Körfubolti

Tölfræðikerfið klikkaði í Kefla­vík

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Dómarinn Sigmundur Már Herbertsson ræðir við tæknimanninn sem var kallaður út til að kíkja á málið, en tókst að finna út úr vandræðunum.
Dómarinn Sigmundur Már Herbertsson ræðir við tæknimanninn sem var kallaður út til að kíkja á málið, en tókst að finna út úr vandræðunum. skjáskot sýn sport ísland

Leikur Keflavíkur og Álftaness í 9. umferð Bónus deildar karla hófst 25 mínútum á eftir áætlun í kvöld vegna tæknivandræða.

Leikurinn var settur klukkan 19:00 vegna skemmtunar í Blue höllinni í kvöld en yfirleitt byrja stórleikir Bónus deildarinnar á föstudagskvöldum klukkan 19:30.

Lýsandi leiksins velti því þess vegna fyrir sér hvort tölfræðisafnarinn hefði hreinlega ruglast eða sofið yfir sig, en svo virðist sem tæknin hafi bara verið að stríða mönnum.

Tölfræðikerfið klikkaði eitthvað og náði engri tengingu, sama hvað menn reyndu að gera.

Leikmenn Álftaness héldu sér heitum í hókí-pókí hring en hafa eflaust dottið mikið úr takti við þessa seinkun. skjáskot sýn sport ísland

Á endanum var ákveðið að hefja leikinn, klukkan 19:25, án þess að safna tölfræði og þess vegna má engar færslur finna á FIBA Livestat-kerfinu sem KKÍ notar.

Allt annað virðist virka ágætlega, stöðutaflan og klukkan eru allavega í gangi, og leikurinn er bæði í beinni textalýsingu á Vísi og beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×