„Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2025 15:52 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu. AP/Yavuz Ozden, Dia Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði þjóð sína í dag og sagði hana í einhverri erfiðustu stöðu sem þjóðin hefði upplifað. Helstu bandamenn Úkraínumanna reyndu að þvinga þá til að gera slæmt samkomulag við Rússa, sem hefðu reynt að sigra Úkraínu í ellefu ár. Hann sagði þrýstinginn á Úkraínu mikinn og að þjóðin stæði nú mögulega frammi fyrir þeim valkosti að fórna virðingu sinni eða mögulega missa lykilbandamann. „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur, sá erfiðasti, og frekari áhætta,“ er meðal þess sem Selenskí sagði í ávarpi sínu sem hann birti á Telegram. Er það eftir að fregnir bárust af því að ráðamenn í Bandaríkjunum hefðu gefið til kynna að þeir myndu slíta á flæði upplýsinga og vopna, sem Úkraínumenn og/eða önnur ríki Evrópu hafa keypt af Bandaríkjamönnum, skrifi Selenski ekki fljótt undir friðaráætlun sem skrifuð var af bandarískum og rússneskum erindrekum. Sjá einnig: Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Friðaráætlun þessari hefur verið lýst sem „óskalista“ Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, og inniheldur þó nokkra liði sem Úkraínumenn hafa áður sagt að þeir geti ekki sætt sig við. Þá eru aðrir liðir í friðaráætluninni sem munu reynast ríkjum Evrópu erfiður biti að kyngja. Í ávarpinu sagði Selenskí að hann myndi leggja til breytingar á friðaráætluninni en hann myndi alls ekki gefa Rússum tilefni til að halda því fram að það væru Úkraínumenn sem vildu ekki koma á friði. Þá varaði forsetinn við því að næsta vika gæti orðið mjög erfið úkraínsku þjóðinni. Óvinurinn væri ekki sofandi og myndi reyna að nota tækifærið til að veikja Úkraínumenn og reyna að sundra þeim. „Það verður að taka tillit til hagsmuna ríkisins,“ sagði Selenskí og bætti við að ráðamenn væru ekki að varpa frá sér háværum yfirlýsingum. Þess í stað væru þeir að vinna rólega með Bandaríkjamönnum og öðrum bandamönnum. Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, ítrekaði stuðning ríkisstjórnar sinnar við Úkraínumenn í dag. Hann sagði að ráðamenn í Evrópu myndu ræða við ráðamenn í Bandaríkjunum og vísaði einnig til þess að krafa Rússa um að Úkraínumenn gæfu eftir umfangsmikið landsvæði sem Rússar hafa lengi reynt að hernema gengi ekki upp. Ukraine can count on us. Together with @EmmanuelMacron and @Keir_Starmer, I reaffirmed our full support to @ZelenskyyUa. We will coordinate closely with Europe and the US, whose commitment to Ukraine’s sovereignty we welcome. The contact line must remain the basis for any talks.— Bundeskanzler Friedrich Merz (@bundeskanzler) November 21, 2025 Þá sagði Selenskí í ávarpinu að úkraínska þjóðin hefði ekki gefist upp í febrúar 2022, þegar innrás Rússa hófst, og myndi ekki gera það núna. „Ég veit að þjóðin er með mér.“ Blaðamaður Financial Times í Úkraínu hefur eftir nánum samstarfsmanni Selenskís að forsetinn hafi ætlað sér að vera hreinskilinn við úkraínsku þjóðina og í raun leita ráða hjá henni. A senior Ukrainian official close to the president said that in his speech — delivered on Ukraine’s Day of Dignity and Freedom, a national holiday — Zelenskyy was speaking “frankly” to his people and “seeking [a] mandate” from them to guide his next decisions.… https://t.co/kwI4KhYcdR— Christopher Miller (@ChristopherJM) November 21, 2025 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín Hernaður Evrópusambandið NATO Tengdar fréttir Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur staðfest að honum hafi borist drög að friðarsamkomulagi sem samin voru af fulltrúum Bandaríkjanna og Rússlands. 21. nóvember 2025 06:55 Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Ráðamenn í Evrópu virðast verulega tortryggnir í garð nýrrar friðaráætlunar vegna Úkraínustríðsins sem ku hafa verið samin af sérstökum erindrekum frá Bandaríkjunum og Rússlandi. Áætlunin er sögð í takti við fyrri kröfur ráðamanna í Rússlandi í garð Úkraínu og að hún fæli í raun í sér uppgjöf Úkraínumanna. 20. nóvember 2025 14:38 Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Að minnsta kosti 25 eru látnir, þar á meðal þrjú börn, eftir að rússnesk flugskeyti hæfðu íbúðarhúsnæði í vesturhluta Úkraínu. Rúmlega sjötíu særðust í árásinni. 19. nóvember 2025 19:48 Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Bandarískir og rússneskir erindrekar eru sagðir hafa unnið á laun að áætlun sem á að koma á friði í Úkraínu. Vinnan hefur þó verið alfarið unnin án aðkomu Úkraínumanna og ráðamanna í Evrópu. Áætlun þessi er sögð byggja á friðarætluninni sem kennd er við Trump og snýr að Gasaströndinni. 19. nóvember 2025 13:30 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Evrópa fórni NATO fyrir Grænland Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
Hann sagði þrýstinginn á Úkraínu mikinn og að þjóðin stæði nú mögulega frammi fyrir þeim valkosti að fórna virðingu sinni eða mögulega missa lykilbandamann. „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur, sá erfiðasti, og frekari áhætta,“ er meðal þess sem Selenskí sagði í ávarpi sínu sem hann birti á Telegram. Er það eftir að fregnir bárust af því að ráðamenn í Bandaríkjunum hefðu gefið til kynna að þeir myndu slíta á flæði upplýsinga og vopna, sem Úkraínumenn og/eða önnur ríki Evrópu hafa keypt af Bandaríkjamönnum, skrifi Selenski ekki fljótt undir friðaráætlun sem skrifuð var af bandarískum og rússneskum erindrekum. Sjá einnig: Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Friðaráætlun þessari hefur verið lýst sem „óskalista“ Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, og inniheldur þó nokkra liði sem Úkraínumenn hafa áður sagt að þeir geti ekki sætt sig við. Þá eru aðrir liðir í friðaráætluninni sem munu reynast ríkjum Evrópu erfiður biti að kyngja. Í ávarpinu sagði Selenskí að hann myndi leggja til breytingar á friðaráætluninni en hann myndi alls ekki gefa Rússum tilefni til að halda því fram að það væru Úkraínumenn sem vildu ekki koma á friði. Þá varaði forsetinn við því að næsta vika gæti orðið mjög erfið úkraínsku þjóðinni. Óvinurinn væri ekki sofandi og myndi reyna að nota tækifærið til að veikja Úkraínumenn og reyna að sundra þeim. „Það verður að taka tillit til hagsmuna ríkisins,“ sagði Selenskí og bætti við að ráðamenn væru ekki að varpa frá sér háværum yfirlýsingum. Þess í stað væru þeir að vinna rólega með Bandaríkjamönnum og öðrum bandamönnum. Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, ítrekaði stuðning ríkisstjórnar sinnar við Úkraínumenn í dag. Hann sagði að ráðamenn í Evrópu myndu ræða við ráðamenn í Bandaríkjunum og vísaði einnig til þess að krafa Rússa um að Úkraínumenn gæfu eftir umfangsmikið landsvæði sem Rússar hafa lengi reynt að hernema gengi ekki upp. Ukraine can count on us. Together with @EmmanuelMacron and @Keir_Starmer, I reaffirmed our full support to @ZelenskyyUa. We will coordinate closely with Europe and the US, whose commitment to Ukraine’s sovereignty we welcome. The contact line must remain the basis for any talks.— Bundeskanzler Friedrich Merz (@bundeskanzler) November 21, 2025 Þá sagði Selenskí í ávarpinu að úkraínska þjóðin hefði ekki gefist upp í febrúar 2022, þegar innrás Rússa hófst, og myndi ekki gera það núna. „Ég veit að þjóðin er með mér.“ Blaðamaður Financial Times í Úkraínu hefur eftir nánum samstarfsmanni Selenskís að forsetinn hafi ætlað sér að vera hreinskilinn við úkraínsku þjóðina og í raun leita ráða hjá henni. A senior Ukrainian official close to the president said that in his speech — delivered on Ukraine’s Day of Dignity and Freedom, a national holiday — Zelenskyy was speaking “frankly” to his people and “seeking [a] mandate” from them to guide his next decisions.… https://t.co/kwI4KhYcdR— Christopher Miller (@ChristopherJM) November 21, 2025
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín Hernaður Evrópusambandið NATO Tengdar fréttir Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur staðfest að honum hafi borist drög að friðarsamkomulagi sem samin voru af fulltrúum Bandaríkjanna og Rússlands. 21. nóvember 2025 06:55 Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Ráðamenn í Evrópu virðast verulega tortryggnir í garð nýrrar friðaráætlunar vegna Úkraínustríðsins sem ku hafa verið samin af sérstökum erindrekum frá Bandaríkjunum og Rússlandi. Áætlunin er sögð í takti við fyrri kröfur ráðamanna í Rússlandi í garð Úkraínu og að hún fæli í raun í sér uppgjöf Úkraínumanna. 20. nóvember 2025 14:38 Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Að minnsta kosti 25 eru látnir, þar á meðal þrjú börn, eftir að rússnesk flugskeyti hæfðu íbúðarhúsnæði í vesturhluta Úkraínu. Rúmlega sjötíu særðust í árásinni. 19. nóvember 2025 19:48 Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Bandarískir og rússneskir erindrekar eru sagðir hafa unnið á laun að áætlun sem á að koma á friði í Úkraínu. Vinnan hefur þó verið alfarið unnin án aðkomu Úkraínumanna og ráðamanna í Evrópu. Áætlun þessi er sögð byggja á friðarætluninni sem kennd er við Trump og snýr að Gasaströndinni. 19. nóvember 2025 13:30 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Evrópa fórni NATO fyrir Grænland Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur staðfest að honum hafi borist drög að friðarsamkomulagi sem samin voru af fulltrúum Bandaríkjanna og Rússlands. 21. nóvember 2025 06:55
Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Ráðamenn í Evrópu virðast verulega tortryggnir í garð nýrrar friðaráætlunar vegna Úkraínustríðsins sem ku hafa verið samin af sérstökum erindrekum frá Bandaríkjunum og Rússlandi. Áætlunin er sögð í takti við fyrri kröfur ráðamanna í Rússlandi í garð Úkraínu og að hún fæli í raun í sér uppgjöf Úkraínumanna. 20. nóvember 2025 14:38
Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Að minnsta kosti 25 eru látnir, þar á meðal þrjú börn, eftir að rússnesk flugskeyti hæfðu íbúðarhúsnæði í vesturhluta Úkraínu. Rúmlega sjötíu særðust í árásinni. 19. nóvember 2025 19:48
Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Bandarískir og rússneskir erindrekar eru sagðir hafa unnið á laun að áætlun sem á að koma á friði í Úkraínu. Vinnan hefur þó verið alfarið unnin án aðkomu Úkraínumanna og ráðamanna í Evrópu. Áætlun þessi er sögð byggja á friðarætluninni sem kennd er við Trump og snýr að Gasaströndinni. 19. nóvember 2025 13:30