Lífið

Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ólafur Arnalds og Sandrayati eignuðust sitt fyrsta barn saman.
Ólafur Arnalds og Sandrayati eignuðust sitt fyrsta barn saman.

Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds og söngkonan Sandrayati eignuðust dreng þann 29. september síðastliðinn. Hjónin greindu frá gleðitíðindunum í færslu á samfélagsmiðlum í gær.

Drengurinn er fyrsta barn foreldra sinna og hefur verið nefndur Máni Surya Arnalds Fay.

„Við erum öll heilbrigð og hraust, þreytt og undrandi, algjörlega breytt, að jafna okkur og ótrúlega þakklát. Svo margt að segja en það hefur verið dásamlegt að vera aftengdur og njóta hvers augnabliks með þessari litlu mannveru sem vex og dafnar dag frá degi. Hann hefur þegar kennt okkur ótal margt,“ skrifa þau við færsluna.

Ólafur og Sandrayati gengu í hjónaband á milli jóla og nýárs árið 2022. Brúðkaupið fór fram 26. desember á Balí, en Sandrayati er alin upp á eyjunni fögru. 


Tengdar fréttir

Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar

Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn þann 30. október í Gamla bíói. Veitt verða verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem var frumsýnt á árunum 2023 og 2024. Síminn, Sýn og Rúv standa að verðlaununum.

Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós

Eurovision-stjarnan Loreen og tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds gáfu í gær út tvöfalda smáskífu undir nafninu SAGES og frumsýndu nýtt tónlistarmyndband sem var tekið upp á Íslandi og leikstýrt af Þóru Hilmarsdóttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.