Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2025 22:30 Lando Norris og Oscar Piastri keyra báðir fyrir McLaren og geta báðir orðið heimsmeistarar í fyrsta sinn. Það er mikil spenna í baráttunni um heimsmeistaratitilinn í formúlu 1 en næstsíðasta keppnin fer fram um helgina. Staðan er hins vegar þannig að liðsfélagar eru að keppa um heimsmeistaratitilinn. Þegar tvær keppnishelgar eru eftir hefur Lando Norris 24 stiga forskot á bæði liðsfélaga sinn hjá McLaren, Oscar Piastri, og heimsmeistarann Max Verstappen hjá Red Bull í stigakeppni ökumanna.Norris hefur nú fengið þau skilaboð frá Piastri að hann fái enga hjálp frá McLaren-félaga sínum við að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1.Aðspurður hvort rætt hafi verið innan McLaren-liðsins hvort Piastri sé reiðubúinn að „fórna sér fyrir liðið“ og hjálpa Norris að tryggja sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil, svaraði Ástralinn: „Við áttum mjög stuttar samræður um það og svarið er nei,“ sagði Piastri og hélt áfram: 🚨 | Oscar Piastri says McLaren spoke about helping Norris for the title:"We've had a very brief discussion on it, and the answer is no."I'm still on equal points with Max, and got a decent shot of still winning it if things go my way."So that's how we'll play it." pic.twitter.com/8vgwphmFRJ— formularacers (@formularacers_) November 27, 2025 „Ég er enn jafn Max að stigum og á enn ágætis möguleika á að vinna ef hlutirnir falla með mér. Og þannig munum við nálgast þetta,“ sagði Piastri.Verstappen var einnig spurður út í baráttu ökumanna hjá McLaren og hann styður ákvörðunina varðandi Piastri.„Þetta er fullkomið. Það er ekki hægt að gera neitt betra en að leyfa þeim að keppa um þetta,“ sagði Verstappen.„Af hverju ætti Oscar allt í einu ekki að fá leyfi? Ef mér hefði verið sagt þetta hefði ég ekki mætt. Ég hefði beðið þá um að fara til helvítis,“ sagði Verstappen.Staðan lítur þó best út fyrir Norris. Ef hann fær tveimur stigum meira um helgina en annaðhvort Piastri og Verstappen þá verður hann krýndur heimsmeistari áður en lokakeppnin fer fram í Abú Dabí. Heading to Qatar with three protagonists competing for the World Championship. Lando Norris needs to outscore Max Verstappen and Oscar Piastri by 2 points this weekend to secure the World Championship.#FIA #F1 #QatarGP pic.twitter.com/4dPONdXqlh— FIA (@fia) November 28, 2025 Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Þegar tvær keppnishelgar eru eftir hefur Lando Norris 24 stiga forskot á bæði liðsfélaga sinn hjá McLaren, Oscar Piastri, og heimsmeistarann Max Verstappen hjá Red Bull í stigakeppni ökumanna.Norris hefur nú fengið þau skilaboð frá Piastri að hann fái enga hjálp frá McLaren-félaga sínum við að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1.Aðspurður hvort rætt hafi verið innan McLaren-liðsins hvort Piastri sé reiðubúinn að „fórna sér fyrir liðið“ og hjálpa Norris að tryggja sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil, svaraði Ástralinn: „Við áttum mjög stuttar samræður um það og svarið er nei,“ sagði Piastri og hélt áfram: 🚨 | Oscar Piastri says McLaren spoke about helping Norris for the title:"We've had a very brief discussion on it, and the answer is no."I'm still on equal points with Max, and got a decent shot of still winning it if things go my way."So that's how we'll play it." pic.twitter.com/8vgwphmFRJ— formularacers (@formularacers_) November 27, 2025 „Ég er enn jafn Max að stigum og á enn ágætis möguleika á að vinna ef hlutirnir falla með mér. Og þannig munum við nálgast þetta,“ sagði Piastri.Verstappen var einnig spurður út í baráttu ökumanna hjá McLaren og hann styður ákvörðunina varðandi Piastri.„Þetta er fullkomið. Það er ekki hægt að gera neitt betra en að leyfa þeim að keppa um þetta,“ sagði Verstappen.„Af hverju ætti Oscar allt í einu ekki að fá leyfi? Ef mér hefði verið sagt þetta hefði ég ekki mætt. Ég hefði beðið þá um að fara til helvítis,“ sagði Verstappen.Staðan lítur þó best út fyrir Norris. Ef hann fær tveimur stigum meira um helgina en annaðhvort Piastri og Verstappen þá verður hann krýndur heimsmeistari áður en lokakeppnin fer fram í Abú Dabí. Heading to Qatar with three protagonists competing for the World Championship. Lando Norris needs to outscore Max Verstappen and Oscar Piastri by 2 points this weekend to secure the World Championship.#FIA #F1 #QatarGP pic.twitter.com/4dPONdXqlh— FIA (@fia) November 28, 2025
Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira