Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. nóvember 2025 22:06 Tveir karlmenn gengu galvaskir inn í verslunina Ljósmyndavörur í Skipholti, brutu glerskáp og stálu myndavélabúnaði fyrir þrjár milljónir í ágúst. Lögregla hefur nú endurheimt búnaðinn. Ljósmyndavörur Lögregla hefur endurheimt varning að andvirði 3,2 milljóna króna sem tekinn var ófrjálsri hendi úr ljósmyndaverslun í sumar. Eiganda er létt og kann naflausum hvíslara og lögreglu miklar þakkir. Athygli vakti í ágúst þegar þjófnaður, sem virtist hafa verið skipulagður, náðist á myndband í Ljósmyndavörum í Skipholti. Tuttugu sekúndur liðu frá því að þjófarnir komu inn í verslunina þar til þeir voru farnir, með rándýrar myndavélar milli handanna. Þeir höfðu brotið glerskáp með slökkvitæki til að nálgast myndavélarnar. Bergur Gíslason eigandi Ljósmyndavara sagðist gruna að stolið hefði verið eftir pöntun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði málið. Í dag hefur hann þær gleðifréttir að færa að þýfið hefur verið endurheimt. „Það kom til okkar tölvupóstur fyrir nokkrum vikum þar sem gefin voru upp nöfn og kennitölur á þjófunum. Sendandinn var að reyna að sættast við guð og menn og hafði þarna vitneskju, og vitneskjan leiddi til þess að lögreglan fékk rannsóknarheimildir og skoðaði bankareikninga hjá viðkomandi,“ útskýrir Bergur í samtali við fréttastofu. Þá hafi komið upp úr krafsinu að myndavélarnar hafi verið seldar fyrir hálfa milljón króna nokkrum klukkustundum eftir atvikið, en þá höfðu allir helstu fjölmiðlar landsins þegar fjallað um málið. Kröfurnar rosalegar Loks hafi lögregla komist á snoðir um varninginn sjálfan og endurheimt hann. Myndavélarnar eru tryggðar hjá Vís en Bergur reiknar með að Ljósmyndavörur kaupi þær af tryggingafélaginu. „Þetta er náttúrlega illa farið og rispað, þeir hentu þeim bara í bakpoka,“ segir Bergur sem sér fram á að selja þær fastakúnnum sem þekkja vel til og vita að myndavélarnar eru ekki nýjar „upp úr kassanum“. Bergur segist hafa lært margt á atvikinu en öryggisráðstöfunum í versluninni var breytt eftir þjófnaðinn. Þá segist hann hugsi yfir þeim miklu kröfum sem gerðar eru til lögreglunnar við rannsóknir á málum sem þessu. „Löggan má eiga það að þeir gáfust ekki upp þó að þetta væri svolítið vonlaust. Það er mjög þægilegt að vera glæpamaður á Íslandi, það þarf eiginlega að grípa þig með vöruna í hendinni til að löggan geti gert eitthvað,“ segir Bergur. „Það er búið að gera lögreglunni rosalega erfitt að standa í svona rannsóknum. Sönnunarkröfurnar sem þarf að uppfylla eru eiginlega ómanneskjulegar. Það er eins og þetta sé bara gert fyrir glæpamennina. Þó þeir viti hver framdi glæpinn þarf svo gríðarlega góð sönnunargögn þannig að það dugi til sakfellingar.“ Ljósmyndun Lögreglumál Reykjavík Verslun Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Athygli vakti í ágúst þegar þjófnaður, sem virtist hafa verið skipulagður, náðist á myndband í Ljósmyndavörum í Skipholti. Tuttugu sekúndur liðu frá því að þjófarnir komu inn í verslunina þar til þeir voru farnir, með rándýrar myndavélar milli handanna. Þeir höfðu brotið glerskáp með slökkvitæki til að nálgast myndavélarnar. Bergur Gíslason eigandi Ljósmyndavara sagðist gruna að stolið hefði verið eftir pöntun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði málið. Í dag hefur hann þær gleðifréttir að færa að þýfið hefur verið endurheimt. „Það kom til okkar tölvupóstur fyrir nokkrum vikum þar sem gefin voru upp nöfn og kennitölur á þjófunum. Sendandinn var að reyna að sættast við guð og menn og hafði þarna vitneskju, og vitneskjan leiddi til þess að lögreglan fékk rannsóknarheimildir og skoðaði bankareikninga hjá viðkomandi,“ útskýrir Bergur í samtali við fréttastofu. Þá hafi komið upp úr krafsinu að myndavélarnar hafi verið seldar fyrir hálfa milljón króna nokkrum klukkustundum eftir atvikið, en þá höfðu allir helstu fjölmiðlar landsins þegar fjallað um málið. Kröfurnar rosalegar Loks hafi lögregla komist á snoðir um varninginn sjálfan og endurheimt hann. Myndavélarnar eru tryggðar hjá Vís en Bergur reiknar með að Ljósmyndavörur kaupi þær af tryggingafélaginu. „Þetta er náttúrlega illa farið og rispað, þeir hentu þeim bara í bakpoka,“ segir Bergur sem sér fram á að selja þær fastakúnnum sem þekkja vel til og vita að myndavélarnar eru ekki nýjar „upp úr kassanum“. Bergur segist hafa lært margt á atvikinu en öryggisráðstöfunum í versluninni var breytt eftir þjófnaðinn. Þá segist hann hugsi yfir þeim miklu kröfum sem gerðar eru til lögreglunnar við rannsóknir á málum sem þessu. „Löggan má eiga það að þeir gáfust ekki upp þó að þetta væri svolítið vonlaust. Það er mjög þægilegt að vera glæpamaður á Íslandi, það þarf eiginlega að grípa þig með vöruna í hendinni til að löggan geti gert eitthvað,“ segir Bergur. „Það er búið að gera lögreglunni rosalega erfitt að standa í svona rannsóknum. Sönnunarkröfurnar sem þarf að uppfylla eru eiginlega ómanneskjulegar. Það er eins og þetta sé bara gert fyrir glæpamennina. Þó þeir viti hver framdi glæpinn þarf svo gríðarlega góð sönnunargögn þannig að það dugi til sakfellingar.“
Ljósmyndun Lögreglumál Reykjavík Verslun Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira