Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2025 13:02 Alexander Isak og félagar í sænska landsliðinu skriðu inn í umspilið í gegnum Þjóðadeildina. Getty/Michael Campanella Danir misstu HM-sætið frá sér á síðustu stundu í Skotlandi í gærkvöldi og þurfa því að fara í umspil um laus sæti á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Það er dregið á morgun og svo gæti farið að Danir mæti nágrannaríkinu Svíþjóð í þessu umspili. Svíar áttu afleita undankeppni og enduðu í neðsta sæti síns riðils með engan sigur og tvö stig. Svíar hafa lengi búist við því að þeir þyrftu að treysta á aukatækifæri í umspilinu í mars en þeir komust þangað þökk sé sigri í sínum riðli í síðustu Þjóðadeild. Svíarnir unnu sinn riðil í C-deild Þjóðadeildarinnar í fyrra. Í umspilinu taka þátt þau tólf lið sem lentu í öðru sæti í riðlunum sínum ásamt fjórum bestu sigurvegurunum úr riðlum í Þjóðadeildinni. Svíþjóð, Rúmenía, Norður-Írland og Norður-Makedónía eru öll í veikasta styrkleikaflokknum vegna þess að þau komu inn í gegnum Þjóðadeildina. Þessar fjórar þjóðir þurfa því að lenda á móti sterkustu liðunum úr fyrsta styrkleikaflokki. Þar verða Ítalir sem urðu að sætta sig við umspil eftir að hafa beðið lægri hlut fyrir Noregi í sínum riðli. Noregur lauk undankeppninni með 4-1 sigri í Mílanó á sunnudag og tryggði sér þar með beint sæti á mótinu. Hinar tvær þjóðirnar eru Tyrkir og svo Úkraínumenn sem höfðu betur í hreinum úrslitaleik á móti okkur Íslendingum. Sextán lönd berjast um fjögur laus sæti á HM í þessu umspili og liðunum er skipt í fjóra mismunandi „undanúrslitahópa“ með fjórum liðum í hverjum. Eitt lið úr hverjum undanúrslitahópi kemst svo áfram á HM. Liðin í efsta og neðsta styrkleikaflokki dragast saman og verða í fjögurra liða móti með einu liði úr öðrum styrkleikaflokki og einu liði úr þeim þriðja. Sigurvegari úr leikjum liða úr 1. og 4. styrkleikaflokki og sigurvegari úr leikjum liða úr 2. og 3. styrkleikaflokki mætast síðan í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Hér eru styrkleikaflokkarnir í umspilsdrættinum á fimmtudag: Styrkleikaflokkur 1: Danmörk, Ítalía, Tyrkland og Úkraína Styrkleikaflokkur 2: Pólland, Wales, Tékkland og Slóvakía Styrkleikaflokkur 3: Írland, Albanía, Bosnía og Hersegóvína og Kosóvó Styrkleikaflokkur 4: Svíþjóð, Rúmenía, Norður-Makedónía og Norður-Írland HM 2026 í fótbolta Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Það er dregið á morgun og svo gæti farið að Danir mæti nágrannaríkinu Svíþjóð í þessu umspili. Svíar áttu afleita undankeppni og enduðu í neðsta sæti síns riðils með engan sigur og tvö stig. Svíar hafa lengi búist við því að þeir þyrftu að treysta á aukatækifæri í umspilinu í mars en þeir komust þangað þökk sé sigri í sínum riðli í síðustu Þjóðadeild. Svíarnir unnu sinn riðil í C-deild Þjóðadeildarinnar í fyrra. Í umspilinu taka þátt þau tólf lið sem lentu í öðru sæti í riðlunum sínum ásamt fjórum bestu sigurvegurunum úr riðlum í Þjóðadeildinni. Svíþjóð, Rúmenía, Norður-Írland og Norður-Makedónía eru öll í veikasta styrkleikaflokknum vegna þess að þau komu inn í gegnum Þjóðadeildina. Þessar fjórar þjóðir þurfa því að lenda á móti sterkustu liðunum úr fyrsta styrkleikaflokki. Þar verða Ítalir sem urðu að sætta sig við umspil eftir að hafa beðið lægri hlut fyrir Noregi í sínum riðli. Noregur lauk undankeppninni með 4-1 sigri í Mílanó á sunnudag og tryggði sér þar með beint sæti á mótinu. Hinar tvær þjóðirnar eru Tyrkir og svo Úkraínumenn sem höfðu betur í hreinum úrslitaleik á móti okkur Íslendingum. Sextán lönd berjast um fjögur laus sæti á HM í þessu umspili og liðunum er skipt í fjóra mismunandi „undanúrslitahópa“ með fjórum liðum í hverjum. Eitt lið úr hverjum undanúrslitahópi kemst svo áfram á HM. Liðin í efsta og neðsta styrkleikaflokki dragast saman og verða í fjögurra liða móti með einu liði úr öðrum styrkleikaflokki og einu liði úr þeim þriðja. Sigurvegari úr leikjum liða úr 1. og 4. styrkleikaflokki og sigurvegari úr leikjum liða úr 2. og 3. styrkleikaflokki mætast síðan í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Hér eru styrkleikaflokkarnir í umspilsdrættinum á fimmtudag: Styrkleikaflokkur 1: Danmörk, Ítalía, Tyrkland og Úkraína Styrkleikaflokkur 2: Pólland, Wales, Tékkland og Slóvakía Styrkleikaflokkur 3: Írland, Albanía, Bosnía og Hersegóvína og Kosóvó Styrkleikaflokkur 4: Svíþjóð, Rúmenía, Norður-Makedónía og Norður-Írland
Hér eru styrkleikaflokkarnir í umspilsdrættinum á fimmtudag: Styrkleikaflokkur 1: Danmörk, Ítalía, Tyrkland og Úkraína Styrkleikaflokkur 2: Pólland, Wales, Tékkland og Slóvakía Styrkleikaflokkur 3: Írland, Albanía, Bosnía og Hersegóvína og Kosóvó Styrkleikaflokkur 4: Svíþjóð, Rúmenía, Norður-Makedónía og Norður-Írland
HM 2026 í fótbolta Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira