausa karla.Við þurfum að stuðla að betri geðheilbrigðisþjónustu fyrir karla.Við þurfum að efla skólastarf fyrir drengi, heilsueflingu karla og tengslanet sem dregur úr félagslegri einangrun. En við þurfum ekkert að gera til að veikja úrræði kvenna til að ná því markmiði. Þvert á móti: Karlar þurfa að taka upp keflið sjálfir Ekki með því að kvarta undan stuðningi kvenna, heldur með því að byggja upp stuðningskerfisem þjónar körlum af virðingu og raunverulegri þekkingu á lífi þeirra. Gangi ykkur vel, ég hef fulla trú á ykkur! Höfundur er framhaldsskólakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Grein Jóns Péturs Zimsen byggir á mikilvægu sjónarhorni. Karlar í íslensku samfélagi glíma vissulega við ýmislegt og ákveðin úrræði skortir. Það er engum til happs að hunsa raunveruleg vandamál karla. En það sem vantar í umræðuna, og grein Jóns Péturs mistekst að sýna fram á, er að lausnir verða ekki til með því að benda á konur eða kvennaúrræði sem rót vandans.Karlar þurfa ekki bjargvætt, þeir þurfa að búa sér til vettvang. Karlar þurfa úrræði sem karlar búa til Kynjafræði, hefur árum saman bent á að staða margra karla er oft vond m.a. vegna félagslegrar einangrunar, skorts á tengslanetum og vegna þröngra hugmynda um karlmennsku sem karlar eru oft fastir í vegna þess að samfélagið ýtir þeim í þröng box sem, oft á tíðum, getur verið erfitt að koma sér út úr.Þetta eru vandamál sem karlar eiga fullan rétt á að finna lausnir á en þau verða ekki leyst með því að gera lítið úr þjónustu fyrir konur sem varð til vegna sögulegs og kerfisbundins ofbeldis og mismunar í garð þeirra. Það er ekki konum eða kvennaúrræðum að kenna að karlar hafi ekki úrræði sambærileg Konukoti.Hér vantar frumkvæði og fjárfestingu í úrræðum karla, leiddum af körlum sjálfum. Konur bera ekki ábyrgð á að bjarga körlum Í greininni eru margir góðir punktar um stöðu karla sem kynjafræðin hefur rannsakað, eins og sjálfsvíg, heimilisleysi, lestragetu og lífslíkur þeirra.En þessi staða lagast ekki með því að vísa sífellt í að „konur fái meira“.Slíkt stillir hópum upp gegn hvor öðrum og fellur í gamalt hugmyndakerfi þar sem karlar setja konur í hlutverk aðstoðarfólksins, konur eiga að hlaupa til og bjarga málunum. Það er einkennilegt að setja fram lista yfir vandamál karla, og spyrja svo óbeint: „Hvers vegna hjálpa konur ekki okkur meira?“Karlar verða að taka þátt í að byggja sín eigin úrræði, tengslanet og stuðningskerfi. Úrræði kvenna voru byggð frá grunni af konum, karlar geta gert hið sama Konukot og Kvennaathvarfið urðu ekki til vegna þess að ríkisvaldið „valdi konur fram yfir karla“.Þau urðu til vegna þess að konur tóku sig saman og stofnuðu úrræði sem enginn annar vildi byggja. Þau voru fjármögnuð af sjálfboðaliðum og urðu smám saman hluti af velferðarkerfinu vegna þess að raunin, og tölfræðin sýndi að þörfin var raunveruleg. Ef karla skortir sambærileg úrræði er svarið ekki að gagnrýna konur.Svarið er ,,Byggjum þau. Fjárfestum í þeim. Hlustum á karla”. Að bera líf karla og kvenna saman er villandi Titill greinarinnar – „Er líf karls 75% virði lífs konu?“ gerir lítið úr umræðu sem á að snúast um lífsgæði, heilsu og mannréttindi.Konur hafa þurft að berjast fyrir því að líf þeirra sé metið til jafns við líf karla í gegnum aldirnar og er baráttan enn í gangi. Það er varasamt að snúa sögunni á hvolf og gefa í skyn að konur njóti nú kerfisbundinna forréttinda á kostnað karla. Réttindabarátta er ekki núningsíþrótt.Það að konur fái úrræði dregur ekki úr mannréttindum karla, og öfugt. Lausnin er ekki skömmtun réttinda, heldur ábyrgð og samstarf Við þurfum úrræði fyrir heimilislausa karla.Við þurfum að stuðla að betri geðheilbrigðisþjónustu fyrir karla.Við þurfum að efla skólastarf fyrir drengi, heilsueflingu karla og tengslanet sem dregur úr félagslegri einangrun. En við þurfum ekkert að gera til að veikja úrræði kvenna til að ná því markmiði. Þvert á móti: Karlar þurfa að taka upp keflið sjálfir Ekki með því að kvarta undan stuðningi kvenna, heldur með því að byggja upp stuðningskerfisem þjónar körlum af virðingu og raunverulegri þekkingu á lífi þeirra. Gangi ykkur vel, ég hef fulla trú á ykkur! Höfundur er framhaldsskólakennari
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar