30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar 19. nóvember 2025 11:17 Inngilding íbúa af erlendum uppruna er ein stærsta samfélagslega áskorun Íslands í dag. Það sést skýrt í pólitískri umræðu. Reykjavíkurborg kynnti nýverið drög að nýrri fjölmenningarstefnu sem byggir á inngildingu. Það er mikilvægt skref í átt að sanngjarnara og sterkara borgarsamfélagi. Inngilding snýst ekki bara um móttöku. Hún snýst um þátttöku og kosningar eru skýrasta form lýðræðislegrar þátttöku. Í dag eru íbúar af erlendum uppruna um 20% íbúa Reykjavíkurborgar og atvinnuþátttaka þeirra er hærri en meðal þeirra sem fæddir eru hér. Þessi hópur leggur því verulega til efnahagslífs borgarinnar og samfélagsins í heild. Útsvarstekjur Reykjavíkurborgar á árinu 2026 eru áætlaðar rúmlega 150 milljarðar króna og má ætla að íbúar af erlendum uppruna greiði umtalsverðan hluta þeirra. Jafnvel allt að 30 milljörðum króna á ári. Þetta eru tugir þúsunda borgarbúa sem hjálpa til við að halda borginni gangandi og greiða fyrir þjónustuna sem hún veitir. Þrátt fyrir þessi skýru og jákvæðu efnahagslegu áhrif býr stór hluti þessa hóps við skert lýðræðisleg réttindi. Með nýjum kosningalögum sem tóku gildi árið 2022 var kosningaréttur erlendra ríkisborgara rýmkaður, en aðeins að hluta. Norrænir ríkisborgarar hafa nú kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum strax við flutning til Íslands. Aðrir erlendir ríkisborgarar þurfa aftur á móti að bíða í þrjú ár, þrátt fyrir að flest þeirra hafi ekki kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum í heimalandi sínu þar sem þau hafa ekki lögheimili þar. Niðurstaðan er sú að tugir þúsunda borgarbúa sem taka fullan þátt í atvinnulífi, samfélagi og skattkerfi landsins hafa takmarkaða möguleika til beinnar lýðræðislegrar þátttöku. Þau fá því takmarkaða möguleika til að hafa áhrif á nærsamfélag sitt. Það er staða sem samræmist illa markmiðum um inngildingu og samfélagslega samstöðu. Ef við ætlum að ná árangri í inngildingu í verki, ekki bara í orði, er ljóst að eitt áhrifamesta skrefið væri að veita öllum erlendum íbúum kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum á sömu forsendum og norrænum ríkisborgurum. Með því myndi þátttaka aukast, tengsl milli íbúahópa styrkjast og skapast skýr hvati fyrir stjórnmálafólk til að setja málefni þessa stóra og mikilvæga hóps í forgang. Það er bæði sanngjarnt og skynsamlegt. Þetta er spurning um sterkara og réttlátara borgarsamfélag. Höfundur er með meistarapróf í stjórnmálafræði, með sérhæfingu í stjórnun og starfsumhverfi sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmenning Reykjavík Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Inngilding íbúa af erlendum uppruna er ein stærsta samfélagslega áskorun Íslands í dag. Það sést skýrt í pólitískri umræðu. Reykjavíkurborg kynnti nýverið drög að nýrri fjölmenningarstefnu sem byggir á inngildingu. Það er mikilvægt skref í átt að sanngjarnara og sterkara borgarsamfélagi. Inngilding snýst ekki bara um móttöku. Hún snýst um þátttöku og kosningar eru skýrasta form lýðræðislegrar þátttöku. Í dag eru íbúar af erlendum uppruna um 20% íbúa Reykjavíkurborgar og atvinnuþátttaka þeirra er hærri en meðal þeirra sem fæddir eru hér. Þessi hópur leggur því verulega til efnahagslífs borgarinnar og samfélagsins í heild. Útsvarstekjur Reykjavíkurborgar á árinu 2026 eru áætlaðar rúmlega 150 milljarðar króna og má ætla að íbúar af erlendum uppruna greiði umtalsverðan hluta þeirra. Jafnvel allt að 30 milljörðum króna á ári. Þetta eru tugir þúsunda borgarbúa sem hjálpa til við að halda borginni gangandi og greiða fyrir þjónustuna sem hún veitir. Þrátt fyrir þessi skýru og jákvæðu efnahagslegu áhrif býr stór hluti þessa hóps við skert lýðræðisleg réttindi. Með nýjum kosningalögum sem tóku gildi árið 2022 var kosningaréttur erlendra ríkisborgara rýmkaður, en aðeins að hluta. Norrænir ríkisborgarar hafa nú kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum strax við flutning til Íslands. Aðrir erlendir ríkisborgarar þurfa aftur á móti að bíða í þrjú ár, þrátt fyrir að flest þeirra hafi ekki kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum í heimalandi sínu þar sem þau hafa ekki lögheimili þar. Niðurstaðan er sú að tugir þúsunda borgarbúa sem taka fullan þátt í atvinnulífi, samfélagi og skattkerfi landsins hafa takmarkaða möguleika til beinnar lýðræðislegrar þátttöku. Þau fá því takmarkaða möguleika til að hafa áhrif á nærsamfélag sitt. Það er staða sem samræmist illa markmiðum um inngildingu og samfélagslega samstöðu. Ef við ætlum að ná árangri í inngildingu í verki, ekki bara í orði, er ljóst að eitt áhrifamesta skrefið væri að veita öllum erlendum íbúum kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum á sömu forsendum og norrænum ríkisborgurum. Með því myndi þátttaka aukast, tengsl milli íbúahópa styrkjast og skapast skýr hvati fyrir stjórnmálafólk til að setja málefni þessa stóra og mikilvæga hóps í forgang. Það er bæði sanngjarnt og skynsamlegt. Þetta er spurning um sterkara og réttlátara borgarsamfélag. Höfundur er með meistarapróf í stjórnmálafræði, með sérhæfingu í stjórnun og starfsumhverfi sveitarfélaga.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun