Þarf að græja pössun Valur Páll Eiríksson skrifar 21. nóvember 2025 13:32 Sandra Erlingsdóttir er stolt af því að leiða íslenska liðið á komandi móti. Vísir „Maður er orðinn mjög spenntur að komast út og byrja þetta,“ segir Sandra Erlingsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í handbolta sem hefur keppni á HM í næstu viku. Liðið hélt utan til Færeyja í dag. Sandra segir æfingar liðsins hafa gengið nokkuð vel þó veikindi og meiðsli hafi einhver áhrif haft á undirbúning. Valskonurnar Thea Imani Sturludóttir og Hafdís Renötudóttir hafa verið veikar og meiðsli aftra Andreu Jacobsen og Elísu Elíasdóttur. Breytingar hafa orðið á leikmannahópi Íslands þar sem reynsluboltar sem hjálpuðu liðinu að komast á mótið eru hættir. Óreyndara lið tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í forkeppni EM í vetur, fyrir Færeyjum og Portúgal. „Ég vona að þeir leikir hafi gefið okkur reynslu. Það er alltaf erfitt að spila þessa fyrstu landsleiki, fyrir þessar nýju. Vonandi er það farið núna. Það vantaði smá baráttu í okkur og einhverjar sem höfðu aldrei spilað saman í vörninni hafa þá núna spilað tveimur fleiri leikjum en áður. Vonandi kemur þetta hægt og rólega,“ segir Sandra. Sandra fékk fyrirliðabandið og mun leiða Ísland á mótið. Finnur hún til aukinnar ábyrgðar í nýju hlutverki? „Já, klárlega. Hvort sem það væri með fyrirliðabandið eða án þess þá er maður kominn í eldri hlutann þó maður sé bara 27 ára. Því fylgir ósjálfrátt ákveðin ábyrgð, sérstaklega hjá þeim sem hafa farið á HM áður, að miðla reynslu til hinna og minna þær á að hafa gaman og skemmta sér,“ segir Sandra. Ertu mjög meðvituð um að vera með bandið og er nálgunin eitthvað öðruvísi? „Nei, í rauninni ekki. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að vera að fara. Ég fór síðast áður en ég varð ólétt og var svo ekki með á EM. Ég er ótrúlega spennt og þakklát að vera á leiðinni aftur á stórmót,“ segir Sandra sem fór á HM 2023 en missti af EM í fyrra vegna barneigna. „Maður þarf að minna sig á það líka hvað maður var svekktur fyrir EM og taka það með sér núna þegar maður fer á HM. Svo eru þetta praktískir hlutir núna, hver á að passa og svona, sem maður er núna að spá í,“ segir Sandra. Fleira kemur fram í viðtalinu við Söndru sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Aukin ábyrgð í nýju hlutverki HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Handbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira
Sandra segir æfingar liðsins hafa gengið nokkuð vel þó veikindi og meiðsli hafi einhver áhrif haft á undirbúning. Valskonurnar Thea Imani Sturludóttir og Hafdís Renötudóttir hafa verið veikar og meiðsli aftra Andreu Jacobsen og Elísu Elíasdóttur. Breytingar hafa orðið á leikmannahópi Íslands þar sem reynsluboltar sem hjálpuðu liðinu að komast á mótið eru hættir. Óreyndara lið tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í forkeppni EM í vetur, fyrir Færeyjum og Portúgal. „Ég vona að þeir leikir hafi gefið okkur reynslu. Það er alltaf erfitt að spila þessa fyrstu landsleiki, fyrir þessar nýju. Vonandi er það farið núna. Það vantaði smá baráttu í okkur og einhverjar sem höfðu aldrei spilað saman í vörninni hafa þá núna spilað tveimur fleiri leikjum en áður. Vonandi kemur þetta hægt og rólega,“ segir Sandra. Sandra fékk fyrirliðabandið og mun leiða Ísland á mótið. Finnur hún til aukinnar ábyrgðar í nýju hlutverki? „Já, klárlega. Hvort sem það væri með fyrirliðabandið eða án þess þá er maður kominn í eldri hlutann þó maður sé bara 27 ára. Því fylgir ósjálfrátt ákveðin ábyrgð, sérstaklega hjá þeim sem hafa farið á HM áður, að miðla reynslu til hinna og minna þær á að hafa gaman og skemmta sér,“ segir Sandra. Ertu mjög meðvituð um að vera með bandið og er nálgunin eitthvað öðruvísi? „Nei, í rauninni ekki. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að vera að fara. Ég fór síðast áður en ég varð ólétt og var svo ekki með á EM. Ég er ótrúlega spennt og þakklát að vera á leiðinni aftur á stórmót,“ segir Sandra sem fór á HM 2023 en missti af EM í fyrra vegna barneigna. „Maður þarf að minna sig á það líka hvað maður var svekktur fyrir EM og taka það með sér núna þegar maður fer á HM. Svo eru þetta praktískir hlutir núna, hver á að passa og svona, sem maður er núna að spá í,“ segir Sandra. Fleira kemur fram í viðtalinu við Söndru sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Aukin ábyrgð í nýju hlutverki
HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Handbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira