Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. nóvember 2025 06:55 Selenskí virðist hafa tekist að forðast gildru Rússa og tekið útspili þeirra með stóískri ró, að minnsta kosti út á við. Getty/Eduardo Parra Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur staðfest að honum hafi borist drög að friðarsamkomulagi sem samin voru af fulltrúum Bandaríkjanna og Rússlands. Hann segist munu ræða drögin við Donald Trump Bandaríkjaforseta á næstu dögum. Selenskí virðist hafa ákveðið að taka þróun mála á diplómatískan hátt, þrátt fyrir að drögin hafi verið gagnrýnd fyrir að uppfylla óskalista Rússa á kostnað Úkraínumanna. Forsetinn sagði í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi að Úkraína myndi ekki gera neitt til að skemma fyrir friðarferlinu. „Úkraína þarfnast friðar og Úkraína mun gera allt til að enginn í heiminum geti haldið því fram að við séum að eyðileggja fyrir ferlinu. Það er mikilvægt,“ sagði forsetinn. Úkraínumenn myndu ekki senda frá sér vanhugsaðar yfirlýsingar. Selenskí forðast þarna að falla í þá gildru að fordæma viðleitni Bandaríkjamanna, sem hefði eflaust bæði reitt Trump til reiði og gefið Vladimir Pútín Rússlandsforseta tilefni til að gagnrýna yfirvöld í Úkraínu og bandamenn þeirra og ásaka þá um að vilja ekki frið. Aðrir embættismenn í Úkraínu hafa hins vegar fordæmt drögin harðlega, enda kveða þau á um að Úkraínumenn komi til móts við svo til allar kröfur Rússa. Þar á meðal má nefna eftirgjöf landsvæðis og stórfelld inngrip inn í sjálfræði Úkraínu. Úkraínumenn þyrftu að lofa því að takmarka herafla sinn við 600 þúsund menn og samþykkja að ganga aldrei í Atlantshafsbandalagið. Þá myndi samkomulag fela í sér að engir erlendir hermenn yrðu staðsettir í Úkraínu, sem kæmi í veg fyrir friðargæslu í landinu. Bent hefur verið á að Rússar virðist hafa átt frumkvæði að því að leggja fram umrætt samkomulag nú, þegar Selenskí er að glíma við viðkvæmt ástand heima fyrir vegna spillingarmáls. Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Evrópa fórni NATO fyrir Grænland Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
Hann segist munu ræða drögin við Donald Trump Bandaríkjaforseta á næstu dögum. Selenskí virðist hafa ákveðið að taka þróun mála á diplómatískan hátt, þrátt fyrir að drögin hafi verið gagnrýnd fyrir að uppfylla óskalista Rússa á kostnað Úkraínumanna. Forsetinn sagði í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi að Úkraína myndi ekki gera neitt til að skemma fyrir friðarferlinu. „Úkraína þarfnast friðar og Úkraína mun gera allt til að enginn í heiminum geti haldið því fram að við séum að eyðileggja fyrir ferlinu. Það er mikilvægt,“ sagði forsetinn. Úkraínumenn myndu ekki senda frá sér vanhugsaðar yfirlýsingar. Selenskí forðast þarna að falla í þá gildru að fordæma viðleitni Bandaríkjamanna, sem hefði eflaust bæði reitt Trump til reiði og gefið Vladimir Pútín Rússlandsforseta tilefni til að gagnrýna yfirvöld í Úkraínu og bandamenn þeirra og ásaka þá um að vilja ekki frið. Aðrir embættismenn í Úkraínu hafa hins vegar fordæmt drögin harðlega, enda kveða þau á um að Úkraínumenn komi til móts við svo til allar kröfur Rússa. Þar á meðal má nefna eftirgjöf landsvæðis og stórfelld inngrip inn í sjálfræði Úkraínu. Úkraínumenn þyrftu að lofa því að takmarka herafla sinn við 600 þúsund menn og samþykkja að ganga aldrei í Atlantshafsbandalagið. Þá myndi samkomulag fela í sér að engir erlendir hermenn yrðu staðsettir í Úkraínu, sem kæmi í veg fyrir friðargæslu í landinu. Bent hefur verið á að Rússar virðist hafa átt frumkvæði að því að leggja fram umrætt samkomulag nú, þegar Selenskí er að glíma við viðkvæmt ástand heima fyrir vegna spillingarmáls.
Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Evrópa fórni NATO fyrir Grænland Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira