Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. nóvember 2025 10:06 Benedikt Hans Rúnarsson, öryggisstjóri Wise, ræddi svindl á tilboðsdögum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Nú þegar tilboðsdagar á borð við svartan föstudag og stafrænan mánudag eru á næsta leyti er tilefni fyrir neytendur til að vera sérstaklega á varðbergi gagnvart svikatilraunum. Öryggissérfræðingur brýnir fyrir almenningi að smella ekki á tilboðshlekki sem berast með tölvupósti og minnir á að ef tilboð hljómar of gott til að vera satt, þá er það líklega grunsamlegt. Benedikt Hans Rúnarsson, öryggisstjóri Wise, ræddi svindl á tilboðsdögum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við þurfum að skoða hver er að senda okkur tilboðið. Til dæmis ef þú færð tölvupóst þá þarf að skoða vefslóðina. Sem dæmi ef þú heldur að þetta sé Amazon sem er að senda þér, farið þá bara inn á Amazon síðuna og skoðið þar. Ekki smella á hlekkinn, aðalatriðið er bara að ekki smella á hlekki sem menn eru ekki vissir um hvað er.“ Jafnvel þótt tekið sé fram í póstinum að tilboð sé aðeins í boði í gegnum umræddan hlekk þá borgi sig að staldra við og hugsa sig um tvisvar. „Svindlararnir hugsa það þannig að þú þarft að drífa þig. Þeir reyna að búa til pressu á þig til þess að fara og smella. Þú þarft í raun og veru aðeins að hugsa með þér: Er þetta tilboð of gott til að vera satt? Og ef það er of gott til að vera satt þá er það oftast rugl.“ En hvað er til ráða ef maður gleymir sér og ýtir á hlekkinn, hver er þá hættan? „Þeir geta verið að ná auðkennisupplýsingunum þínum. Segjum sem dæmi að þú sláir inn upplýsingarnar þínar, sláir inn kortanúmerið, þá er það farið. Ef þú slærð inn auðkennisupplýsingarnar þínar inn á til dæmis Microsoft-síðu þar sem þú ert með vinnutengt þá getur það verið farið líka,“ nefnir Benedikt sem dæmi. Varast beri falskar Facebook-síður Þetta eigi við ef maður gefur upp upplýsingarnar sínar eftir að hafa smellt á hlekk, en það eitt bara að smella á hlekk án þess að slá inn nokkrar upplýsingar geti líka verið skaðlegt. „Þú getur samt sem áður fengið vírus inn á tölvuna þína, það er líka möguleiki. Það fer eftir því hvað hlekkurinn leiðir af sér, hvað hann gerir.“ Svindlið getur tekið á sig öll möguleg form og eru ekki alltaf þannig að um sé að ræða hlekk í tölvupósti. Vilji maður kynna sér tilboð sem maður sér auglýst frá alvöru fyrirtækjum sé ráð að heimsækja beint heimasíður eða opinbera samfélagsmiðlaaðganga umrædds fyrirtækis. „En það eru svo sem líka til falsaðar Facebook síður þannig menn þurfa að passa sig aðeins. Það er frábært að nýta sér tilboð, þetta er í raun og veru frábær tími fyrir okkur kaupendur þannig ég hef ekkert út á það að setja. En við þurfum bara aðeins að hugsa á hvað er verið að smella.“ Stórt vandamál um alla Evrópu Oft þarf að staðfesta greiðslu frá kortafyrirtækjunum í gegnum bankaapp eða með rafrænum skilríkjum, en Benedikt bendir á að þegar verslað sé á netinu sé yfirleitt öruggara að nota greiðslukort en að millifæra beint af eigin reikningi. Kortafyrirtækin séu oft betri en við að átta sig á hvort um svindl sé að ræða eða ekki. Alltaf beri þó að hafa varann á. „Bara vera vakandi fyrir tilboðunum,“ segir Benedikt. Aðspurður segir hann ekki liggja fyrir upplýsingar hér á landi um það hversu umfangsmikil svik á tilboðsdögum sem þessum séu, en ljóst sé að vandinn sé stór. „En þetta er mikið. Sem dæmi þá voru 60% af öllum netárásum í Evrópu komu út frá svokölluðum phising póstum, þar sem fólk smellir á hlekk. Og við erum öll starfsmenn í einhverjum fyrirtækjum, erum öll almenningur, þannig það er gríðarlega mikilvægt til dæmis fyrir fyrirtæki að fræða starfsmenn um þessa hættu.“ Netglæpir Neytendur Efnahagsbrot Verslun Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Benedikt Hans Rúnarsson, öryggisstjóri Wise, ræddi svindl á tilboðsdögum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við þurfum að skoða hver er að senda okkur tilboðið. Til dæmis ef þú færð tölvupóst þá þarf að skoða vefslóðina. Sem dæmi ef þú heldur að þetta sé Amazon sem er að senda þér, farið þá bara inn á Amazon síðuna og skoðið þar. Ekki smella á hlekkinn, aðalatriðið er bara að ekki smella á hlekki sem menn eru ekki vissir um hvað er.“ Jafnvel þótt tekið sé fram í póstinum að tilboð sé aðeins í boði í gegnum umræddan hlekk þá borgi sig að staldra við og hugsa sig um tvisvar. „Svindlararnir hugsa það þannig að þú þarft að drífa þig. Þeir reyna að búa til pressu á þig til þess að fara og smella. Þú þarft í raun og veru aðeins að hugsa með þér: Er þetta tilboð of gott til að vera satt? Og ef það er of gott til að vera satt þá er það oftast rugl.“ En hvað er til ráða ef maður gleymir sér og ýtir á hlekkinn, hver er þá hættan? „Þeir geta verið að ná auðkennisupplýsingunum þínum. Segjum sem dæmi að þú sláir inn upplýsingarnar þínar, sláir inn kortanúmerið, þá er það farið. Ef þú slærð inn auðkennisupplýsingarnar þínar inn á til dæmis Microsoft-síðu þar sem þú ert með vinnutengt þá getur það verið farið líka,“ nefnir Benedikt sem dæmi. Varast beri falskar Facebook-síður Þetta eigi við ef maður gefur upp upplýsingarnar sínar eftir að hafa smellt á hlekk, en það eitt bara að smella á hlekk án þess að slá inn nokkrar upplýsingar geti líka verið skaðlegt. „Þú getur samt sem áður fengið vírus inn á tölvuna þína, það er líka möguleiki. Það fer eftir því hvað hlekkurinn leiðir af sér, hvað hann gerir.“ Svindlið getur tekið á sig öll möguleg form og eru ekki alltaf þannig að um sé að ræða hlekk í tölvupósti. Vilji maður kynna sér tilboð sem maður sér auglýst frá alvöru fyrirtækjum sé ráð að heimsækja beint heimasíður eða opinbera samfélagsmiðlaaðganga umrædds fyrirtækis. „En það eru svo sem líka til falsaðar Facebook síður þannig menn þurfa að passa sig aðeins. Það er frábært að nýta sér tilboð, þetta er í raun og veru frábær tími fyrir okkur kaupendur þannig ég hef ekkert út á það að setja. En við þurfum bara aðeins að hugsa á hvað er verið að smella.“ Stórt vandamál um alla Evrópu Oft þarf að staðfesta greiðslu frá kortafyrirtækjunum í gegnum bankaapp eða með rafrænum skilríkjum, en Benedikt bendir á að þegar verslað sé á netinu sé yfirleitt öruggara að nota greiðslukort en að millifæra beint af eigin reikningi. Kortafyrirtækin séu oft betri en við að átta sig á hvort um svindl sé að ræða eða ekki. Alltaf beri þó að hafa varann á. „Bara vera vakandi fyrir tilboðunum,“ segir Benedikt. Aðspurður segir hann ekki liggja fyrir upplýsingar hér á landi um það hversu umfangsmikil svik á tilboðsdögum sem þessum séu, en ljóst sé að vandinn sé stór. „En þetta er mikið. Sem dæmi þá voru 60% af öllum netárásum í Evrópu komu út frá svokölluðum phising póstum, þar sem fólk smellir á hlekk. Og við erum öll starfsmenn í einhverjum fyrirtækjum, erum öll almenningur, þannig það er gríðarlega mikilvægt til dæmis fyrir fyrirtæki að fræða starfsmenn um þessa hættu.“
Netglæpir Neytendur Efnahagsbrot Verslun Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Sjá meira