Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Boði Logason skrifar 28. nóvember 2025 12:25 Rætt var um nýja plötu Rosalíu, spennutryllinn Víkina, niðurskurð yfirvalda á Bókasafnssjóði og danssýninguna Flóðreka í nýjasta þætti Menningarvaktarinnar. Hvernig er Flóðreka, nýjasta sýning Íslenska dansflokksins og hvernig lyktar hún? Er Lux eftir Rosalíu besta plata ársins eða áratugarins? Hefði spennutryllirinn Víkin átt að fara beint á streymisveitur? Eru bíóin að deyja út? Af hverju er verið að skera niður Bókasafnssjóð þegar íslenska stendur höllum fæti? Þessar spurningar og svör við þeim komu fram í fjórða þætti Menningarvaktarinnar sem er í umsjón Símonar Birgissonar, leikhúsgagnrýnanda og birtist aðra hverja viku á Vísi. Gestir Símonar í þetta skiptið voru útvarpskonan Sigurlaug Margrét Jónasdóttir og blaðamaðurinn Magnús Jochum Pálsson. Öll þrjú höfðu farið á Flóðreka, nýjustu sýningu Íslenska dansflokksins, sem leikstjórinn Aðalheiður Halldórsdóttir vann í samstarfi við tónlistarmanninn Jónsa. Sýningin virkaði sterkt á þremenningana en þó voru ákveðnir hlutir sem þeim fannst ekki virka. Lyktin sem búið var að lofa að yrði stór hluti af sýningunni var afar dauf. Símoni fannst blikkandi led-ljósið yfir dönsurunum svo sterkt að hann endaði á að setja upp sólgleraugu og Sigurlaug hefði viljað sjá meira af útlínum dansaranna. Þrátt fyrir að sýningin væri lyktarlítil voru þremenningarnir kampakátir með Flóðreka. Tónlist Jónsa var mögnuð og gaf sýningunni ritúalískan blæ, púl dansarann fangaði örvæntingu þess sem er að drukkna í flóði og skilaði sér beint til áhorfenda. Átti Víkin að fara beint á spólu? Fyrsta mál á dagskrá var Víkin, nýjasta mynd leikstjórans Braga Þórs Hinrikssonar með Erni Árnasyni og Margréti Ákadóttur, sem fékk tveggja stjörnu dóm hjá Magnúsi á Vísi í síðustu viku. Magnús rifjaði upp ferðalag sitt í Álfabakka þar sem boðið var upp á óboðlegan skjá með mörgum dauðum blettum. Þar fyrir utan fannst honum sagan of þunn til að halda myndinni uppi, framvindan of endurtekningasöm og svo endaði myndin á óskiljanlegan máta vegna skorts á undirbúningi og undirbyggingu. „Það var samt svolítið gaman að horfa á Örn, ég var spennt fyrir því. Það er svo gaman að horfa á andlitið á honum,“ sagði Sigurlaug um myndina. „Mér fannst gaman að horfa á sum atriðin en ég skildi líka ekki alveg lokin.“ „Í gamla daga var talað um „straight-to-vhs“ - beint á spólu. Það var ákveðið heiti á myndum sem voru ágætar en fóru beint á spólu. Er þetta kannski sem hefði getað farið á streymisveitur?“ spurði Símon þá. „Ég gæti alveg trúað að þegar hún kemur á streymisveitur að hún fái ágætis áhorf þar þó það hafi ekki mjög margir mætt á hana í bíó,“ sagði Magnús. Sigurlaug tók undir en sagðist reyndar upplifa streymisveitur oft eins og gamla vídjóleigurekka sem væri pínu dapurt. Talandi um bíóhúsið í Álfabakka, sem verður lokað í janúar, þá vildi Símon aðeins ræða brotthvarf bíóhúsa. Magnús hafði ekki of miklar áhyggjur af eftirlifandi bíóhúsum en Símon og Sigurlaug óttuðust hvar þetta myndi enda. „Mér finnst þetta ekki góð þróun, mér finnst ótrúlega gaman að fara í bíó. Það versta við að fara í bíó eru þessar bankaauglýsingar, maður verður brjálaður. Þegar þessar bankaauglýsingar koma og einhverjir frábærir leikarar, sem ég held upp á, þykjast trúa því sem þeir eru að segja, langar mig að fara út,“ sagði Sigurlaug. Baráttan við eldislaxinn og baráttan fyrir íslenskunni Þremenningarnir ræddu síðan um plötuna sem allir eru að ræða þessa dagana, Lux eftir hina katalónsku Rosalíu. Söngkonan hefur á síðustu árum skotist upp á stjörnuhimininn og verður sífellt stærri stjarna. Farið var stuttlega yfir feril Rosalíu og veltu þremenningarnir því fyrir sér hvort platan væri plata árins, jafnvel áratugarins. Að gerð plötunnar komu tveir Íslendingar, Daníel Bjarnason sem stýrði upptökum á sinfóníuhljómsveitinni sem spilar á plötunni og Björk Guðmundsdóttir sem syngur á einu lagi. Sjá einnig: Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Björk fagnaði einmitt sextíu ára afmæli fyrir viku síðan en nær þrátt fyrir hækkandi aldur stöðugt að halda sér ferskri og í takt við það sem er efst á baugi í menningunni. Björk og Rosalía ákváðu einmitt um daginn að fara í hart við íslenska ríkið vegna sjókvía í Ísafjarðardjúpi. Úr baráttu við eldislaxa í baráttuna fyrir bókasafnssjóði sem yfirvöld ákváðu að skera enn einu sinni niður í nýjustu fjárlögum. Öll þrjú voru þau sammála um fáránleika þeirrar aðgerðar á tímum þar sem íslenska stendur höllum fæti - bókasöfn væru vin í menningarnauðri gervigreindareyðimörk samtíimans. Dans Borgarleikhúsið Bókasöfn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Björk Bíó og sjónvarp Streymisveitur Tengdar fréttir Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Jón Viðar Jónsson segir uppfærslu Kolfinnu Nikulásdóttur á Hamlet vera „barnalega vitleysu“ í nýjasta þætti Menningarvaktarinnar. Þar svarar Símon Birgisson einnig ásökunum Bubba Morthens um meinta vanhæfni og hlutdrægni Símonar í leikhúsgagnrýni. 14. nóvember 2025 07:02 Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Hvað klikkaði í Íbúð 10B, nýjustu sýningu Baltasars Kormáks, og af hverju floppuðu miðaldaþættirnirnir King & Conqueror svona harkalega? Tekst Hundi í óskilum að stytta Niflungahring Wagners úr sextán klukkutímum í tvo og af hverju voru Íslensku sjónvarpsverðlaunin ekki sýnd í sjónvarpi? Hvað er málið með Brján? 3. nóvember 2025 11:31 Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menningarvaktin, nýtt menningarhlaðvarp, hefur hafið göngu sína á Vísi. Símon Birgisson, leikhúsgagnrýnandi, fær þar til sín góða gesti fyrir heiðarlegar, frjálsar og öðruvísi umræður um það sem er efst á baugi í menningunni. 16. október 2025 15:18 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
Þessar spurningar og svör við þeim komu fram í fjórða þætti Menningarvaktarinnar sem er í umsjón Símonar Birgissonar, leikhúsgagnrýnanda og birtist aðra hverja viku á Vísi. Gestir Símonar í þetta skiptið voru útvarpskonan Sigurlaug Margrét Jónasdóttir og blaðamaðurinn Magnús Jochum Pálsson. Öll þrjú höfðu farið á Flóðreka, nýjustu sýningu Íslenska dansflokksins, sem leikstjórinn Aðalheiður Halldórsdóttir vann í samstarfi við tónlistarmanninn Jónsa. Sýningin virkaði sterkt á þremenningana en þó voru ákveðnir hlutir sem þeim fannst ekki virka. Lyktin sem búið var að lofa að yrði stór hluti af sýningunni var afar dauf. Símoni fannst blikkandi led-ljósið yfir dönsurunum svo sterkt að hann endaði á að setja upp sólgleraugu og Sigurlaug hefði viljað sjá meira af útlínum dansaranna. Þrátt fyrir að sýningin væri lyktarlítil voru þremenningarnir kampakátir með Flóðreka. Tónlist Jónsa var mögnuð og gaf sýningunni ritúalískan blæ, púl dansarann fangaði örvæntingu þess sem er að drukkna í flóði og skilaði sér beint til áhorfenda. Átti Víkin að fara beint á spólu? Fyrsta mál á dagskrá var Víkin, nýjasta mynd leikstjórans Braga Þórs Hinrikssonar með Erni Árnasyni og Margréti Ákadóttur, sem fékk tveggja stjörnu dóm hjá Magnúsi á Vísi í síðustu viku. Magnús rifjaði upp ferðalag sitt í Álfabakka þar sem boðið var upp á óboðlegan skjá með mörgum dauðum blettum. Þar fyrir utan fannst honum sagan of þunn til að halda myndinni uppi, framvindan of endurtekningasöm og svo endaði myndin á óskiljanlegan máta vegna skorts á undirbúningi og undirbyggingu. „Það var samt svolítið gaman að horfa á Örn, ég var spennt fyrir því. Það er svo gaman að horfa á andlitið á honum,“ sagði Sigurlaug um myndina. „Mér fannst gaman að horfa á sum atriðin en ég skildi líka ekki alveg lokin.“ „Í gamla daga var talað um „straight-to-vhs“ - beint á spólu. Það var ákveðið heiti á myndum sem voru ágætar en fóru beint á spólu. Er þetta kannski sem hefði getað farið á streymisveitur?“ spurði Símon þá. „Ég gæti alveg trúað að þegar hún kemur á streymisveitur að hún fái ágætis áhorf þar þó það hafi ekki mjög margir mætt á hana í bíó,“ sagði Magnús. Sigurlaug tók undir en sagðist reyndar upplifa streymisveitur oft eins og gamla vídjóleigurekka sem væri pínu dapurt. Talandi um bíóhúsið í Álfabakka, sem verður lokað í janúar, þá vildi Símon aðeins ræða brotthvarf bíóhúsa. Magnús hafði ekki of miklar áhyggjur af eftirlifandi bíóhúsum en Símon og Sigurlaug óttuðust hvar þetta myndi enda. „Mér finnst þetta ekki góð þróun, mér finnst ótrúlega gaman að fara í bíó. Það versta við að fara í bíó eru þessar bankaauglýsingar, maður verður brjálaður. Þegar þessar bankaauglýsingar koma og einhverjir frábærir leikarar, sem ég held upp á, þykjast trúa því sem þeir eru að segja, langar mig að fara út,“ sagði Sigurlaug. Baráttan við eldislaxinn og baráttan fyrir íslenskunni Þremenningarnir ræddu síðan um plötuna sem allir eru að ræða þessa dagana, Lux eftir hina katalónsku Rosalíu. Söngkonan hefur á síðustu árum skotist upp á stjörnuhimininn og verður sífellt stærri stjarna. Farið var stuttlega yfir feril Rosalíu og veltu þremenningarnir því fyrir sér hvort platan væri plata árins, jafnvel áratugarins. Að gerð plötunnar komu tveir Íslendingar, Daníel Bjarnason sem stýrði upptökum á sinfóníuhljómsveitinni sem spilar á plötunni og Björk Guðmundsdóttir sem syngur á einu lagi. Sjá einnig: Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Björk fagnaði einmitt sextíu ára afmæli fyrir viku síðan en nær þrátt fyrir hækkandi aldur stöðugt að halda sér ferskri og í takt við það sem er efst á baugi í menningunni. Björk og Rosalía ákváðu einmitt um daginn að fara í hart við íslenska ríkið vegna sjókvía í Ísafjarðardjúpi. Úr baráttu við eldislaxa í baráttuna fyrir bókasafnssjóði sem yfirvöld ákváðu að skera enn einu sinni niður í nýjustu fjárlögum. Öll þrjú voru þau sammála um fáránleika þeirrar aðgerðar á tímum þar sem íslenska stendur höllum fæti - bókasöfn væru vin í menningarnauðri gervigreindareyðimörk samtíimans.
Dans Borgarleikhúsið Bókasöfn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Björk Bíó og sjónvarp Streymisveitur Tengdar fréttir Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Jón Viðar Jónsson segir uppfærslu Kolfinnu Nikulásdóttur á Hamlet vera „barnalega vitleysu“ í nýjasta þætti Menningarvaktarinnar. Þar svarar Símon Birgisson einnig ásökunum Bubba Morthens um meinta vanhæfni og hlutdrægni Símonar í leikhúsgagnrýni. 14. nóvember 2025 07:02 Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Hvað klikkaði í Íbúð 10B, nýjustu sýningu Baltasars Kormáks, og af hverju floppuðu miðaldaþættirnirnir King & Conqueror svona harkalega? Tekst Hundi í óskilum að stytta Niflungahring Wagners úr sextán klukkutímum í tvo og af hverju voru Íslensku sjónvarpsverðlaunin ekki sýnd í sjónvarpi? Hvað er málið með Brján? 3. nóvember 2025 11:31 Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menningarvaktin, nýtt menningarhlaðvarp, hefur hafið göngu sína á Vísi. Símon Birgisson, leikhúsgagnrýnandi, fær þar til sín góða gesti fyrir heiðarlegar, frjálsar og öðruvísi umræður um það sem er efst á baugi í menningunni. 16. október 2025 15:18 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Jón Viðar Jónsson segir uppfærslu Kolfinnu Nikulásdóttur á Hamlet vera „barnalega vitleysu“ í nýjasta þætti Menningarvaktarinnar. Þar svarar Símon Birgisson einnig ásökunum Bubba Morthens um meinta vanhæfni og hlutdrægni Símonar í leikhúsgagnrýni. 14. nóvember 2025 07:02
Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Hvað klikkaði í Íbúð 10B, nýjustu sýningu Baltasars Kormáks, og af hverju floppuðu miðaldaþættirnirnir King & Conqueror svona harkalega? Tekst Hundi í óskilum að stytta Niflungahring Wagners úr sextán klukkutímum í tvo og af hverju voru Íslensku sjónvarpsverðlaunin ekki sýnd í sjónvarpi? Hvað er málið með Brján? 3. nóvember 2025 11:31
Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menningarvaktin, nýtt menningarhlaðvarp, hefur hafið göngu sína á Vísi. Símon Birgisson, leikhúsgagnrýnandi, fær þar til sín góða gesti fyrir heiðarlegar, frjálsar og öðruvísi umræður um það sem er efst á baugi í menningunni. 16. október 2025 15:18