Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar 20. nóvember 2025 15:17 Í október síðast liðnum mælti ég fyrir frumvarpi þess efnis að hækkun bæði elli- og örorkulífeyris um hver áramót taki framvegis mið af launavísitölu í stað vísitölu neysluverðs og áætlunar um launaþróun. Ef verðlag hækkar umfram laun verður hins vegar áfram miðað við vísitölu neysluverðs. Til lengri tíma litið verður þessi breyting ein stærsta kjarabót sem efnaminni eldri borgarar og öryrkjar hafa fengið. Það er í raun ígildi þess að fá sæti við kjaraborðið að tekjur þessara hópa hækki árlega í samræmi við almenna launaþróun. Eins og staðan er núna geta eldi borgarar haft atvinnutekjur upp að 200 þúsund krónum á mánuði án skerðinga á bótum almannatrygginga og svo verður áfram. Í dag mæli ég hins vegar fyrir öðru frumvarpi sem snýst um að bæta kjör aldraðra enn frekar. Verði frumvarpið að lögum mun það nær tvöfalda frítekjumark ellilífeyris vegna fjármagnstekna og greiðslna frá lífeyrissjóðum (almenna frítekjumarkið) á næstu þremur árum. Þetta er mikilvæg réttarbót fyrir eldri borgara, enda er lífeyrir þeirra skertur allt of mikið í núverandi kerfi. Við í Flokki fólksins höfum ávallt haft það markmið að draga úr skerðingum almannatrygginga og tryggja öllum mannsæmandi framfærslu. Þetta frumvarp er mikilvægt skref á þeirri vegferð. Frumvarpið sem ég mæli fyrir í dag mun ekki einungis hækka almenna frítekjumarkið, heldur einnig tryggja að öryrkjar haldi aldurstengdri örorkuuppbót sinni eftir að þeir ná ellilífeyrisaldri. Eins og kerfið er í dag fá þeir sem verða öryrkjar á unga aldri svo kallaða aldurstengda örorkuuppbót. Upphæð hennar ræðst af því hversu ungur viðkomandi var þegar viðkomandi varð öryrki. Rétt er að benda á að aldurstengda uppbótin tekur mið af nýju almannatryggingarkerfi sem tók gildi 1. september síðast liðinn. Fólk hefur hins vegar hingað til misst þessa aldurstengdu örorkuuppbót við það eitt að ná 67 ára aldri og fara á ellilífeyri. Með frumvarpinu sem ég mæli fyrir í dag verður bundinn endi á þetta óréttlæti og fólk fær að halda uppbótinni ævilangt. Höfundur er félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Eldri borgarar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kjaramál Félagsmál Inga Sæland Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Í október síðast liðnum mælti ég fyrir frumvarpi þess efnis að hækkun bæði elli- og örorkulífeyris um hver áramót taki framvegis mið af launavísitölu í stað vísitölu neysluverðs og áætlunar um launaþróun. Ef verðlag hækkar umfram laun verður hins vegar áfram miðað við vísitölu neysluverðs. Til lengri tíma litið verður þessi breyting ein stærsta kjarabót sem efnaminni eldri borgarar og öryrkjar hafa fengið. Það er í raun ígildi þess að fá sæti við kjaraborðið að tekjur þessara hópa hækki árlega í samræmi við almenna launaþróun. Eins og staðan er núna geta eldi borgarar haft atvinnutekjur upp að 200 þúsund krónum á mánuði án skerðinga á bótum almannatrygginga og svo verður áfram. Í dag mæli ég hins vegar fyrir öðru frumvarpi sem snýst um að bæta kjör aldraðra enn frekar. Verði frumvarpið að lögum mun það nær tvöfalda frítekjumark ellilífeyris vegna fjármagnstekna og greiðslna frá lífeyrissjóðum (almenna frítekjumarkið) á næstu þremur árum. Þetta er mikilvæg réttarbót fyrir eldri borgara, enda er lífeyrir þeirra skertur allt of mikið í núverandi kerfi. Við í Flokki fólksins höfum ávallt haft það markmið að draga úr skerðingum almannatrygginga og tryggja öllum mannsæmandi framfærslu. Þetta frumvarp er mikilvægt skref á þeirri vegferð. Frumvarpið sem ég mæli fyrir í dag mun ekki einungis hækka almenna frítekjumarkið, heldur einnig tryggja að öryrkjar haldi aldurstengdri örorkuuppbót sinni eftir að þeir ná ellilífeyrisaldri. Eins og kerfið er í dag fá þeir sem verða öryrkjar á unga aldri svo kallaða aldurstengda örorkuuppbót. Upphæð hennar ræðst af því hversu ungur viðkomandi var þegar viðkomandi varð öryrki. Rétt er að benda á að aldurstengda uppbótin tekur mið af nýju almannatryggingarkerfi sem tók gildi 1. september síðast liðinn. Fólk hefur hins vegar hingað til misst þessa aldurstengdu örorkuuppbót við það eitt að ná 67 ára aldri og fara á ellilífeyri. Með frumvarpinu sem ég mæli fyrir í dag verður bundinn endi á þetta óréttlæti og fólk fær að halda uppbótinni ævilangt. Höfundur er félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins.
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar