Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2025 09:13 Andrí Jermak, starfsmannastjóra Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu. AP/Martial Trezzini, Keystone Rannsakendur tveggja stofnana sem rannsaka spillingu í Úkraínu framkvæmdu í morgun húsleit hjá Andrí Jermak, starfsmannastjóra Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, og æðsti samningamaður hans. Er það vegna mögulegra tengsla hans við umfangsmikið spillingarmál í orkugeira Úkraínu sem snýr að umfangsmiklum mútugreiðslum og fjársvikum varðandi ríkisfyrirtæki sem rekur þrjú kjarnorkuver. Háttsettir embættismenn og fyrrverandi viðskiptafélagi Selenskís eru grunaðir um græsku í málinu. Jermak hefur ekki stöðu sakbornings en hávær áköll um brottrekstur hans hafa heyrst á þingi Úkraínu og meðal annars frá þingmönnum úr flokki Selenskís, eins og fram kemur í frétt Reuters. Selenskí hefur þó ekki viljað verða við því og hefur gefið Jermak það hlutverk að leiða friðarviðleitni Úkraínumanna. Sjá einnig: Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Jermak sjálfur sagði frá því í morgun að verið væri að leita á heimili hans og sagðist hann vera alfarið samvinnuþýður rannsakendum. Úkraínskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að einnig hafi verið framkvæmd leit á skrifstofu hans. Umræddar stofnanir kallast NABU og SAPO en þær voru stofnaðar í kjölfar EuroMaidan mótmælanna 2014 og er þeim ætlað að rækta spillingu í Úkraínu. Spilling hefur lengi plagað Úkraínu en barátta gegn henni er lykilatriði í viðleitni Úkraínumanna við að ganga í Evrópusambandið. Báðar þessar stofnanir voru mikið milli tannanna á fólki í Úkraínu og víða í Evrópu í sumar en þá reyndu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og bandamenn hans að koma böndum á stofnanirnar. Þær tilraunir mættu mikilli mótspyrnu í Úkraínu og hjá bakhjörlum Úkraínumanna í Evrópu og þurfti forsetinn úkraínski að hætta við. Kyiv Indpendent hefur eftir úkraínskum saksóknara að Jermak sé grunaður um að hafa stýrt áreitni í garð starfsmanna NABU og saksóknara sem rannsaka spillingu. Því hefur áður verið haldið fram að glæsihýsi sem reist var nærri Kænugarði og fjármagnað með spillingu hafi verið ætlað Jermak. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að átökunum í Úkraínu muni ekki linna fyrr en úkraínskir hermenn hörfi frá „landsvæðum sem þeir halda“. Hörfi þeir ekki muni Rússar ná fram markmiðum sínum með hervaldi. 27. nóvember 2025 14:42 Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í dag að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki raunverulegan vilja til að ræða frið í Úkraínu. Hún sagði aðstæður kringum innrás Rússa vera eldfimar og hættulegar. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, gaf til kynna að friður væri ekki í nánd. 26. nóvember 2025 16:39 Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ráðlagði aðstoðarmanni Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hvernig best væri fyrir rússneska forsetann að hafa áhrif á Trump. Witkoff sagði Júrí Úsjakóv, aðstoðarmanni Pútíns, hvernig Pútín ætti að reyna að selja Trump tiltekna áætlun um hvernig binda ætti enda á stríðið í Úkraínu. 26. nóvember 2025 13:51 Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Þótt Úkraínumenn hafi samþykkt marga af liðum nýrrar friðaráætlunar, eftir viðræður við Bandaríkjamenn og breytingar á upprunalegu tillögunum, eru enn stór deilumál útistandandi. Vonast er til þess að Vóldódímír Selenskí og Donald Trump, forsetar Úkraínu og Bandaríkjanna, geti leyst þann hnút og stendur til að þeir hittist sem fyrst, mögulega um næstu helgi. 25. nóvember 2025 16:46 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Háttsettir embættismenn og fyrrverandi viðskiptafélagi Selenskís eru grunaðir um græsku í málinu. Jermak hefur ekki stöðu sakbornings en hávær áköll um brottrekstur hans hafa heyrst á þingi Úkraínu og meðal annars frá þingmönnum úr flokki Selenskís, eins og fram kemur í frétt Reuters. Selenskí hefur þó ekki viljað verða við því og hefur gefið Jermak það hlutverk að leiða friðarviðleitni Úkraínumanna. Sjá einnig: Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Jermak sjálfur sagði frá því í morgun að verið væri að leita á heimili hans og sagðist hann vera alfarið samvinnuþýður rannsakendum. Úkraínskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að einnig hafi verið framkvæmd leit á skrifstofu hans. Umræddar stofnanir kallast NABU og SAPO en þær voru stofnaðar í kjölfar EuroMaidan mótmælanna 2014 og er þeim ætlað að rækta spillingu í Úkraínu. Spilling hefur lengi plagað Úkraínu en barátta gegn henni er lykilatriði í viðleitni Úkraínumanna við að ganga í Evrópusambandið. Báðar þessar stofnanir voru mikið milli tannanna á fólki í Úkraínu og víða í Evrópu í sumar en þá reyndu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og bandamenn hans að koma böndum á stofnanirnar. Þær tilraunir mættu mikilli mótspyrnu í Úkraínu og hjá bakhjörlum Úkraínumanna í Evrópu og þurfti forsetinn úkraínski að hætta við. Kyiv Indpendent hefur eftir úkraínskum saksóknara að Jermak sé grunaður um að hafa stýrt áreitni í garð starfsmanna NABU og saksóknara sem rannsaka spillingu. Því hefur áður verið haldið fram að glæsihýsi sem reist var nærri Kænugarði og fjármagnað með spillingu hafi verið ætlað Jermak.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að átökunum í Úkraínu muni ekki linna fyrr en úkraínskir hermenn hörfi frá „landsvæðum sem þeir halda“. Hörfi þeir ekki muni Rússar ná fram markmiðum sínum með hervaldi. 27. nóvember 2025 14:42 Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í dag að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki raunverulegan vilja til að ræða frið í Úkraínu. Hún sagði aðstæður kringum innrás Rússa vera eldfimar og hættulegar. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, gaf til kynna að friður væri ekki í nánd. 26. nóvember 2025 16:39 Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ráðlagði aðstoðarmanni Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hvernig best væri fyrir rússneska forsetann að hafa áhrif á Trump. Witkoff sagði Júrí Úsjakóv, aðstoðarmanni Pútíns, hvernig Pútín ætti að reyna að selja Trump tiltekna áætlun um hvernig binda ætti enda á stríðið í Úkraínu. 26. nóvember 2025 13:51 Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Þótt Úkraínumenn hafi samþykkt marga af liðum nýrrar friðaráætlunar, eftir viðræður við Bandaríkjamenn og breytingar á upprunalegu tillögunum, eru enn stór deilumál útistandandi. Vonast er til þess að Vóldódímír Selenskí og Donald Trump, forsetar Úkraínu og Bandaríkjanna, geti leyst þann hnút og stendur til að þeir hittist sem fyrst, mögulega um næstu helgi. 25. nóvember 2025 16:46 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að átökunum í Úkraínu muni ekki linna fyrr en úkraínskir hermenn hörfi frá „landsvæðum sem þeir halda“. Hörfi þeir ekki muni Rússar ná fram markmiðum sínum með hervaldi. 27. nóvember 2025 14:42
Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í dag að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki raunverulegan vilja til að ræða frið í Úkraínu. Hún sagði aðstæður kringum innrás Rússa vera eldfimar og hættulegar. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, gaf til kynna að friður væri ekki í nánd. 26. nóvember 2025 16:39
Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ráðlagði aðstoðarmanni Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hvernig best væri fyrir rússneska forsetann að hafa áhrif á Trump. Witkoff sagði Júrí Úsjakóv, aðstoðarmanni Pútíns, hvernig Pútín ætti að reyna að selja Trump tiltekna áætlun um hvernig binda ætti enda á stríðið í Úkraínu. 26. nóvember 2025 13:51
Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Þótt Úkraínumenn hafi samþykkt marga af liðum nýrrar friðaráætlunar, eftir viðræður við Bandaríkjamenn og breytingar á upprunalegu tillögunum, eru enn stór deilumál útistandandi. Vonast er til þess að Vóldódímír Selenskí og Donald Trump, forsetar Úkraínu og Bandaríkjanna, geti leyst þann hnút og stendur til að þeir hittist sem fyrst, mögulega um næstu helgi. 25. nóvember 2025 16:46